Erlent

Alvarlegt rútuslys í Japan - voru á leiðinni í Disney-skemmtigarðinn

Disney-garðurinn í Japan.
Disney-garðurinn í Japan.
Sjö létust og þrjátíu og átta slösuðust, þar af þrettán alvarlega, í rútuslysi í Japan í morgun. Slysið átti sér stað á hraðbraut fyrir norðan Tókíó en farþegarnir voru flestir á leið í Disney-skemmtigarðinn.

Talið er að ökumaðurinn hafi misst stjórn á rútunni með þeim afleiðingum að hún skall á brúarstólpa og rifnaði í sundur. Sex konur á þrítugsaldri létust í slysinu og einn karlmaður á fimmtugsaldri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×