Erlent

Herskáir íslamistar réðust inn í háskóla í Nígeríu

Lögreglan í Nígeríu. Myndin er úr safni.
Lögreglan í Nígeríu. Myndin er úr safni.
Byssumenn hafa ráðist á háskólann í nígerísku borginni Kano auk þess sem sprengjur hafa sprungið nærri háskólanum. Samkvæmt frétt BBC stendur árásin enn yfir en talið er að árásin beinist að kristnum stúdentum í skólanum.

Engar fregnir liggja fyrir um mannfall en greint er frá því á vef BBC að einhverjir nemar hafi særst. Enginn hefur lýst yfir ábyrgð vegna árásarinnar en talið er líklegt að herskáir íslamistar, sem tilheyra hópnum Boko Haram, séu að verki. Þeir stóðu á bak við sprengjutilræði í borginni í janúar síðastliðnum en þá létust 150 manns. Það er mesta mannfall sem hefur orðið í stakri árás þar í landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×