Erlent

Rangt að lækka bætur til dauðvona einstaklinga

Kaupmannahöfn.
Kaupmannahöfn.
Hæstiréttur Danmerkur hefur dæmt að rangt hafi verið að lækka bætur til 31 árs konu vegna læknamistaka á þeirri forsendu að hún ætti ekki langt eftir. Konan fékk brjóstakrabbamein en læknum yfirsást meinið sem dreifðist, samkvæmt fréttavef Politiken.

Stofnunin sem úrskurðaði bætur til konunnar vegna mistakanna, Patientskadenævnet, lækkaði þær um þriðjung vegna þess hversu stutt konan ætti eftir. Bætur til fleiri sjúklinga hafa verið lækkaðar af sömu ástæðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×