Erlent

Hellateikningar á Spáni eru yfir 40.000 ára gamlar

Hellateikningar á Spáni eru taldar mun eldri en áður var talið. Með nýrri tækni í aldursgreiningu kemur í ljós að nokkrar þessara teikninga eru yfir 40.000 ára gamlar.

Það þýðir að þær gætu hafa verið gerðar af Neanderthals mönnum en ekki nútímamönnum enda kom nútímamaðurinn ekki til Evrópu fyrr en fyrir tæpum 40.000 árum og útrýmdi þá Neanderthals mönnunum.

Vísindamenn sem rannsakað hafa teikningarnar ætla að taka fleiri sýni af þeim til að kanna hvort einhverjar þeirra séu jafnvel enn eldri en rúmlega 40.000 ára gamlar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×