Erlent Notaði trúlofunarhringinn til að sleppa úr gröf sem unnustinn gróf Maður sem gróf unnustu sína lifandi í skóglendi í Englandi hefur verið fundinn sekur um tilraun til morðs. Marcin Kaspzrak skaut kærustu sína með rafbyssu, vafði utan um hana límbandi og stakk henni í pappakassa. Kassann gróf hann síðan í skóglendi nálægt Huddersfield í maí síðastliðnum. Konan slapp úr prísundinni með því að nota demants-trúlofunarhringinn sem Marcin hafði gefið henni. Með hringnum tókst henni að skera af sér límbandið og síðan gat hún grafið sig upp á yfirborðið og leitað hjálpar. Erlent 19.12.2011 16:30 Mótmælin í Kaíró halda áfram Að minnsta kosti einn hefur látið lífið Í Kaíró höfuðborg Egyptalands í dag í átökum á milli mótmælenda og stjórnarhersins í landinu. Aukin harka hefur færst í mótmælin síðustu daga og frá því á föstudag hafa tólf fallið í átökunum. Öryggissveitir stjórnvalda ruddust inn á Frelsistorgið í miðborginni fyrir dögun og ruddu torgið. Erlent 19.12.2011 15:00 „Hinn mikli arftaki“ tekur við í N-Kóreu Tæplega þrítugur huldumaður verður næsti leiðtogi Norður-Kóreu. Hann, Kim Jong Un mun taka við af föður sínum Kim Jong Il sem lést um helgina 69 ára að aldri. Erlent 19.12.2011 12:00 Áhöfninni á togaranum Spörtu tókst að stöðva lekann Áhöfn rússneska togarans Sparta er enn í verulegri hættu þar sem togarinn situr fastur í hafís í Ross hafinu undan íshellunni við Suðurskautið. Erlent 19.12.2011 07:00 Fjöldagröf fyrir fórnarlömb stormsins á Filippseyjum Stjórnvöld á Filippseyjum hafa ákveðið að skipuleggja fjöldagreftrun á þeim sem fórust í hitabeltisstorminum sem reið yfir eyjuna Mindanao um helgina og flóðunum sem fylgdu í kjölfar hans. Erlent 19.12.2011 07:00 Ný kista undir líkamsleifar Simon Bolivar Hugo Chavez forseti Venesúela hefur afhjúpað nýja líkkistu sem framvegis um geyma líkamsleifar frelsishetjunnar Simon Bolivar en hann lést árið 1830. Hin nýja kista er úr maghoní og skeytt með demöntum, perlum og gulli. Erlent 19.12.2011 07:00 Ástralir aðstoða við leit að flóttamönnum Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að senda björgunarsksip og flugvél til að aðstoða við leitina að flóttamönnum sem saknað er eftir að báti með þeim hvolfdi um 40 mílur undan ströndum Java í Indónesíu um helgina. Erlent 19.12.2011 07:00 Fangaskiptum Ísraelsmanna og Hamas lokið Seinnihluti fangaskipta Ísraels og Hamas samtakanna hefur staðið yfir alla helgina. Erlent 19.12.2011 07:00 Kim Jong-il leiðtogi Norður-Kóreu látinn Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, er látinn 69 ára að aldri. Tilkynnt var um lát hans í ríkissjónvarpi landsins í morgun og gat þulurinn ekki haldið aftur af tárum sínum þegar hann las tilkynninguna. Erlent 19.12.2011 06:00 Eini kommúnistaleiðtoginn sem fékk starfið í arf Kim Jong-il var eini kommúnistaleiðtogi heimsins sem fékk starf sitt í arf frá föður sínum. Erlent 19.12.2011 06:00 Flóð hrifu heilu þorpin á haf út Staðfest hefur verið að yfir 650 eru látnir og í það minnsta 900 er saknað eftir að hitabeltisstormur gekk yfir suðurhluta Filippseyja á föstudag. Storminum fylgdu mikil flóð sem hrifu heilu þorpin með sér á haf út. Erlent 19.12.2011 01:30 Þúsundir minnast Havel: Uppáhaldstónlistin hans spiluð í útvarpinu Þúsundir manna minntust Vaclav Havel á Venceslaw torginu í Prag, höfuðborg Tékklands, í kvöld. Havel lést í morgun en hann