Erlent

Ástarlásarnir fjarlægðir af brú í Róm

Verið er að fjarlægja þúsundir af hengilásum af brúnni Ponte Milvio sem liggur yfir Tíberána í Róm.

Þessir lásar hafa verið kallaðir ástarlásarnir en það hefur verið venja hjá ungum pörum í Róm að hengja þessa lása utan á brúna undanfarin ár til þess að lýsa yfir eilífri ást sinni á hvort öðru.

Borgaryfirvöld segja hinsvegar að hinn mikli fjöldi hengilása sé farin að skemma brúna og því verði að fjarlægja þá.

Borgaryfirvöld reyndu fyrst árið 2007 að sekta pör fyrir að hengja lása utan á Ponte Milvio en það bar lítinn árangur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×