Erlent

Notaði trúlofunarhringinn til að sleppa úr gröf sem unnustinn gróf

Maður sem gróf unnustu sína lifandi í skóglendi í Englandi hefur verið fundinn sekur um tilraun til morðs. Marcin Kaspzrak skaut kærustu sína með rafbyssu, vafði utan um hana límbandi og stakk henni í pappakassa. Kassann gróf hann síðan í skóglendi nálægt Huddersfield í maí síðastliðnum. Konan slapp úr prísundinni með því að nota demants-trúlofunarhringinn sem Marcin hafði gefið henni. Með hringnum tókst henni að skera af sér límbandið og síðan gat hún grafið sig upp á yfirborðið og leitað hjálpar.

Erlent

Mótmælin í Kaíró halda áfram

Að minnsta kosti einn hefur látið lífið Í Kaíró höfuðborg Egyptalands í dag í átökum á milli mótmælenda og stjórnarhersins í landinu. Aukin harka hefur færst í mótmælin síðustu daga og frá því á föstudag hafa tólf fallið í átökunum. Öryggissveitir stjórnvalda ruddust inn á Frelsistorgið í miðborginni fyrir dögun og ruddu torgið.

Erlent

Ný kista undir líkamsleifar Simon Bolivar

Hugo Chavez forseti Venesúela hefur afhjúpað nýja líkkistu sem framvegis um geyma líkamsleifar frelsishetjunnar Simon Bolivar en hann lést árið 1830. Hin nýja kista er úr maghoní og skeytt með demöntum, perlum og gulli.

Erlent

Ástralir aðstoða við leit að flóttamönnum

Stjórnvöld í Ástralíu hafa ákveðið að senda björgunarsksip og flugvél til að aðstoða við leitina að flóttamönnum sem saknað er eftir að báti með þeim hvolfdi um 40 mílur undan ströndum Java í Indónesíu um helgina.

Erlent

Kim Jong-il leiðtogi Norður-Kóreu látinn

Kim Jong-il, leiðtogi Norður-Kóreu, er látinn 69 ára að aldri. Tilkynnt var um lát hans í ríkissjónvarpi landsins í morgun og gat þulurinn ekki haldið aftur af tárum sínum þegar hann las tilkynninguna.

Erlent

Flóð hrifu heilu þorpin á haf út

Staðfest hefur verið að yfir 650 eru látnir og í það minnsta 900 er saknað eftir að hitabeltisstormur gekk yfir suðurhluta Filippseyja á föstudag. Storminum fylgdu mikil flóð sem hrifu heilu þorpin með sér á haf út.

Erlent

Þúsundir minnast Havel: Uppáhaldstónlistin hans spiluð í útvarpinu

Þúsundir manna minntust Vaclav Havel á Venceslaw torginu í Prag, höfuðborg Tékklands, í kvöld. Havel lést í morgun en hann er þjóðhetja í Tékklandi eftir að hann leiddi flauelsbyltinguna þar í landi árið 1989, sem að lokum batt enda á alræðisstjórn kommúnismans þar í landi. Hann gegndi forsetaembætti Tékkóslóvakíu í þrjú ár frá þeim tíma og var kosinn fyrsti forseti Tékklands árið 1993 eftir að Tékkóslóvakíu var skipt í tvö ríki.

Erlent

Hrottalegt morð: Kveikti í konu inn í lyftu

Tæplega fimmtugur karlmaður gaf sig fram við lögregluna í New York í gær en hann er grunaður um að hafa kveikt í rúmlega sextugri konu síðdegis í gær. Konan var að koma heim til sín í fjölbýlishús í Brooklyn þegar hún tók lyftuna upp á þá hæð sem hún bjó á. Konan var með tvo poka fulla af matvörum.

Erlent

Vaclav Havel látinn

Vaclav Havel, fyrsti lýðræðislega kjörni forseti Tékklands, lést í nótt. Hann var 75 ára gamall. Havel leiddi flauelsbyltinguna í Tékkóslóvakíu árið 1989 sem batt enda á alræðisstjórn kommúnismans þar í landi.

Erlent

Yfir fimmhundruð látnir eftir fellibyl á Filippseyjum

Tala látinna í flóðum og aurskriðum á Filippseyjum í kjölfar hitabeltisstormsins Washi sem reið yfir landið í fyrrinótt er komin yfir fimmhundruð og sjötíu og er búist við að talan eigi eftir að hækka því fimmhundruð er enn saknað.

Erlent

Segja Manning hafa lekið upplýsingum vegna tilvistarkreppu

Verjendur hermannsins Bradley Manning, sem ákærður er fyrir að hafa lekið leyniskjölum til Wikileaks, segja að vegna samkynhneigðar sinnar hafi Manning átt í tilvistarkreppu innan hersins, og hafi það haft áhrif á ákvörðun hans um að leka gögnunum.

Erlent

Þjófar hringdu óvart í neyðarlínuna

Tveir karlmenn á þrítugsaldri frá Wisconsin í Bandaríkjunum, stálu fjölda mynddiska og tölvuleikjum í verslun á dögunum og komust síðan í burtu. Líklega hefðu þeir aldrei fundist ef annar þjófanna hefði ekki hringt óvart í neyðarlínuna þegar hann var með farsímann í vasanum.

Erlent

Cesária Évora látin

Söngkonan Cesária Évora frá Grænhöfðaeyjum lést í dag sjötug að aldri. Tveggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í heimalandi hennar.

Erlent

Þúsundir þorpsbúa taka þátt í óeirðum

Mikil ólga hefur verið undanfarna mánuði í Wukan, tuttugu þúsund manna bæ í sunnanverðu Kína. Upp úr sauð nú í vikunni eftir að Xue Jinbo, slátrari sem hafði talað máli bæjarbúa gagnvart stjórnvöldum, lést í fangelsi um síðustu helgi.

Erlent

Þýðir ekkert að dansa og hoppa

Ölvunaráhrif hverfa ekki hraðar þó fólk hreyfi sig. Þetta kemur fram á vef Berlingske. Könnun sýnir að fjórðungur Dana undir þrítugu eru haldnir þessum ranghugmyndum.

Erlent

Minnsta kona veraldar

Hin smávaxna Jyoti Amge fagnaði 18 ára afmælisdegi sínum í dag. Dagurinn hefur þó sérstaka þýðingu fyrir Jyoti því hún var formlega nefnd minnsta kona veraldar.

Erlent