Erlent Vilja lögsækja fyrrum fangavörð í Auschwitz Þýsk yfirvöld kanna nú hvort að mögulegt sé að lögsækja fyrrum fangavörð í útrýmingabúðum Nasista í Auschwitz sem hefur búið í Bandaríkjunum í yfir sextíu ár. Erlent 24.9.2012 14:15 Romney að tapa stuðningi meðal eldri borgara Ný skoðanakönnun sem gerð var meðal eldri borgara í Bandaríkjunum sýnir að Mitt Romney er að tapa stuðningi þeirra. Erlent 24.9.2012 10:18 Snæuglur í mikilli útrýmingarhættu á Grænlandi Mikil fækkun læmingja á Grænlandi undanfarin ár hefur leitt til þess að rándýrastofnar í landinu eins og snæuglur og hreysikettir eru í mikilli útrýmingarhættu. Erlent 24.9.2012 09:21 Grikkir vilja stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum Nýjasta tilraun Grikkja til að ná meiru fé í tómann ríkiskassann sinn hefur vakið hörð viðbrögð í Þýskalandi. Erlent 24.9.2012 06:48 Svisslendingar höfnuðu algeru reykingarbanni Svisslendingar höfnuðu algeru banni við reykingum á opinberum stöðum í landinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Erlent 24.9.2012 06:46 Modern Family hlaut fern Emmy verðlaun Skemmtiþátturinn Modern Family sem sýndur er hér á Stöð 2 fékk fern verðlaun á Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Hollywood í gærkvöldi en þátturinn þykir með þeim skemmtilegri í sjónvarpi í dag. Erlent 24.9.2012 06:43 Miklar truflanir á umferðinni um Stórabeltisbrúna Miklar truflanir voru á umferðinni um Stórabeltisbrúna í nótt eftir að stór rúta valt þar á hliðina við brúarsporðinn í kjölfar áreksturs við vörubíl. Um tíma í morgun þurfti að loka brúnni alveg þegar rútan var fjarlægð af vettvangi. Erlent 24.9.2012 06:39 Enn er 15 manns saknað eftir snjóflóðið í Nepal Leit hófst að nýju í morgun á fjallinu Manaslu í Nepal að fjallgöngumönnum sem þar er saknað eftir stórt snjóflóð um helgina. Erlent 24.9.2012 06:29 Fátækum fer fjölgandi í Danmörku Fátækum fjölgaði í Danmörku á árunum 2002 og fram til 2010. Hlutfallslega fjölgaði þeim mest á Sjálandi og í höfuðborginni Kaupmannahöfn. Erlent 24.9.2012 06:26 Obama fær byr undir vængina Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur bætt við sig töluverðu fylgi í nokkrum þeirra ríkja þar sem fylgismunur hans og Mitt Romneys hefur verið hvað minnstur. Erlent 24.9.2012 05:00 Schwarzenegger viðurkennir syndir sínar Daginn eftir að Arnold Schwarzenegger lét af embætti ríkisstjóra í Kaliforníu, eða 4. janúar í fyrra, viðurkenndi hann fyrir Mariu Shriver, eiginkonu sinni, að húsfreyja þeirra hjóna hefði alið barn hans. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Schwarzeneggers sem kemur út í næsta mánuði. Erlent 23.9.2012 22:19 Svisslendingar að hafna reykingabanni Svisslendingar kjósa í dag um reykingabann innandyra og fyrstu tölur benda til þess að banninu verði hafnað. