Erlent

Gífurleg spenna í Grikklandi, sala á skotvopnum eykst

Gífurleg spenna ríkir í Grikklandi fyrir þingkosningarnar sem haldnar verða þar um helgina.

Í þeim ræðst hvort Grikkland yfirgefi evrusvæðið og taki upp drökmuna að nýju en flestir telja að slík niðurstaða myndi þýða miklar hörmungar fyrir grísku þjóðina.

Í frétt um málið á börsen er haft eftir vopnasala í Aþenu að sala á skotvopnum hjá honum hafi aukist um 60% á síðustu dögum.

Í grískum fjölmiðlum er staðhæft að fulltrúar frá stórbönkum í Evrópu sitji nú á fundum með auðugum Grikkjum á lúxushótelherbergjum í Aþenu þar sem samið er um flutning á fjármagni Grikkjanna úr landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×