Erlent

Gæti setið inni í allt að 30 ár

Fyrrverandi landgönguliði í Bandaríkjaher á yfir höfði sér allt að 30 ára fangelsi fyrir smygl á skammbyssum til Bretlands. Maðurinn, sem heitir Steven Neal Greenoe, játaði brot sitt, en hann bíður dóms í Greenville í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Erlent

Eldur gaus upp og fólk stóð í ljósum logum

Tuttugu og fimm létu lífið þegar sprengja sprakk á markaði í Pakistan, nærri landamærum Afganistan, í gær. Árásinni var beint að herliði sem berst við talibana í Pakistan. Að sögn yfirvalda er árásin sú mannskæðasta í nokkra mánuði.

Erlent

Fæddist með líffæri sín utan kviðarholsins

Það varð fljótt ljóst að meðganga Kelly Davis yrði ekki hefðbundin. Læknar tilkynntu henni að ófæddur sonur hennir væri haldinn sjaldgæfum fæðingargalla sem leiddi til þess að líffæri hans mynduðust utan á líkama hans.

Erlent

Ný eyja hefur myndast í Rauðahafi

Ný eyja hefur myndast í Rauðahafi. Neðansjávareldgos hófst í desember á síðasta ári og hefur nú ný eyja risið úr sæ tæpum 60 kílómetrum utan við strendur Jemen.

Erlent

Ljón reyndi að gæða sér á þriggja ára stúlku

Þriggja ára stúlka gaf lítið fyrir skapsveiflur ljóns er þau horfðust í augu í dýragarði í Nýja-Sjálandi. Karldýrið reyndi á endanum að hrifsa stúlkuna til sín en til allrar hamingju var styrkt gler á milli þeirra.

Erlent

Flóðbylgjuviðvörun aflétt í Indónesíu

Yfirvöld í Indónesíu hafa aflétt flóðbylgjuviðvörun en ekki er lengur talin hætta á að flóðbylgja muni skella á ströndum Súmötru eftir að öflugur jarðskjálfti reið yfir eyjuna seinnipartinn í dag.

Erlent

Fljóðbylgjuviðvörun í Indónesíu

Yfirvöld í Indónesíu hafa gefið út flóðbylgjuviðvörun eftir að öflugur jarðskjálfti átti sér stað við eyjuna Súmötru. Skjálftinn var 7.3 stig að stærð.

Erlent

Fái ekki að kaupa áfengi

Meirihluti Dana vill hækka áfengiskaupaaldur í átján ár, ef marka má nýja skoðanakönnun. Unglingar mega nú kaupa áfengi í verslunum frá sextán ára aldri.

Erlent

Aukinn hagvöxtur í forgangi í Evrópu

Aukinn hagvöxtur á evrusvæðinu er algjört forgangsmál til að komast út úr kreppunni. Þetta sögðu Angela Merkel, kanslari Þýskalands, og Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands, á blaðamannafundi í Berlín í gær.

Erlent

Brostið hjarta getur leitt til hjartaáfalls

Vísindamenn hafa komist að því að harmur getur leitt til hjartaáfalls. Nýleg rannsókn gefur til kynna að þeir sem ganga í gegnum mikla sorg eru 21 sinnum líklegri til að verða fyrir hjartaáfalli stuttu eftir harmleikinn.

Erlent

Selur son sinn á Facebook

Faðir í Sádí-Arabíu hefur ákveðið að selja son sinn á samskiptasíðunni Facebook. Maðurinn fer fram á 20 milljónir dollara fyrir piltinn.

Erlent

Forseti Gíneu-Bissá látinn

Malam Bacai Sanha, forseti Gíneu-Bissá, lést á Val de Grace hersjúkrahúsinu í París í dag sextíu og fjögurra ára að aldri. Ekki hefur verið greint frá banameini hans en forsetinn var lagður inn á sjúkrahúsið í nóvember síðastliðnum og lá meðvitundarlaus í nokkra daga áður en hann lést. Sanha hefur verið heilsuveill síðustu ár en hann tók við forsetisembættinu árið 2009, þegar forveri hans Joao Bernardo Vieira var ráðinn af dögum.

Erlent

Smygluðu sprengju inn á Ólympiusvæðið

Breskum lögreglumönnum tókst að smygla gervisprengju inn í Ólympíugarðinn í Lundúnum í dag. Sprengjunni var smyglað til þess að kanna öryggisgæslu á staðnum, en í dag eru 200 dagar þangað til Ólympíuleikarnir verða settir.

Erlent

Fjöldi fólks vill hitta Breivik

Anders Behring Breivik, fjöldamorðinginn í Noregi, fær á morgun leyfi til þess að fá gesti í gæsluvarðhaldfangelsið í fyrsta sinn síðan hann var handtekinn. Ástæðan er sú að saksóknarar í málinu fóru ekki fram á áframhaldandi einangrun. Með því mun Breivik í fyrsta sinn geta veitt fjölmiðlum viðtöl frá því að hann myrti 77 manns seinni partinn í júlí í fyrra.

Erlent

Bandaríkjamaður dæmdur til dauða í Íran

Bandarískur maður af írönsku bergi brotinn hefur verið dæmdur til dauða fyrir njósnir af dómstól í Teheran, höfuðborg Írans. Hinn 28 ára gamli Amir Mirzai Hekmati er sagður vera njósnari á vegum CIA og var hann handtekinn í desember.

Erlent