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Erlent 23.9.2012 17:48 Lykilorð franska seðlabankans var 123456 Ætla mætti að Seðlabanka Frakklands væri ekki sérlega annt um öryggi sitt því á dögunum kom í ljós að lykilorðið að vefsvæði bankans var það einfaldasta sem um getur. Erlent 23.9.2012 15:52 Fórust í snjóflóði Þýskur fjallgöngumaður og leiðsögumaður hans fórust í snjóflói í Himalaja fjöllunum í morgun. Þrettán fjallgöngumanna er saknað. Snjóflóðið fór niður hlíðar Maanslu fjallsins þar sem hópurinn var á ferð. Í hópnum voru aðallega evrópskir fjallgöngumenn, frá frakklandi og Þýskalandi ásamt nepöslum leiðsögumönnum. Tíu úr hópnum komust lífs af. Björgunarsveitir leita nú þeirra sem saknað er. Erlent 23.9.2012 14:42 Stal Apple klukkunni? Apple sendi nýverið frá sér stýrikerfið iOS 6 sem nýi iPhone-inn keyrir á. Þar var fjölda nýjunga að finna, m.a. glænýtt útlit fyrir klukkuna. Nú hefur hins vegar komið á daginn að útlitið er ekki jafnglænýtt og fyrst var talið. Erlent 23.9.2012 14:08 Romney safnaði milljónum dollara Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana vestanhafs, safnaði milljónum dollara á tveimur fjáröflunarsamkomum í Kaliforníu í gær til að fjármagna síðustu vikur kosningabarátunnar. 650 stuðningsmenn borguðu á bilinu 1 þúsund til 25 þúsund dollara hver til að hlusta á Romney flytja 40 mínútna ræðu á Grand Del Mar hótelinu í Del Mar í Kaliforníu, skammt frá strandhýsi sem Romney á sjálfur á svæðinu. Erlent 23.9.2012 11:44 Handtekinn fyrir að látast vera flugmaður Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið mann sem þóttist vera atvinnuflugmaður og hafði tekist að svíkja sér far um borð í flugstjórnunarklefa að minnsta kosti einu sinni með flugfélaginu Air Dolomiti sem er hluti af þýska flugfélaginu Lufthansa. Hann var stöðvaður á flugvellinum í Turin á Ítalíu klæddur í flugmannsbúning með fölsuð skilríki, þá hafði hann einnig stofnað facebook síðu undir fölsku nafni og var þar með gervi flugfreyjuvini. Hann mun hafa setið um borð í flugvél á leið frá Munchen til Turin í apríl síðastliðnum en lögregla rannsakar hvort hann hafi verið um borð í öðrum flugvélum. Hann hefur verið kærður fyrir að stofna flugöryggi í hættu og eftirlíkingu. Erlent 23.9.2012 11:21 Tína sveppi í stað þess að kjósa Þingkosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag en tveir megin stjórnarandstöðuflokkar landsins hafa ákveðið að sniðganga kosningarnar og hvetja kjósendur til þess að mæta ekki á kjörstað heldur fara frekar að tína sveppi eða elda rauðrófusúpu. Erlent 23.9.2012 10:55 Margir telja kappræðurnar síðustu von Romney Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana, þykir ekki sérlega sigurstranglegur nú þegar síðustu sex vikur kosningabaráttunnar fara í hönd. Sagt er að stór nöfn innan repúblikanaflokksins hafi nú þegar gefið upp alla von um að ná Hvíta húsinu aftur á sitt vald. Erlent 22.9.2012 19:41 Höfuðstöðvar uppreisnarmanna færðar til Sýrlands Uppreisnarmennirnir í Frelsisher Sýrlands færðu nýverið höfuðstöðvar sínar frá Tyrklandi og yfir í Sýrland. Aðgerðin þykir sæta tíðindum enda hefur frelsisherinn sætt gagnrýni fyrir að stjórna uppreisninni utan frá og vera ekki í tengslum við raunveruleikann á vígvellinum. Erlent 22.9.2012 19:09 Oktoberfest er hafin Oktoberbest í Munchen er hafin. Borgarstjórinn opnaði fyrstu bjórtunnuna og setti hátíðina fyrr í dag. Búist er við sex millljónum manna á hátíðina sem stendur yfirtil sjöunda október. Búist er við því að um 8 milljónir lítra af bjór verði teygaðir þangað til. Þess má geta að ein kolla af bjór, sem þjóverjinn kallar MASS tekur einn líter og kostar 10 evrur eða um sextánhundruð kall. Erlent 22.9.2012 18:49 Facebook eyðilagði afmælið 