Erlent

Minnast þess að 30 ár eru liðin frá Falklandseyjastríðinu

Bæði Bretar og Argentínumenn munu minnast þess með sérstökum athöfnum að 30 ár eru liðin í dag frá upphafi Falklandseyjastríðsins.

Í þessu stríði féllu 252 Bretar og 649 Argentínumenn en það hófst með innrás argentínska hersins sem Bretar svöruðu með því að senda stóra flotadeild til að ná eyjunum aftur á sitt vald.

Mikil og vaxandi spenna er í samskiptum þessara þjóða vegna Falklandseyja í dag einkum vegna þess að mikil olía hefur fundist undan ströndum eyjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×