Erlent

Enn einn skotinn til bana í Malmö

Enn ein skotárásin í Malmö í Svíþjóð kostaði tæplega fimmtugan mann lífið í gærkvöldi.

Lögreglunni var tilkynnt um þrjá skothvelli og fann hún manninn í bíl sínum. Hann var á lífi þegar lögreglan kom að honum en lést síðan á gjörgæsludeild SUS spítalans skömmu eftir komuna þangað.

Þetta er þriðja morðið með skotvopni í Malmö frá áramótum og það áttunda frá því í maí á síðasta ári. Lögreglan leitar nú að vitnum að þessari skotárás.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×