Erlent

SÞ kalla heim frá Mjanmar

Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna í Rakhine-héraði í Mjanmar, sem einnig er þekkt sem Búrma, hefur verið kallað heim. Átök hafa blossað upp á milli búddatrúarmanna og múslíma á svæðinu.

Erlent

Stefnir ríkinu fyrir að drepa fjöldamorðingja

Faðir fjöldamorðingjans, Mohamed Merah, hefur stefnt franska ríkinu fyrir að "myrða“ son sinn. Merah varð alræmdur eftir að hann skaut sjö manns til baka í þremur árásum í Toulouse í Frakklandi fyrr á þessu ári. Hann var skotinn til bana af sérsveitum frönsku lögreglunnar eftir 32 tíma umsátur við heimili hans.

Erlent

Fann líffæri út á miðri gangstétt

Íbúa í Los Angeles í Bandaríkjunum brá heldur betur í brún á dögunum þegar hann gekk fram á líffæri á gangstétt í suðurhluta sýslunnar. Samkvæmt fréttastofu AP hringdi íbúinn á sunnudaginn og tilkynnti um líffærið, sem talið er að séu lungu.

Erlent

Öl er mun hollara en áður var talið

Ný rannsókn sýnir að öl er mun hollara en áður var talið. Fjallað er um málið í Daily Mail en þar kemur fram að vítamín sem aðeins finnst í humlum og þar með öli og einstöku öðrum matvælum eins og mjólk, styrkir vöðva líkamans og kemur í veg fyrir fitumyndun.

Erlent

Útiloka ekki hernaðaríhlutun

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist ekki geta útilokað hernaðar-íhlutun í Sýrlandi. Hann sagði jafnframt að ástandið þar væri farið að líkjast því sem var í Bosníu á níunda áratugnum. Hague sagði tíma alþjóðlegrar sendinefndar Kofi Annan vera að renna út. Sendinefndin reynir að semja um vopnahlé í Sýrlandi.

Erlent

Flokkur Hollandes stærstur

Búist er við því að Sósíalistaflokkur Francois Hollande, forseta Frakklands, nái meirihluta í þingkosningum sem þar fara fram þessa dagana. Fyrri umferð kosninganna var í dag og benda útgönguspár til þess að Sósíalistaflokkurinn og UMP flokkurinn séu jafnir með 35% atkvæða. Með stuðningi Græningja er Sósíalistaflokkurinn hins vegar með 40% fylgi. Önnur umferð fer fram eftir viku.

Erlent

Enn er barist vegna Pinochet

Til átaka kom í Chile í dag vegna heimildamyndar um Pinochet. Lögregla notaði táragas til að leysa upp mótmæli sem fram fóru vegna sýningar myndarinnar.

Erlent

Enn ekki nákvæmar upplýsingar um skotárásina

Skotárás varð við stúdentaíbúðir í Auburn í Alabama í Bandaríkjunum síðustu nótt. Fréttastofur af svæðinu hafa sagt að þrír hafi látið lífið og tveir aðrir slasast alvarlega. Það hefur ekki fengist staðfest með ótvíræðum hætti og lögregla hefur ekki gefið út yfirlýsingu vegna málsins.

Erlent

Sósíalistar og samherjar efstir

Útgönguspár frá Frakklandi benda til þess að Sósíalistaflokkur Francois Hollande fái svipað mikið fylgi og hægri flokkurinn UMP. Flokkarnir mælast nú með 35% hvor.

Erlent

Neyðarástand í Búrma

Forseti Búrma lýsti yfir neyðarástandi í vesturhluta landsins í dag. Yfirlýsingin kemur eftir árásir öfgahópa í landinu síðustu vikuna. Óeirðir blossuðu upp í síðasta mánuði í Búrma eftir að Búddatrúar kona var drepin. Síðan hafa 17 múslimar týnt lífinu og hundruðir bygginga eyðilagst. Frá þessu er greint á vefmiðli BBC.

Erlent

Rússneskar fótboltabullur til rannsóknar

UEFA mun beita agavaldi sínu vegna óviðeigandi hegðunar rússneskra stuðningsmanna á fótboltaleik landsliðsins gegn Tékkum síðasta föstudag. Fjórir starfsmenn á vellinum urðu fyrir árás stuðningsmannanna og voru sendir á spítala. Sömuleiðis voru þeir sakaðir um kynþáttafordóma sem beindust gegn tékkneska varnarmanninum Theodor Gebre Selassie, sem er svartur. Málið verður tekið til meðferðar næsta miðvikudag.

