Erlent

Stórlega dregið úr barnadauða í heiminum

Stórlega hefur dregið úr barnadauða á heimsvísu og marktækur árangur náðst við að ráðast gegn helstu þáttum sem valda honum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna og UNICEF á Íslandi vekur athygli á.

Erlent

Réðust inn í sendiráð Bandaríkjanna í Jemen

Mótmælendur hafa ráðist inn í sendiráð Bandaríkjanna í Sana höfuðborg Jemen. Lögreglan hóf skothríð á mannfjöldann en tókst ekki að koma í veg fyrir að nokkrir þeirra náðu inn í snediráðbygginguna auk þess að kveikja í bílum sem stóðu fyrir utan hana.

Erlent

Bandarísk sérsveit send til Líbíu

Christopher Stevens, sendiherra Bandaríkjanna í Líbíu, lét lífið í fyrrinótt í árás á sendiráðið í Bengasí. Vopnaðir menn réðust inn á sendiráðslóðina, skutu á byggingar og köstuðu heimatilbúnum sprengjum.

Erlent

Tveir þriðju karla reykja

Hvergi í heiminum reykja karlar meira en í Indónesíu. Tveir af hverjum þremur körlum eldri en fimmtán ára stunda þar reykingar. Alls búa 80 prósent landsmanna á heimilum þar sem reykt er.

Erlent

Hvatt til allsherjarverkfalls

Þúsundir námuverkamanna fögnuðu ákaft þegar Julius Malema, fyrrverandi leiðtogi ungliðahreyfingar Afríska þjóðarráðsins, hvatti til allsherjarverkfalls námuverkamanna í landinu.

Erlent

Ástarlásar fjarlægðir af brúnni

Verið er að fjarlægja þúsundir hengilása af brúnni Ponte Milvio sem liggur yfir ánna Tíber í Róm á Ítalíu. Lásarnir eru kallaði ástarlásar en það hefur verið venja hjá ungum pörum í Róm að hengja þessa lása utan á brúna undanfarin ár til þess að lýsa yfir eilífri ást sinni á hvort öðru.

Erlent

Ein byssa var notuð við morðin í Frakklandi

Franska lögreglan hefur upplýst að aðeins ein byssa hafi verið notuð þegar fjölskylda frá Bretlandi var myrt þar sem hún var á ferðalagi á bifreið sinni í Frakklandi í síðustu viku. Enn er ekkert vitað um ástæðu morðanna.

Erlent

Viðurkennir ekki dóminn

„Dómsúrskurðurinn er ranglátur, pólitískur, ólöglegur og ég mun ekki viðurkenna hann,“ segir Tariq al Hashemi, varaforseti Íraks.

Erlent

Lögregla leitar enn byssumanns

Lögreglan í Tulsa í Oklahoma í Bandaríkjunum hefur enn ekki fundið byssumanninn sem myrti Kristján Hinrik Þórsson fyrir utan verslun á laugardagsmorgun.

Erlent

Bílstjórinn einnig látinn

John White, þrjátíu og sjö ára gamall Bandaríkjamaður, sem særðist lífshættulega í skotárásinni í Tulsa um helgina, er látinn. White var bílstjóri bifreiðarinnar sem Kristján Hinrik Þórsson, átján ára, var farþegi í þegar vegfarandi hóf skotárás á þá. Dave Walker, varðstjóri morðdeildarinnar í Tulsa í Bandaríkjunum, staðfesti þetta við fréttastofu í kvöld.

Erlent

Íslendingur tekinn með kíló af hassi í Þrándheimi

Norska lögreglan handtók á miðvikudag íslenskan mann á þrítugsaldri með kíló af hassi í tösku á Værnesflugvelli í Þrándheimi í Noregi. Maðurinn var að koma með flugi frá Kaupmannahöfn. Maðurinn ætlaði að láta efnið af hendi í Noregi, eftir því sem fram kemur á vef bladed.no.

Erlent