Erlent

Tveir handteknir í Tulsa

Lögreglan í Oklahoma í Bandaríkjunum hefur handtekið tvo menn sem grunaðir eru um að hafa skotið fimm manns á föstudagskvöldið, þar af þrjá til bana, í borginni Tulsa.

Erlent

Páfi messar á Péturstorgi í dag

Benedikt Páfi 16. heldur páskamessu sína á Péturstorgi í Páfagarði í dag. Í aftanmessu sinni í gær sagði Páfi að skuggi hafi fallið á gjörvallt mannkyn á síðustu árum.

Erlent

135 látnir í Kasmír

Talið er að 135 hafi látist í snjóflóðinu í Kashmír fyrr í dag. Talsmaður pakistanska hersins staðfesti þetta í viðtali breska ríkisútvarpið.

Erlent

Oxford og Cambridge mættust í undarlegri róðrakeppni

Hin árlega róðrakeppni Oxford- og Cambridge háskólanna í var haldin í 158. skipti í Lundúnum í dag. Keppnin var vægast sagt sérstök þetta árið enda þurfti að endurræsa liðin eftir að grunlaus sundmaður birtist í Thames-ánni.

Erlent

Ban gagnrýnir stjórnvöld í Sýrlandi

Ban Ki-moon, framkvæmdarstjóri Sameinuðu Þjóðanna, gagnrýnir yfirvöld í Sýrlandi fyrir að herða árásir sínar gegn andspyrnumönnum í aðdraganda vopnahlés sem samið hefur verið um.

Erlent

Seldi nýrað úr sér fyrir iPhone og iPad

Skurðlæknir og fjórir aðrir menn hafa verið handteknir í Kína fyrir að hafa lokkað pilt til þess að láta fjarlægja úr sér nýrað. Hann keypti sér iPhone og iPad fyrir söluandvirðið, eftir því sem kínverska fréttastofan Xinhua greinir frá. Pilturinn er sautján ára gamall og er kallaður Wang. Hann mun vera alvarlega veikur eftir að nýrað var fjarlægt og versnar ástand hans stöðugt.

Erlent

Óttast að nýr raðmorðingi sé kominn á kreik í Frakklandi

Óttast er að raðmorðingi sé að verkum í Frakklandi eftir að fjögur morð hafa verið framin frá því í nóvember. Morðin voru öll framin í París eða í nágrenni við París og leikur grunur á að þau hafi öll verið framin með sömu byssunni. Síðast var morð framið á fimmtudaginn. Innanríkisráðherrann Claude Gueant hét því að allt yrði gert til þess að leysa málið. Morðinginn flúði á mótorhjóli eftir hvert skiptið, eins og morðinginn í Toulouse en ekki hafa verið gefnar upp neinar ástæður fyrir morðunum.

Erlent

Bandarísk herþota hrapaði

Bandarísk F18 herþota hrapaði fyrir stundu á fjölfarinn veg í Virginíu. Þetta hefur Fox fréttastofan eftir heimildarmanni bandaríska flugumferðareftirlitsins. Björgunarlið frá hernum, og lögreglan í Virginíufylki hafa öll sent fjölmennt lið á staðinn vegna slyssins. Mikill reykur sést á myndavélum umferðareftirlitsins.

Erlent

Minnast fórnarlamba stríðsins í fyrrum Júgóslavíu

Íbúar í Sarajevo minnast þess þessa dagana að tuttugu ár eru liðin síðan að stríðið í Bosníu-Hersegóviníu hófst. Um var að ræða mestu þjóðernishreinsanir í Evrópu frá Seinni heimsstyrjöld. Stríðið hófst í apríl 1992 þegar Júgóslavía var að liðast í sundur. Um 100 þúsund manns voru drepnir og um helmingur þjóðarinnar neyddist til að yfirgefa heimili sín á fjögurra ára stríðstímabili.

Erlent

Láta krossfesta sig á Filippseyjum

Heittrúaðir kaþólikkar á Filippseyjum láta krossfesta sig í dag til þess að minnast pínu krists. Kaþólska kirkjan fordæmir athæfi þeirra en ferðamenn hafa flykkst að landinu til þess að verða vitni að því sem þarna fer fram.

