Erlent

Mikil reiði og mótmæli í Egyptalandi

Mikil reiði ríkir í Egyptalandi og mótmæli voru víða í landinu í gærkvöldi og nótt vegna þess að herinn hefur tekið aftur við völdum í landinu.

Þetta gerðist í gærdag í kjölfar þess að hæstiréttur landsins úrskurðaði að þingkosningarnar í landinu væru ólöglega og að neðri deild þingsins skuli leyst upp.

Talsmenn Íslamska bræðralagsins hafa boðað aðgerðir en stjórnmálaflokkur þeirra náði flestum mönnum á þing í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×