Erlent

Obama móðgaður vegna ásakana um leka

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir það móðgandi að gefa í skyn að Hvíta húsið sé á bak við leka um árásir mannlausra fjarstýrðra loftfara á bækistöðvar grunaðra hryðjuverkamanna í Mið-Austurlöndum en fréttir af þessum árásum að undanförnu hafa gert ríkisstjórn Obama berskjaldaða fyrir harðri gagnrýni frá bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna um leynd þessara aðgerða, sem þykja mjög umdeildar. Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur skipað tvo lögmenn sem eiga að stýra rannsókn á því hvort leynilegum trúnaðargögnum stjórnvalda um þessar árásir hafi verið lekið til fjölmiðla, að því er fram kemur í Financial Times.

Erlent

Frakkar að kjörborðinu

Frakkar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa neðri deild þingsins. Niðurstöður úr kosningunum munu ráða því hve hratt hinn nýkjörni formaður Francois Hollande mun koma umbótaáætlunum sínum í framkvæmd og hve umfangsmiklar þær verða.

Erlent

Mubarak þungt haldinn

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, liggur þungt haldinn á fangelsissjúkrahúsi í Kaíró. Heilsu hans hefur hrakað mikið frá því hann var dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir um viku og segja egypskt yfirvöld hann nú einungis geta neytt matar í vökvaformi. Eiginkona Mubaraks og tvær tengdadætur heimsóttu hann í morgun eftir að orðrómur um andlát fyrrum forsetans fór á kreik.

Erlent

Skotárás við stúdentaíbúðir í Alabama

Nokkrir særðust í skotárás við stúdentaíbúðir í borginni Auburn í Alabamafylki í Bandaríkjunum. Skotárásin varð í nótt. Ekki er enn vitað um líðan fórnarlambanna né hve mörg þau voru, en lögregla hefur sagt að þau hafi verið fleiri en eitt.

Erlent

Ráðherra lést í þyrluslysi

George Saitoti, öryggismálaráðherra Kenía, lést ásamt sex öðrum þegar þyrla brotlenti í skógi skammt frá höfuðborginni Nairobi. Kenísk yfirvöld greindu frá þessu í morgun. Ekki er vitað hvað olli slysinu að svo stöddu. Saitoti hugðist bjóða sig fram til forseta en næstu forsetakosningar í Kenía fara fram í mars á næsta ári.

Erlent

Vill hernaðaríhlutun í Sýrlandi

Shaul Mofaz, forsætisráðherra Ísraels, sakaði sýrlensk yfirvöld um þjóðarmorð í útvarpsviðtali í morgun og hvatti alþjóðarsamfélagið til að grípa til hernaðaraðgerða í því skyni að stöðva blóðbaðið þar í landi. Hann gagnrýndi jafnframt helstu þjóðarleiðtoga heims fyrir aðgerðarleysi og var afar harðorður í garð Rússa fyrir að útvega Sýrlendingum vopn. Utanríkisráðherra Rússlands, ítrekaði í gær að hann væri mótfallið tilraunum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um hernaðaríhlutun í Sýrlandi en kallaði eftir fundi með helstu leiðtogum heims til að ræða friðaráætlun Kofis Annans.

Erlent

Bjargað naumlega undan flóðum

Um 150 manns var bjargað naumlega í dag þegar mikil flóð gengu yfir bæi og sumarleyfisstaði á vesturströnd Wales snemma í morgun. Þyrlur voru sendar á svæðið í björgunaraðgerðum nálægt bænum Aberystwyth eftir að tæplega 13 sentímetrar af regni féllu síðastliðinn sólarhring. Enginn slasaðist í flóðunum í morgun en þónokkurt tjón varð eins og myndirnar bera með sér.

Erlent

Talíbanar drepa franska hermenn

Fjórir franskir hermenn létu lífið í sjálfsmorðstilræði í Afganistan í dag. Herskáir talíbanar hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni sem átti sér stað á Kapisa-svæðinu í austurhluta landsins. Nú eru tæplega 3.300 franskir hermenn í Afganistan en stefnan er að franskar hersveitir hafi yfirgefið landið í lok þessa árs.

Erlent

Börnum bjargað úr ánauð níðinga

Átján börnum hefur verið bjargað úr ánauð níðinga í umfangsmikilli aðgerð bandarískra yfirvalda gegn barnaklámi. Hundrað og níutíu manns voru handteknir, flestir í Bandaríkjunum en handtökur áttu sér einnig stað á Spáni, Filippseyjum, Bretlandi, í Argentínu, Svíþjóð, Serbíu og Hollandi.

Erlent