Erlent

Twittar um homma og gyðinga í nafni Svíþjóðar

BBI skrifar
Mynd af twittersíðu Sonju.
Mynd af twittersíðu Sonju. Mynd/Twitter
Sænska ríkisstjórnin heldur úti Twitter-síðunni @sweden og leyfir sænskum borgara að stýra síðunni eina viku í senn. Stjórnandinn í þessari viku hefur vakið athygli umheimsins með óviðeigandi færslum.

Sænska ríkisstjórnin byrjaði á þessu áhugaverða verkefni í desember síðastliðnum. Á Twitter leyfir hún einum sænskum borgara að segja hvað sem honum dettur í hug í nafni Svíþjóðar eina viku í senn. Að henni lokinni sendir stjórninn aðganginn á nýjan borgara.

27 ára móðirin Sonja, sem stýrir síðunni í þessari viku, hefur stýrt henni á vafasamar slóðir með færslum um gyðinga og homma. Aðstandendur síðunnar vilja ekki grípa fram fyrir hendurnar á henni.

„Það er mikilvægt að leyfa fólki gera þetta eins og það vill," segja þeir. „Svíar eru ekki hrifnir af ritskoðun og ef við færum að eyða ákveðnum færslum af síðunni hennar væri um ritskoðun að ræða."

Sonja hefur meðal annars spurt spurninga eins og „Af hverju eru allir svo æstir út af gyðingum? Maður getur ekki einu sinni séð hvort einstaklingur er gyðingur, nema maður sjái typpið á honum, og jafnvel þó svo þá getur maður ekki verið viss!?"

Einnig birti hún mynd af jarðaberjum og Freddy Mercury, söngvara Queen, og kallaði hana „svangur hommi með alnæmi".

Verkefnið var upphaflega hugsað til að vekja athygli ferðamanna á Svíþjóð og kynna landið fyrir umheiminum eins og það raunverulega er. Í þessari viku hefur það hins vegar frekar vakið hneykslun en aðdáun.

Hér má fylgjast með færslum Sonju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×