er þjóðhetja í Tékklandi eftir að hann leiddi flauelsbyltinguna þar í landi árið 1989, sem að lokum batt enda á alræðisstjórn kommúnismans þar í landi. Hann gegndi forsetaembætti Tékkóslóvakíu í þrjú ár frá þeim tíma og var kosinn fyrsti forseti Tékklands árið 1993 eftir að Tékkóslóvakíu var skipt í tvö ríki. Erlent 18.12.2011 22:00 Stolið frá þjófum í miðjum þjófnaði Búðarþjófar í Utah fylki í Bandaríkjunum fengu að kenna á því þegar þeir reyndu að hnupla vörum úr matvörubúð. Erlent 18.12.2011 21:00 Þýskur þingmaður vill alþjóðlega rannsókn á flugumanninum Þýski þingmaðurinn Andrej Hunko, þingmaður Der Linke í Þýskalandi, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnar málsókn átta kvenna sem hafa kært flugumanninn Mark Kennedy fyrir að hafa tælt sig í ástarsambönd á fölskum forsendum í Bretlandi. Erlent 18.12.2011 17:00 Hrottalegt morð: Kveikti í konu inn í lyftu Tæplega fimmtugur karlmaður gaf sig fram við lögregluna í New York í gær en hann er grunaður um að hafa kveikt í rúmlega sextugri konu síðdegis í gær. Konan var að koma heim til sín í fjölbýlishús í Brooklyn þegar hún tók lyftuna upp á þá hæð sem hún bjó á. Konan var með tvo poka fulla af matvörum. Erlent 18.12.2011 16:30 Síðustu hermennirnir fóru í skjóli nætur - óvissan tekur við Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Írak snemma í morgun. Fimm hundruð hermenn á skriðdrekum og öðrum faratækjum óku í skjóli nætur að landamærum Kúveit. Enginn vissi af ferð þeirra og var það gert til þess að koma í veg fyrir árásir á hersveitirnar. Erlent 18.12.2011 15:00 Ítalskir ráðamenn fengu byssukúlur í pósti Ítalskir ráðamenn eru slegnir óhug vegna hótunarbréfa sem þeim hafa borist vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnar Marios Montis. Erlent 18.12.2011 12:45 Vaclav Havel látinn Vaclav Havel, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Tékklands, lést í nótt. Hann var 75 ára gamall. Havel leiddi flauelsbyltinguna í Tékkóslóvakíu árið 1989 sem batt enda á alræðisstjórn kommúnismans þar í landi. Erlent 18.12.2011 12:00 Yfir fimmhundruð látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Tala látinna í flóðum og aurskriðum á Filippseyjum í kjölfar hitabeltisstormsins Washi sem reið yfir landið í fyrrinótt er komin yfir fimmhundruð og sjötíu og er búist við að talan eigi eftir að hækka því fimmhundruð er enn saknað. Erlent 18.12.2011 10:00 Segja Manning hafa lekið upplýsingum vegna tilvistarkreppu Verjendur hermannsins Bradley Manning, sem ákærður er fyrir að hafa lekið leyniskjölum til Wikileaks, segja að vegna samkynhneigðar sinnar hafi Manning átt í tilvistarkreppu innan hersins, og hafi það haft áhrif á ákvörðun hans um að leka gögnunum. Erlent 18.12.2011 10:00 200 flóttamenn drukknuðu þegar ferja sökk Óttast er að yfir tvöhundruð hafi farist þegar bátur með ólöglegum innflytjendum sökk um fjörutíu sjómílu austur af eyjunni Jövu í Indónesíu í gærkvöldi. Erlent 18.12.2011 09:00 Þjófar hringdu óvart í neyðarlínuna Tveir karlmenn á þrítugsaldri frá Wisconsin í Bandaríkjunum, stálu fjölda mynddiska og tölvuleikjum í verslun á dögunum og komust síðan í burtu. Líklega hefðu þeir aldrei fundist ef annar þjófanna hefði ekki hringt óvart í neyðarlínuna þegar hann var með farsímann í vasanum. Erlent 18.12.2011 07:00 Cesária Évora látin Söngkonan Cesária Évora frá Grænhöfðaeyjum lést í