16 ára hollensk stelpa átti nokkuð eftirminnilegan afmælisdag í gær þegar óeirðir brutust út í heimabæ hennar, Haren, í norðurhluta Hollands. Stúlkan hafði efnt til afmælisveislu á samskiptamiðlinum Facebook, en boðin rötuðu víðar en til stóð. Erlent 22.9.2012 17:34 Bakveiki orsakast af genagalla Bakverkir og sársauki í mjóbakinu virðist í mörgum tilfellum orsakast af erfðagalla. Breksir vísindamenn komust að því að svonefnt PARK2 gen orsakar bakvandamál þegar fólk eldist. Þetta kom fram í rannsókn sem náði til 4.600 manns og fjallað er um á fréttavef BBC. Erlent 22.9.2012 11:03 Facebook bregst við tilmælum Persónuverndar Stjórnendur Facebook-samskiptavefsins hafa ákveðið að slökkva á tæki á síðunni sem ber kennsl á andlit á ljósmyndum á síðunni til að auðvelda fólki að merkja þær. Breska ríkisútvarpið,BBC fjallar um málið og segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir að Persónuvernd Írlands sendi samskiptavefnum tilmæli í fyrra. Breytingarnar munu ganga í gegn 15. október í Evrópu. Erlent 22.9.2012 10:07 Vilja ekki láta vígasveitir ráða Um þrjátíu þúsund manns gengu fylktu liði um götur borgarinnar Bengasí í austanverðri Líbíu til að mótmæla hópum herskárra ofríkismanna, sem grunaðir eru um morð á sendiherra Bandaríkjanna í landinu í síðustu viku. Erlent 22.9.2012 03:00 Fengu allt að átján ára dóm Dómstóll í Tyrklandi hefur sakfellt 330 fyrrverandi yfirmenn í hernum fyrir að hafa reynt að steypa ríkisstjórn landsins árið 2003. Erlent 22.9.2012 03:00 Kostuðu nærri tuttugu lífið Að minnsta kosti sautján létu lífið og tugir særðust þegar til átaka kom í Pakistan milli mótmælenda og lögreglu. Erlent 22.9.2012 02:00 Földu barnið í bílskúrnum Fjögurra ára drengur fannst illa haldinn í bílskúr foreldra sinna. Alla ævi hafði hann varla komist út undir bert loft og kunni ekki einu sinni að leika sér. Erlent 22.9.2012 00:15 Vildi láta tígrísdýr drepa sig Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í New York. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi með því að klifra yfir girðingu í dýragarðinum í Bronx og ganga í átt að hópi tígrisdýra sem þar var á vappi. Erlent 21.9.2012 22:39 Gíslataka í Bandaríkjunum Jakkafataklæddur karlmaður hefur tekið eina manneskju í gíslingu í skrifstofuhúsnæði í Pittsburg í Bandaríkjunum. Samkvæmt fréttastofunni Sky News er maðurinn staddur á sextándu hæð, vopnaður byssu. Engum skotum hefur verið hleypt af. Erlent 21.9.2012 14:54 « ‹ ›
Vilja lögsækja fyrrum fangavörð í Auschwitz Þýsk yfirvöld kanna nú hvort að mögulegt sé að lögsækja fyrrum fangavörð í útrýmingabúðum Nasista í Auschwitz sem hefur búið í Bandaríkjunum í yfir sextíu ár. Erlent 24.9.2012 14:15
Romney að tapa stuðningi meðal eldri borgara Ný skoðanakönnun sem gerð var meðal eldri borgara í Bandaríkjunum sýnir að Mitt Romney er að tapa stuðningi þeirra. Erlent 24.9.2012 10:18
Snæuglur í mikilli útrýmingarhættu á Grænlandi Mikil fækkun læmingja á Grænlandi undanfarin ár hefur leitt til þess að rándýrastofnar í landinu eins og snæuglur og hreysikettir eru í mikilli útrýmingarhættu. Erlent 24.9.2012 09:21
Grikkir vilja stríðsskaðabætur frá Þjóðverjum Nýjasta tilraun Grikkja til að ná meiru fé í tómann ríkiskassann sinn hefur vakið hörð viðbrögð í Þýskalandi. Erlent 24.9.2012 06:48
