Erlent

80 handteknir í átökum í Árósum

Átók í Árósum.
Átók í Árósum.
Vinstri og hægri mönnum laust saman í Árósum í dag. Lögreglan í Árósum í Danmörku stóð í ströngu í dag þegar hópum vinstri og hægrisinnaðra mótmælenda laust saman en hægri öfgamenn höfðu boðað til mótmæla gegn búsetu múslima í landinu.

Vinstrisinnaðar hreyfingar boðuðu þá til styrktarsamkomu fyrir fjölmenningarsamfélagið og voru fundirnir haldnir skammt frá hvorum öðrum.

Að lokum sauð uppúr en mótmælendur köstuðu meðal annars múrsteinum og logandi blysum að lögreglu. Úr varð að danska lögreglan handtók rúmlega áttatíu manns. Talið er að á bilinu 100 til 200 manns hafi mætt á mótmælin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×