dag sjötug að aldri. Tveggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í heimalandi hennar. Erlent 17.12.2011 21:00 Mikið manntjón vegna óveðurs á Filippseyjum Að minnsta kosti 180 eru látnir og hundruð manns eru týndir eftir að fellibylurinn Washi skall á Filippseyjar í nótt. Erlent 17.12.2011 10:00 Mikil átök í Kaíró - átta látnir í mótmælunum Að minnsta kosti átta liggja í valnum og þrjúhundruð eru særðir eftir átök á milli hermanna og mótmælanda í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Erlent 17.12.2011 09:00 Þúsundir þorpsbúa taka þátt í óeirðum Mikil ólga hefur verið undanfarna mánuði í Wukan, tuttugu þúsund manna bæ í sunnanverðu Kína. Upp úr sauð nú í vikunni eftir að Xue Jinbo, slátrari sem hafði talað máli bæjarbúa gagnvart stjórnvöldum, lést í fangelsi um síðustu helgi. Erlent 17.12.2011 04:30 Klámbúllumyndin af kónginum talin fölsuð Sænska dagblaðið Expressen birti í gær mynd sem fyrrverandi klámbúllueigandinn og glæpamaðurinn Mille Markovic fullyrðir að sé af Karli Gústaf Svíakonungi innan um nektardansmeyjar. Erlent 17.12.2011 03:00 Þýðir ekkert að dansa og hoppa Ölvunaráhrif hverfa ekki hraðar þó fólk hreyfi sig. Þetta kemur fram á vef Berlingske. Könnun sýnir að fjórðungur Dana undir þrítugu eru haldnir þessum ranghugmyndum. Erlent 17.12.2011 02:30 Endasleppt upphaf yfirheyrslna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið leyfi til að áfrýja til hæstaréttar úrskurði um framsal hans til Svíþjóðar Erlent 17.12.2011 00:30 Minnsta kona veraldar Hin smávaxna Jyoti Amge fagnaði 18 ára afmælisdegi sínum í dag. Dagurinn hefur þó sérstaka þýðingu fyrir Jyoti því hún var formlega nefnd minnsta kona veraldar. Erlent 16.12.2011 23:30 « ‹ ›
Notaði trúlofunarhringinn til að sleppa úr gröf sem unnustinn gróf Maður sem gróf unnustu sína lifandi í skóglendi í Englandi hefur verið fundinn sekur um tilraun til morðs. Marcin Kaspzrak skaut kærustu sína með rafbyssu, vafði utan um hana límbandi og stakk henni í pappakassa. Kassann gróf hann síðan í skóglendi nálægt Huddersfield í maí síðastliðnum. Konan slapp úr prísundinni með því að nota demants-trúlofunarhringinn sem Marcin hafði gefið henni. Með hringnum tókst henni að skera af sér límbandið og síðan gat hún grafið sig upp á yfirborðið og leitað hjálpar. Erlent 19.12.2011 16:30
Mótmælin í Kaíró halda áfram Að minnsta kosti einn hefur látið lífið Í Kaíró höfuðborg Egyptalands í dag í átökum á milli mótmælenda og stjórnarhersins í landinu. Aukin harka hefur færst í mótmælin síðustu daga og frá því á föstudag hafa tólf fallið í átökunum. Öryggissveitir stjórnvalda ruddust inn á Frelsistorgið í miðborginni fyrir dögun og ruddu torgið. Erlent 19.12.2011 15:00
„Hinn mikli arftaki“ tekur við í N-Kóreu Tæplega þrítugur huldumaður verður næsti leiðtogi Norður-Kóreu. Hann, Kim Jong Un mun taka við af föður sínum Kim Jong Il sem lést um helgina 69 ára að aldri. Erlent 19.12.2011 12:00
Áhöfninni á togaranum Spörtu tókst að stöðva lekann Áhöfn rússneska togarans Sparta er enn í verulegri hættu þar sem togarinn situr fastur í hafís í Ross hafinu undan íshellunni við Suðurskautið. Erlent 19.12.2011 07:00
Fjöldagröf fyrir fórnarlömb stormsins á Filippseyjum Stjórnvöld á Filippseyjum hafa ákveðið að skipuleggja fjöldagreftrun á þeim sem fórust í hitabeltisstorminum sem reið yfir eyjuna Mindanao um helgina og flóðunum sem fylgdu í kjölfar hans. Erlent 19.12.2011 07:00
