Erlent

Síðasti sarin-hryðjuverkamaðurinn handtekinn

Lögreglan í Japan hefur handtekið síðasta meðlim sértrúarsafnaðarins og hryðjuverkasamtakanna Aum Shinrikyo sem eftirlýstur var fyrir sarín eiturgasárásina í lestarkerfi Tókýó fyrir 17 árum síðan. Í þeirri árás fórust 13 manns.

Þar með hefur lögreglunni tekist að handtaka alla þá meðlimi safnaðarins sem eftirlýstir voru vegna árásarinnar eða samtals um 200 manns. Af þessum fjölda hafa 13 þegar verið teknir af lífi eða bíða aftöku í Japan þar á meðal leiðtogi safnaðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×