Erlent

Þörfnuðust aðhlynningar eftir hryllingsmynd

Úr kvikmyndinni V/H/S.
Úr kvikmyndinni V/H/S. mynd/Ti West
Tveir kvikmyndagestir þurftu á aðhlynningu að halda eftir að hafa horft á hryllingsmynd á Sundance-kvikmyndahátíðinni.

Karlmaður hneig niður á frumsýningu kvikmyndarinnar V/H/S í síðustu viku. Einn af handritshöfundum kvikmyndarinnar segir að maðurinn hafi fallið í gólfið í anddyri kvikmyndahússins og fengið flog. Skömmu seinna kom unnusta mannsins út úr salnum og kastaði upp.

Sjúkraliðar voru kallaðir til og veittu þeir parinu aðhlynningu.

Gestir á frumsýningunni segja að maðurinn hafi fölnað yfir sérstaklega óhugnanlegu atriði. Stuttu seinna reis hann á fætur og hraðaði sér út úr kvikmyndasalnum.

Roxanne Benjamin, framleiðandi V/H/S, þvertekur fyrir að um auglýsingabrellu hafi verið að ræða. Hún segir atvikið hafa verið afar ógnvænlegt og að aðstandendur kvikmyndarinnar séu þakklátir fyrir það að parinu hafi ekki orðið meint af.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×