Svisslendingar höfnuðu algeru reykingarbanni Svisslendingar höfnuðu algeru banni við reykingum á opinberum stöðum í landinu í þjóðaratkvæðagreiðslu um helgina. Erlent 24.9.2012 06:46
Modern Family hlaut fern Emmy verðlaun Skemmtiþátturinn Modern Family sem sýndur er hér á Stöð 2 fékk fern verðlaun á Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðinni í Hollywood í gærkvöldi en þátturinn þykir með þeim skemmtilegri í sjónvarpi í dag. Erlent 24.9.2012 06:43
Miklar truflanir á umferðinni um Stórabeltisbrúna Miklar truflanir voru á umferðinni um Stórabeltisbrúna í nótt eftir að stór rúta valt þar á hliðina við brúarsporðinn í kjölfar áreksturs við vörubíl. Um tíma í morgun þurfti að loka brúnni alveg þegar rútan var fjarlægð af vettvangi. Erlent 24.9.2012 06:39
Enn er 15 manns saknað eftir snjóflóðið í Nepal Leit hófst að nýju í morgun á fjallinu Manaslu í Nepal að fjallgöngumönnum sem þar er saknað eftir stórt snjóflóð um helgina. Erlent 24.9.2012 06:29
Fátækum fer fjölgandi í Danmörku Fátækum fjölgaði í Danmörku á árunum 2002 og fram til 2010. Hlutfallslega fjölgaði þeim mest á Sjálandi og í höfuðborginni Kaupmannahöfn. Erlent 24.9.2012 06:26
Obama fær byr undir vængina Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur bætt við sig töluverðu fylgi í nokkrum þeirra ríkja þar sem fylgismunur hans og Mitt Romneys hefur verið hvað minnstur. Erlent 24.9.2012 05:00
Schwarzenegger viðurkennir syndir sínar Daginn eftir að Arnold Schwarzenegger lét af embætti ríkisstjóra í Kaliforníu, eða 4. janúar í fyrra, viðurkenndi hann fyrir Mariu Shriver, eiginkonu sinni, að húsfreyja þeirra hjóna hefði alið barn hans. Þetta kemur fram í nýrri ævisögu Schwarzeneggers sem kemur út í næsta mánuði. Erlent 23.9.2012 22:19
Svisslendingar að hafna reykingabanni Svisslendingar kjósa í dag um reykingabann innandyra og fyrstu tölur benda til þess að banninu verði hafnað. Þetta kemur fram á fréttavef BBC. Erlent 23.9.2012 17:48
Lykilorð franska seðlabankans var 123456 Ætla mætti að Seðlabanka Frakklands væri ekki sérlega annt um öryggi sitt því á dögunum kom í ljós að lykilorðið að vefsvæði bankans var það einfaldasta sem um getur. Erlent 23.9.2012 15:52
Fórust í snjóflóði Þýskur fjallgöngumaður og leiðsögumaður hans fórust í snjóflói í Himalaja fjöllunum í morgun. Þrettán fjallgöngumanna er saknað. Snjóflóðið fór niður hlíðar Maanslu fjallsins þar sem hópurinn var á ferð. Í hópnum voru aðallega evrópskir fjallgöngumenn, frá frakklandi og Þýskalandi ásamt nepöslum leiðsögumönnum. Tíu úr hópnum komust lífs af. Björgunarsveitir leita nú þeirra sem saknað er. Erlent 23.9.2012 14:42
Stal Apple klukkunni? Apple sendi nýverið frá sér stýrikerfið iOS 6 sem nýi iPhone-inn keyrir á. Þar var fjölda nýjunga að finna, m.a. glænýtt útlit fyrir klukkuna. Nú hefur hins vegar komið á daginn að útlitið er ekki jafnglænýtt og fyrst var talið. Erlent 23.9.2012 14:08
Romney safnaði milljónum dollara Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana vestanhafs, safnaði milljónum dollara á tveimur fjáröflunarsamkomum í Kaliforníu í gær til að fjármagna síðustu vikur kosningabarátunnar. 650 stuðningsmenn borguðu á bilinu 1 þúsund til 25 þúsund dollara hver til að hlusta á Romney flytja 40 mínútna ræðu á Grand Del Mar hótelinu í Del Mar í Kaliforníu, skammt frá strandhýsi sem Romney á sjálfur á svæðinu. Erlent 23.9.2012 11:44
