Erlent

Hrói höttur á sveimi í bænum Braunschweiger

Óþekktur Hrói höttur er á sveimi í bænum Braunschweiger í Neðra Saxlandi. Þessi einstaklingur hefur dreift hátt í 200.000 evrum á leynilegan hátt til ýmissa góðgerðarstofnana., kirkna og líknarstofnanna í bænum á undanförnum dögum.

Erlent

Ofurþriðjudagur er í dag hjá Repúblikönum

Hinn svokallaði ofurþriðjudagur er í dag í prófkjörum Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum. Kosið verður í 10 ríkjum og geta úrslitin í þeim ráðið miklu um hver verður forsetaefni flokksins í kosningunum í haust.

Erlent

Romney spáð velgengni áfram

Mitt Romney gerir sér vonir um að styrkja stöðu sína í forkosningum Repúblikanaflokksins enn frekar í dag, þegar kosið verður í tíu ríkjum samtímis.

Erlent

Fjöldi manns í mótmælum

Alvarlegir ágallar á framkvæmd forsetakosninganna í Rússlandi færa andstæðingum Vladimírs Pútín vopn í hendur. Opinber talning segir hann hafa fengið nærri 64 prósent atkvæða.

Erlent

Sterkustu börn í heimi?

Tveir bræður frá Rúmeníu eru eflaust sterkustu börn í heimi en þeir eru einungis fimm og sjö ára. Giuliano og Claudiu Stroe byrjuðu að stunda lyftinga þegar þeir voru tveggja ára gamlir en það er pabbi þeirra sem hefur látið þá lyfta lóðum reglulega. Styrkurinn hjá þeim er hreint út sagt ótrúlegur og í raun ótrúverðugt að svona ungir piltar geti haft svona mikinn styrk. Það eru þó ekki allir sem eru ánægðir með það hversu sterkir bræðurnir eru og hafa ýmsir gagnrýnt að ekki sé hollt fyrir svona litla og unga skrokka að lyfta mikið. En myndband af bræðrunum hefur slegið í gegn á netinu og hægt er að horfa á það með því að smella á meðfylgjandi hlekk.

Erlent

Þjóðarsorg í Póllandi

Bronislav Komorowski, forseti Póllands, hefur lýst yfir þjóðarsorg í landinu í dag og á morgun vegna lestarslyssins um helgina þar sem 16 manns létu lífið og fjöldi manna slasaðist.

Erlent

Fjöldi ábendinga um kosningasvik í Rússlandi

Þegar hafa borist hátt í 4.000 ábendingar um kosningasvik í rússnesku forsetakosningunum frá eftirlitsmönnum með kosningunum. Vladimir Putin vann öruggan sigur í kosningunum með 60% atkvæða og verður forseti Rússlands næstu sex árin.

Erlent

Tvær lestir mættust á teinunum

Að minnsta kosti sextán manns létust og nærri sextíu slösuðust, sumir lífshættulega, í versta lestarslysi sem orðið hefur í Póllandi í meira en tvo áratugi.

Erlent

Pútín hefur aftur hreppt forsetaembætti Rússlands

Vladimír Pútín sigraði í forsetakosningum í Rússlandi í gær og fékk um það bil 60 prósent atkvæða. Útgönguspár höfðu talið að hann fengi 58 til 59 prósent, en samkvæmt fyrstu opinberu tölum úr atkvæðatalningu fékk hann um 63 prósent.

Erlent

Kusu uppreisnarmenn til valda

Tveir uppreisnarleiðtogar í þorpinu Wukan í Kína voru kosnir til valda á laugardaginn, fáeinum mánuðum eftir að þeir voru handteknir fyrir að efna til fjölmennra mótmæla í þorpinu.

Erlent

"Hernaðaraðgerðir gegn Íran eru raunhæfur valkostur"

Barack Obama, Bandaríkjaforseti, sagði í dag að hernaðaraðgerðir gegn Íran af hálfu Bandaríkjanna séu raunhæfur valkostur. Obama mun funda með Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael á morgun og munu þeir ræða um ástandið í Íran.

Erlent

Japani þróar "mál-truflara"

Japanskir vísindamenn hafa þróað tæki sem getur þaggað niður í fólki af allt að 30 metra færi. Vísindamennirnir hafa nú þegar hannað frumgerð tækisins en vonast til að hefja fjöldaframleiðslu á næstu árum.

Erlent

Hörð átök í Jemen

Til átaka kom milli jemenskra hermanna og vígamanna sem hliðhollir eru hryðjuverkasamtökunum al-Qaeda í suðurhluta Jemen í dag.

Erlent

Mikið mannfall eftir sprengingu í Kongó

Að minnsta kosti 150 eru látnir eftir að vopnabyrgi sprakk í loft upp í Brazzaville, höfuðborg Vestur-Kongó. Talið er að um 1.500 hafi slasast í sprengingunni, þar af eru margir alvarlega særðir.

Erlent

Loftsteinn hrapaði yfir Englandi

Fregnir af risavöxnum eldhnetti sem ferðaðist yfir norður Skotland og suður England bárust í nótt. Fjöldi símtala bárust lögregluyfirvöldum á svæðunum og óttaðist fólk að flugvél hefði hrapað.

Erlent

Romney sigraði í Washington

Mitt Romney styrkti stöðu sína í kapphlaupinu um útnefningu forsetaefnis Repúblikanaflokkksins vestanhafs en hann sigraði í forvali flokksins í Washington-fylki í gær.

Erlent

Kosið í Rússlandi og Íran

Forsetakosningar fara nú fram í Rússland. Vladimír Pútin sækist á ný eftir kjöri en hann sat í forsetastól á árunum 2000 til 2008.

Erlent

Lík fréttamanna flutt til Damaskus

Sendiherra Frakklands í Sýrlandi og fulltrúi frá pólska sendiráðinu hafa tekið við líki bandarísku fréttakonunnar Marie Colvin en hún lést við skyldustörf í borginni Homs fyrr í mánuðinum.

Erlent