Ný kista undir líkamsleifar Simon Bolivar Hugo Chavez forseti Venesúela hefur afhjúpað nýja líkkistu sem framvegis um geyma líkamsleifar frelsishetjunnar Simon Bolivar en hann lést árið 1830. Hin nýja kista er úr maghoní og skeytt með demöntum, perlum og gulli. Erlent 19.12.2011 07:00
Ástralir aðstoða við leit að flóttamönnum Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að senda björgunarsksip og flugvél til að aðstoða við leitina að flóttamönnum sem saknað er eftir að báti með þeim hvolfdi um 40 mílur undan ströndum Java í Indónesíu um helgina. Erlent 19.12.2011 07:00
Fangaskiptum Ísraelsmanna og Hamas lokið Seinnihluti fangaskipta Ísraels og Hamas samtakanna hefur staðið yfir alla helgina. Erlent 19.12.2011 07:00
Kim Jong-il leiðtogi Norður-Kóreu látinn Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, er látinn 69 ára að aldri. Tilkynnt var um lát hans í ríkissjónvarpi landsins í morgun og gat þulurinn ekki haldið aftur af tárum sínum þegar hann las tilkynninguna. Erlent 19.12.2011 06:00
Eini kommúnistaleiðtoginn sem fékk starfið í arf Kim Jong-il var eini kommúnistaleiðtogi heimsins sem fékk starf sitt í arf frá föður sínum. Erlent 19.12.2011 06:00
Flóð hrifu heilu þorpin á haf út Staðfest hefur verið að yfir 650 eru látnir og í það minnsta 900 er saknað eftir að hitabeltisstormur gekk yfir suðurhluta Filippseyja á föstudag. Storminum fylgdu mikil flóð sem hrifu heilu þorpin með sér á haf út. Erlent 19.12.2011 01:30
Þúsundir minnast Havel: Uppáhaldstónlistin hans spiluð í útvarpinu Þúsundir manna minntust Vaclav Havel á Venceslaw torginu í Prag, höfuðborg Tékklands, í kvöld. Havel lést í morgun en hann er þjóðhetja í Tékklandi eftir að hann leiddi flauelsbyltinguna þar í landi árið 1989, sem að lokum batt enda á alræðisstjórn kommúnismans þar í landi. Hann gegndi forsetaembætti Tékkóslóvakíu í þrjú ár frá þeim tíma og var kosinn fyrsti forseti Tékklands árið 1993 eftir að Tékkóslóvakíu var skipt í tvö ríki. Erlent 18.12.2011 22:00
Stolið frá þjófum í miðjum þjófnaði Búðarþjófar í Utah fylki í Bandaríkjunum fengu að kenna á því þegar þeir reyndu að hnupla vörum úr matvörubúð. Erlent 18.12.2011 21:00
Þýskur þingmaður vill alþjóðlega rannsókn á flugumanninum Þýski þingmaðurinn Andrej Hunko, þingmaður Der Linke í Þýskalandi, sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem hann fagnar málsókn átta kvenna sem hafa kært flugumanninn Mark Kennedy fyrir að hafa tælt sig í ástarsambönd á fölskum forsendum í Bretlandi. Erlent 18.12.2011 17:00
Hrottalegt morð: Kveikti í konu inn í lyftu Tæplega fimmtugur karlmaður gaf sig fram við lögregluna í New York í gær en hann er grunaður um að hafa kveikt í rúmlega sextugri konu síðdegis í gær. Konan var að koma heim til sín í fjölbýlishús í Brooklyn þegar hún tók lyftuna upp á þá hæð sem hún bjó á. Konan var með tvo poka fulla af matvörum. Erlent 18.12.2011 16:30
Síðustu hermennirnir fóru í skjóli nætur - óvissan tekur við Síðustu bandarísku hermennirnir yfirgáfu Írak snemma í morgun. Fimm hundruð hermenn á skriðdrekum og öðrum faratækjum óku í skjóli nætur að landamærum Kúveit. Enginn vissi af ferð þeirra og var það gert til þess að koma í veg fyrir árásir á hersveitirnar. Erlent 18.12.2011 15:00
