Erlent

Erlendir ríkisborgarar geta ekki lengur farið á hasskaffihús í Hollandi

Hollenskir dómstólar hafa úrskurðað að erlendir ríkisborgarar mega ekki kaupa og neyta kannabisefna á svokölluðum hasskaffihúsum í Hollandi. Landið er heimsfrægt fyrir umburðarlynda stefnu gagnvart kannabisnotkun þó það sé tæknilega séð ekki löglegt að neyta efnanna.

Kaffihúsin frægu hafa laðað til sín ferðamenn í gegnum árin, og nefnist í Hollandi fíkniefnatúrismi.

Það eru um 700 hasskaffihús í Hollandi en eigendur þeirra stefndu hollenska ríkinu til Evrópusambandsins á þeim forsendum að það væri ekki hægt að mismuna borgurum innan ESB á þessum grundvelli. Niðurstaðan varð engu að síður sú sama, erlendir ríkisborgarar fá ekki að kaupa kannabisefni frá og með 1. maí, sem er á næsta þriðjudag.

Kaffihúsin eru nokkuð umdeild á meðal íbúa í Hollandi. Þá vilja margir meina að bein afleiða af kaffihúsunum sé aukin neysla á harðari fíkniefnum, auk þess sem nokkuð hefur borið á því að einstaklingar kaupi mikið magn kannabisefna og smygli yfir landamærin.

Kaffihúsin verða áfram opin en er gert að breyta sér í einkaklúbba. Þannig geta tvö þúsund manns verið meðlimir í klúbbunum, en hver og einn þarf að fá nokkurskonar hasspassa til þess að kaupa fíkniefnið. Búist er við að kaffihúsaeigendurnir gefist ekki upp, heldur áfrýji málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×