Erlent

Fyrsta kínverska konan í geimnum

BBI skrifar
Mynd úr safni.
Mynd úr safni. Mynd/AFP
Kínverjar munu senda fjórða mannaða geimfar landsins út í geim á morgun. Ein kona verður um borð og verður þar með fyrsta kínverska konan í geimnum.

Liu Yang er 33 ára orrustuflugmaður. Hún verður um borð í geimfarinu ásamt tveimur öðrum geimförum. Geimfarið verður sent út í tilraunageimstöðina Tiangong 1. Þar munu geimfararnir framkvæma vísindalegar tilraunir.

Umfjöllun BBC um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×