Ítalskir ráðamenn fengu byssukúlur í pósti Ítalskir ráðamenn eru slegnir óhug vegna hótunarbréfa sem þeim hafa borist vegna efnahagsráðstafana ríkisstjórnar Marios Montis. Erlent 18.12.2011 12:45
Vaclav Havel látinn Vaclav Havel, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Tékklands, lést í nótt. Hann var 75 ára gamall. Havel leiddi flauelsbyltinguna í Tékkóslóvakíu árið 1989 sem batt enda á alræðisstjórn kommúnismans þar í landi. Erlent 18.12.2011 12:00
Yfir fimmhundruð látnir eftir fellibyl á Filippseyjum Tala látinna í flóðum og aurskriðum á Filippseyjum í kjölfar hitabeltisstormsins Washi sem reið yfir landið í fyrrinótt er komin yfir fimmhundruð og sjötíu og er búist við að talan eigi eftir að hækka því fimmhundruð er enn saknað. Erlent 18.12.2011 10:00
Segja Manning hafa lekið upplýsingum vegna tilvistarkreppu Verjendur hermannsins Bradley Manning, sem ákærður er fyrir að hafa lekið leyniskjölum til Wikileaks, segja að vegna samkynhneigðar sinnar hafi Manning átt í tilvistarkreppu innan hersins, og hafi það haft áhrif á ákvörðun hans um að leka gögnunum. Erlent 18.12.2011 10:00
200 flóttamenn drukknuðu þegar ferja sökk Óttast er að yfir tvöhundruð hafi farist þegar bátur með ólöglegum innflytjendum sökk um fjörutíu sjómílu austur af eyjunni Jövu í Indónesíu í gærkvöldi. Erlent 18.12.2011 09:00
Þjófar hringdu óvart í neyðarlínuna Tveir karlmenn á þrítugsaldri frá Wisconsin í Bandaríkjunum, stálu fjölda mynddiska og tölvuleikjum í verslun á dögunum og komust síðan í burtu. Líklega hefðu þeir aldrei fundist ef annar þjófanna hefði ekki hringt óvart í neyðarlínuna þegar hann var með farsímann í vasanum. Erlent 18.12.2011 07:00
Cesária Évora látin Söngkonan Cesária Évora frá Grænhöfðaeyjum lést í dag sjötug að aldri. Tveggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í heimalandi hennar. Erlent 17.12.2011 21:00
Mikið manntjón vegna óveðurs á Filippseyjum Að minnsta kosti 180 eru látnir og hundruð manns eru týndir eftir að fellibylurinn Washi skall á Filippseyjar í nótt. Erlent 17.12.2011 10:00
Mikil átök í Kaíró - átta látnir í mótmælunum Að minnsta kosti átta liggja í valnum og þrjúhundruð eru særðir eftir átök á milli hermanna og mótmælanda í Kaíró, höfuðborg Egyptalands. Erlent 17.12.2011 09:00
Þúsundir þorpsbúa taka þátt í óeirðum Mikil ólga hefur verið undanfarna mánuði í Wukan, tuttugu þúsund manna bæ í sunnanverðu Kína. Upp úr sauð nú í vikunni eftir að Xue Jinbo, slátrari sem hafði talað máli bæjarbúa gagnvart stjórnvöldum, lést í fangelsi um síðustu helgi. Erlent 17.12.2011 04:30
Klámbúllumyndin af kónginum talin fölsuð Sænska dagblaðið Expressen birti í gær mynd sem fyrrverandi klámbúllueigandinn og glæpamaðurinn Mille Markovic fullyrðir að sé af Karli Gústaf Svíakonungi innan um nektardansmeyjar. Erlent 17.12.2011 03:00
Þýðir ekkert að dansa og hoppa Ölvunaráhrif hverfa ekki hraðar þó fólk hreyfi sig. Þetta kemur fram á vef Berlingske. Könnun sýnir að fjórðungur Dana undir þrítugu eru haldnir þessum ranghugmyndum. Erlent 17.12.2011 02:30
Endasleppt upphaf yfirheyrslna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur fengið leyfi til að áfrýja til hæstaréttar úrskurði um framsal hans til Svíþjóðar Erlent 17.12.2011 00:30
Minnsta kona veraldar Hin smávaxna Jyoti Amge fagnaði 18 ára afmælisdegi sínum í dag. Dagurinn hefur þó sérstaka þýðingu fyrir Jyoti því hún var formlega nefnd minnsta kona veraldar. Erlent 16.12.2011 23:30