Erlent

Forseti Kína skoðar Litlu hafmeyjuna í dag

Opinber heimsókn Hu Jintao forseta Kína heldur áfram í Danmörku í dag. Dagurinn hefst á því að forsetinn situr dansk-kínverska ráðstefnu í Moltke höll en síðan verður farið í skoðunarferð um Kaupmannahöfn.

Í henni verður m.a.farið í siglingu með Dannebrog snekkju dönsku konungsfjölskyldunnar þar sem Litla hafeyjan verður skoðuð. Deginum lýkur svo með kvöldverði í Christiansborg.

Danir eru mjög spenntir fyrir heimsókn forsetans enda reiknað með að skrifað verði undir fjölda viðskiptasamninga milli Dana og Kínverja og er andvirði þeirra er talið nema 18,5 milljörðum danskra kr, eða um 400 milljörðum kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×