Erlent

Rangt að lækka bætur til dauðvona einstaklinga

Hæstiréttur Danmerkur hefur dæmt að rangt hafi verið að lækka bætur til 31 árs konu vegna læknamistaka á þeirri forsendu að hún ætti ekki langt eftir. Konan fékk brjóstakrabbamein en læknum yfirsást meinið sem dreifðist, samkvæmt fréttavef Politiken.

Erlent

Skrapp óvart til Íslands

Pólskur eftirlaunaþegi ætlaði að bregða sér í heimsókn frá Hirtshals í Danmörku til Kristjánssands í Noregi. Fyrir ótrúleg mistök var hann sendur um borð í Norrænu og siglt til Íslands.

Erlent

Dingóar námu Azariu á brott

Eftir 32ja ára þrautagöngu var léttir hinnar áströlsku Lindy Chamberlain-Creighton mikill í gær þegar hún var endanlega hreinsuð af ásökunum um að hafa valdið dauða dóttur sinnar árið 1980.

Erlent

Fyrsta kínverska konan í geimnum

Kínverjar munu senda fjórða mannaða geimfar landsins út í geim á morgun. Ein kona verður um borð og verður þar með fyrsta kínverska konan í geimnum.

Erlent

Síðasti sarin-hryðjuverkamaðurinn handtekinn

Lögreglan í Japan hefur handtekið síðasta meðlim sértrúarsafnaðarins og hryðjuverkasamtakanna Aum Shinrikyo sem eftirlýstur var fyrir sarín eiturgasárásina í lestarkerfi Tókýó fyrir 17 árum síðan. Í þeirri árás fórust 13 manns.

Erlent

Forseti Kína skoðar Litlu hafmeyjuna í dag

Opinber heimsókn Hu Jintao forseta Kína heldur áfram í Danmörku í dag. Dagurinn hefst á því að forsetinn situr dansk-kínverska ráðstefnu í Moltke höll en síðan verður farið í skoðunarferð um Kaupmannahöfn.

Erlent

Stjórnin tapar miklu fylgi

Stjórnarflokkarnir í Danmörku fá herfilega útreið í nýrri skoðanakönnun og mikil óánægja er með störf forsætisráðherrans Helle Thorning-Schmidt.

Erlent

Setti heimsmet fyrir andlátið

Dauð leðurblaka sem hjón fundu í kofa sínum í Finnmörk í Norður-Noregi fyrir skömmu hefur sennilega sett heimsmet rétt áður en hún drapst. Aldrei áður hefur leðurblaka fundist svo norðarlega. Kofinn er í Bekkarfjord rétt hjá nyrsta odda Noregs og um leið Evrópu.

Erlent

Danir og Kínverjar semja um viðskipti

Danmörk og Kína undirrita 35 samninga og viðskiptasamninga upp á 18 milljarða danskra króna á meðan á opinberri heimsókn forseta Kína, Hu Jintao, til Danmerkur stendur.

Erlent

Sögulegur landvinningur Coca-Cola

Stærsti gosdrykkjaframleiðandi veraldar, Coca-Cola, mun hefja innflutning og sölu á gosdrykknum sívinsæla í Myanmar (áður Búrma) á næstu vikum.

Erlent

Assange verður framseldur

Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, verður framseldur til Svíþjóðar vegna meintra kynferðisbrota þar í landi. Hæstiréttur Bretlands hafnaði beiðni hans um að taka framsalsbeiðni fyrir að nýju.

Erlent

Banvænt vatn á Gaza

Drykkjarvatn á Gaza er svo mengað að það er banvænt. Þetta kemur fram í skýrslu sem unnin var fyrir Barnaheill og Læknahjálp Palestínumanna.

Erlent

Ray Winstone í Noah

Bresk leikarinn Ray Winstone hefur bæst við leikhópinn í fyrrihugarði stórmynd Darrens Aronofsky, Noah, sem stefnt er að tekin verði upp að hluta til á Íslandi í sumar. Russell Crowe fer með aðalhlutverkið en Jennifer Conelly hefur verið orðuð við aðalkvenhlutverkið. Vefútgáfa Guardian greinir frá þessu.

Erlent

Rigningin stöðvaði átökin tímabundið

Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar, kom til landsins í gær til að kynna sér ástandið í Rakhine-héraði, þar sem blóðug átök trúarhópa hafa geisað síðustu daga. Sagt er að 21 hafi látið lífið í átökum þar síðan á föstudag.

Erlent

Sprenging í stálveri kostar 11 manns lífið

Mjög öflug sprenging í indversku stálveri hefur kostað a.m.k. 11 manns lífið og 16 aðrir starfsmenn versins liggja á gjörgæsludeild. Sumir þeirra slösuðu eru svo illa farnir að búist er við að tala látinna eigi eftir að hækka.

Erlent