Erlent

Breskur læknir afhöfðaður í Pakistan

Khalil Rasjed Dale
Khalil Rasjed Dale Skjáskot af Sky news
Breskur læknir, sem hefur verið í haldi mannræningja frá því í janúar, fannst látinn í pakistönsku borginni Quetta.

Lík Khalil Rasjed Dale, sem var afhöfðað, fannst vafið í plast í vegkanti í útjaðri borgarinnar. Nafn Dale hafði verið ritað á plastið með svörtum tússpenna en mannræningjarnir skildu jafnframt eftir skilaboð þar sem þeir sögðust hafa drepið lækninn þar sem hann gat ekki greitt lausnargjald. Bresk stjórnvöld eru sögð hafa reynt að fá Dale úr haldi án árangurs.

Rauði krossinn hefur fordæmt morðið og sent vinum og fjölskyldu Dale samúðarkveðju, en það hefur William Hague, utanríkisráðherra Bretlands einnig gert.

Dale var sextugur og starfaði á vegum Rauða Krossins í Quetta þegar honum var rænt af heimili sínu. Hann vann við hjálparstörf í mörg ár þar á meðal í Afganistan, Írak og Sómalíu að því er fréttastöð Sky greinir frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×