Erlent

Föstudagurinn langi er helgidagur á Kúbu

Föstudagurinn langi er helgidagur á Kúbu núna í fyrsta sinn í marga áratugi. Ákvörðun um það var tekin eftir að Benedikt sextándi páfi heimsótti Kúbu í síðustu viku. Hefðbundnir helgidagar voru afnumdir á Kúbu eftir byltinguna 1959 og afar fáir leggja rækt við trú þar í landi. Engu að síður er Kirkjan áhrifamesta stofnun landsins á eftir kommúnistastjórninni.

Erlent

Forseti Malaví látinn

Bingu wa Mutharika, forseti Malaví og fyrrverandi hagfræðingur í Alþjóðabankanum, er látinn úr hjartaslag. Þetta hafa fréttamiðlar eftir lækni og stjórnmálamönnum í Malaví, en ekki er búið að tilkynna andlát hans opinberlega. Forsetinn hneig niður á skrifstofu sinn í höfuðborginni Lilongwe í gær. Hann var samstundis fluttur á spítala en hann var látinn þegar þangað var komið. Óvíst er hver tekur við af Mutharika á forsetastóli.

Erlent

Framhald um Joseph Kony komið á netið

Bandaríski aðgerðarsinnahópurinn, Invisible Children, hafa gert framhald heimildarmyndarinnar um Joseph Kony. Fyrri myndin varð heimsfræg á svipstundu en yfir 100 milljónir horfðu á myndina á netinu. Hún var hinsvegar harðlega gagnrýnd í kjölfarið fyrir að eindfalda ástandið í Úganda og láta eins og þar geisaði enn borgarastyrjöld. Það var nefnilega aldrei tekið fram í myndinni að Kony, sem er sakaður um að beita fyrir sér barnahermönnum og hneppa barnungar stúlkur í vændi, væri farinn frá Úganda og að áhrif hans væru mun minni en þegar þar ríkti ófriður.

Erlent

Ætla að sökkva japönsku draugaskipi

Bandaríska strandgæslan hyggst sökkva tæplega 200 feta löngu japönsku draugaskipi sem hefur rekið stefnulaust eftir að flóðbylgja skall á Japan í kjölfari öflugs jarðskjálfta þar í landi í mars á síðasta ári. Skipið, sem er rækjuskip, rekur stjórnlaust um 300 kílómetrum frá Sitka í Alaska-flóa.

Erlent

Mikil ólga í Grikklandi eftir sjálfsvíg

Mikil ólga er í Grikklandi eftir að 77 ára gamall karlmaður svipti sig lífi fyrir framan þinghúsið í Aþenu, höfuðborg Grikklands, en hann á að hafa skilið eftir sjálfsmorðsbréf þar sem hann sakaði ríkisstjórnina um að hafa svipt sig öllum lífeyri, því hefði hann gripið til þessa örvæntingarráðs.

Erlent

Breivik féllst á að gefa CNN einkaviðtal fyrir réttarhöld

Fjöldamorðinginn Anders Breivik hefur fallist á að gefa bandarísku fréttastofunni CNN viðtal fyrir réttarhöldin yfir honum sem eiga að hefjast 16. apríl næstkomandi. CNN staðfestir við NRK að þeir hafi falast eftir viðtali við fjöldamorðingjann sem myrti 77 vinstri sinnuð ungmenni í Útey síðasta sumar.

Erlent

Milljónir falskra á Facebook

Á bilinu fimm til sex prósent af Facebook-síðum sem stofnaðar hafa verið eru falskar og ekki með raunverulegan notenda að baki sér. Það þýðir að 40 til 50 milljónir sigla undir fölsku flaggi á samskiptasíðunni.

Erlent

Fleiri íslamistar teknir höndum

Franska lögreglan handtók í gær tíu róttæka íslamista í fimm borgum landsins. Í síðustu viku handtók lögreglan 13 manns í sams konar aðgerðum.

Erlent

Blóðbað stæði árum saman

„Jafnvel þótt þeir útveguðu sýrlensku uppreisnarmönnunum fullkomnasta vopnabúnað gætu þeir ekki sigrast á sýrlenska hernum,“ segir Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, um stuðning Vesturlanda og arabaríkja við uppreisnina í Sýrlandi.

Erlent