Erlent

Íraksstjórn vill fá Hashemi afhentan

Spenna milli þjóðernishópanna þriggja í Írak magnast á ný, strax og Bandaríkjaher yfirgefur landið. Forsætisráðherrann, sem er sjía-múslimi, krefst þess að kúrdar láti af hendi aðstoðarforsætisráðherrann, sem er súnní-múslimi.

Erlent

Á að vinna gegn kreppunni

Seðlabanki Evrópusambandsins skrúfaði í gær frá lánakrönum sínum og útvegaði 523 evrópskum bönkum lán upp á samtals 489,2 milljarða evra, í von um að geta með þessu liðkað verulega fyrir viðskiptum á evrusvæðinu. Þessi fjárhæð samsvarar 78.000 milljörðum króna.

Erlent

Gefa von um líf úti í geimnum

Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið tvær reikistjörnur utan okkar sólkerfis sem eru svipaðar Jörðinni að stærð. Þetta er í fyrsta sinn sem plánetur af slíkri stærð finnast og gefa von um að líf sé að finna á fjarlægum hnöttum.

Erlent

Tekin í röð dýrlinga eftir að 11 ára piltur læknaðist

Hinn 11 ára Jake Finkbonner þjáðist af undarlegri holdétandi bakteríusýkingu og var nær dauða en lífi í nokkra mánuði. Eftir að Jake læknaðist á undraverðan máta hefur Vatíkanið nú ákveðið að kona frá 17. öld verði fyrsti ameríski dýrlingurinn af indjánaættum.

Erlent

Kórsöngur í boði Svarthöfða

Lokaprófin geta tekið á og þegar jólin nálgast gefst nemendum sjaldnast tími til njóta jólaandans. Nemendur við Tækniháskólanum í Algonquin ákváðu að ljá prófatímabilinu smá jólastemningu og fengu Svarthöfða til stjórna kórsöng.

Erlent

Heimilislausir deyja þrjátíu árum fyrr en aðrir

Heimilislaust fólk í Bretlandi má búast við því að lifa þrjátíu árum skemur en meðal einstaklingurinn. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Sheffield háskóla á lífslíkum heimilislausra sem unnin var fyrir hjálparsamtökin Crisis.

Erlent

Uppreisnarmenn biðla til Sameinuðu Þjóðanna

Talið er að um 250 manns hafi látist í átökum öryggissveita og uppreisnarmanna í Sýrlandi á síðustu dögum. Stærsti andspyrnuhópur landsins biðlar til Sameinuðu Þjóðanna um að bregðast við ofbeldinu.

Erlent

Bóluefni gegn HIV bráðlega prófað á mönnum

Kanadískir vísindamenn hafa fengið grænt ljós á að prófa bóluefni sem þeir hafa þróað gegn HIV veirunni á mönnum. Verkefnið mun að sögn Sky fréttastofunnar hefjast í næsta mánuði en bandaríska lyfjaeftirlitið veitti leyfið.

Erlent

Þúsundir vottuðu Havel virðingu sína

Þúsundir Tékka gengu í dag á eftir líkkistu Vaclavs Havels fyrrverandi forseta landsins þegar kistan var flutt í Prag-kastala þar sem hún verður fram að útför Havels næstkomandi föstudag.

Erlent

Sænskir blaðamenn fundnir sekir í Eþíópíu

Eþíópskir dómstólar hafa fundið tvo sænska karlmenn seka um stuðning við hryðjuverk. Blaðamennirnir Johan Persson og Martin Schibbye voru handsamaðir fyrir sex mánuðum í átökum uppreisnarmanna og hersveita í landinu.

Erlent

Ferðmannaaukning á heimsendaári í Mexíkó

Sumir trúa því að Mayar hafi spáð fyrir um heimsenda þann 21. desember á næsta ári. En ólíkt áhugamönnum um dómsdag hafa íbúar í hjarta fornu Maya-byggðarinnar hafið 12 mánaða fögnuð þar sem menningarheims Maya er minnst.

Erlent

Fyrsta sýnishornið úr The Hobbit opinberað

Tolkien aðdáendur víða um fagna því fyrsta sýnishorn úr kvikmyndinni The Hobbit hefur verið opinberað. Kvikmyndinni er beðið með mikilli eftirvæntingu enda naut Hringadrottinssaga gríðarlega vinsælda.

Erlent

Árið gert upp hjá Youtube

Það var margt sem gerðist á árinu 2011. Margt af því náðist á myndband og hefur nú ein Youtube.com, ein vinsælasta síða í heiminum tekið saman það helsta sem hlaðið var inn á síðuna á árinu.

Erlent

Filipseyingar hefja enduruppbyggingu

Íbúar á hamfarasvæðunum í Filippseyjum hófu í dag að endurreisa heimili sín og innviði samfélags síns eftir að hitabeltisstormurinn Washi reið yfir landið um helgina. Tala látinna er nú kominn yfir 1.000 manns og enn er margra saknað.

Erlent

Sonurinn sagður vera goðumlíkur leiðtogi

Kim Jong-un tekur við einu einangraðasta og fátækasta ríki heims af föður sínum. Her landsins er hins vegar fjölmennur og Norður-Kórea telst formlega vera kjarnorkuveldi, þótt lítið sé vitað um raunverulega getu landsins í hernaði.

Erlent

Tugir milljóna manna glíma við alvarleg fíkniefnavandamál

Sameinuðu þjóðirnar áætla að á milli 15 og 39 milljónir manna í heiminum eigi við alvarleg vandamál að stríða vegna fíkniefnaneyslu. Milli þrjú og sex prósent af öllum jarðarbúum hafa neytt ólöglegra fíkniefna að minnst kosti einu sinni á þessu ári.

Erlent

Fuglaflensa aftur komin upp í Hong Kong

Fuglaflensan H5N1 hefur aftur skotið upp kollinum í Hong Kong. Dauður kjúklingur reyndist smitaður af flensunni og í framhaldinu verður um 17.000 kjúklingum slátrað í borginni í dag.

Erlent

Tórínó-klæðin gætu verið ekta

Vísindamenn á Ítalíu hafa varpað nýju ljósi á ráðgátuna um líkklæði Krists sem jafnan eru kennd við borgina Tórínó þar sem þau eru til sýnis.

Erlent

Pútín vart lengur öruggur í sessi

Stjórnarandstaðan í Rússlandi fékk byr undir báða vængi í kjölfar þingkosninganna, sem vafi leikur á hvort voru fullkomlega marktækar. Enginn öflugur mótframbjóðandi gegn Pútín virðist þó vera í sjónmáli enn sem komið er fyrir forsetakosningarnar í mars.

Erlent

Mótmæltu framkomu hermanna

Um tíu þúsund egypskar konur mótmæltu á Frelsistorginu í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, í gær. Þær mótmæltu framkomu og ofbeldi hermanna gagnvart þeim í mótmælum undanfarna daga, þar sem þeir drógu kvenkyns mótmælendur meðal annars um á hárinu, auk þess sem ein kona var afklædd og barin.

Erlent