Erlent

Assange verður framseldur

BBI skrifar
Stofnandi Wikileaks, Julian Assange, verður framseldur til Svíþjóðar vegna meintra kynferðisbrota þar í landi. Hæstiréttur Bretlands hafnaði beiðni hans um að taka framsalsbeiðni fyrir að nýju.

Dómstóllinn hafði áður komist að því að framselja bæri Assange. Eftir það fékk lögmaður Assange frest til að kanna hvort fjölþjóðasamningar hefðu verið rétt túlkaðir í málinu og hvort byggt hefði verið á lagagreinum sem ekki komu fram fyrir dómi. Það telst fremur óvenjulegt.

Nú hefur Hæstiréttur Bretlands staðfest niðurstöðu sína og Assange hefur ekki möguleika á að hnekkja henni lengur. Hann gæti hins vegar farið með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu.

Framsalsaðgerðir mun ekki hefjast fyrr en eftir tvær vikur hið fyrsta.

Umfjöllun BBC um málið.


Tengdar fréttir

Assange fær tækifæri til að hnekkja framsalsúrskurði

Deilan um framsal Julian Assange, stofnanda Wikileaks, virðist stefna í aðra umferð fyrir Hæstarétti Bretlands eftir að lögmenn hans fengu fjórtán daga frest til að leggja fram nýjar röksemdir í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×