Handtekinn fyrir að látast vera flugmaður Lögreglan á Ítalíu hefur handtekið mann sem þóttist vera atvinnuflugmaður og hafði tekist að svíkja sér far um borð í flugstjórnunarklefa að minnsta kosti einu sinni með flugfélaginu Air Dolomiti sem er hluti af þýska flugfélaginu Lufthansa. Hann var stöðvaður á flugvellinum í Turin á Ítalíu klæddur í flugmannsbúning með fölsuð skilríki, þá hafði hann einnig stofnað facebook síðu undir fölsku nafni og var þar með gervi flugfreyjuvini. Hann mun hafa setið um borð í flugvél á leið frá Munchen til Turin í apríl síðastliðnum en lögregla rannsakar hvort hann hafi verið um borð í öðrum flugvélum. Hann hefur verið kærður fyrir að stofna flugöryggi í hættu og eftirlíkingu. Erlent 23.9.2012 11:21
Tína sveppi í stað þess að kjósa Þingkosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag en tveir megin stjórnarandstöðuflokkar landsins hafa ákveðið að sniðganga kosningarnar og hvetja kjósendur til þess að mæta ekki á kjörstað heldur fara frekar að tína sveppi eða elda rauðrófusúpu. Erlent 23.9.2012 10:55
Margir telja kappræðurnar síðustu von Romney Mitt Romney, forsetaframbjóðandi repúblikana, þykir ekki sérlega sigurstranglegur nú þegar síðustu sex vikur kosningabaráttunnar fara í hönd. Sagt er að stór nöfn innan repúblikanaflokksins hafi nú þegar gefið upp alla von um að ná Hvíta húsinu aftur á sitt vald. Erlent 22.9.2012 19:41
Höfuðstöðvar uppreisnarmanna færðar til Sýrlands Uppreisnarmennirnir í Frelsisher Sýrlands færðu nýverið höfuðstöðvar sínar frá Tyrklandi og yfir í Sýrland. Aðgerðin þykir sæta tíðindum enda hefur frelsisherinn sætt gagnrýni fyrir að stjórna uppreisninni utan frá og vera ekki í tengslum við raunveruleikann á vígvellinum. Erlent 22.9.2012 19:09
Oktoberfest er hafin Oktoberbest í Munchen er hafin. Borgarstjórinn opnaði fyrstu bjórtunnuna og setti hátíðina fyrr í dag. Búist er við sex millljónum manna á hátíðina sem stendur yfirtil sjöunda október. Búist er við því að um 8 milljónir lítra af bjór verði teygaðir þangað til. Þess má geta að ein kolla af bjór, sem þjóverjinn kallar MASS tekur einn líter og kostar 10 evrur eða um sextánhundruð kall. Erlent 22.9.2012 18:49
Facebook eyðilagði afmælið 16 ára hollensk stelpa átti nokkuð eftirminnilegan afmælisdag í gær þegar óeirðir brutust út í heimabæ hennar, Haren, í norðurhluta Hollands. Stúlkan hafði efnt til afmælisveislu á samskiptamiðlinum Facebook, en boðin rötuðu víðar en til stóð. Erlent 22.9.2012 17:34
Bakveiki orsakast af genagalla Bakverkir og sársauki í mjóbakinu virðist í mörgum tilfellum orsakast af erfðagalla. Breksir vísindamenn komust að því að svonefnt PARK2 gen orsakar bakvandamál þegar fólk eldist. Þetta kom fram í rannsókn sem náði til 4.600 manns og fjallað er um á fréttavef BBC. Erlent 22.9.2012 11:03
Facebook bregst við tilmælum Persónuverndar Stjórnendur Facebook-samskiptavefsins hafa ákveðið að slökkva á tæki á síðunni sem ber kennsl á andlit á ljósmyndum á síðunni til að auðvelda fólki að merkja þær. Breska ríkisútvarpið,BBC fjallar um málið og segir ákvörðunina hafa verið tekna eftir að Persónuvernd Írlands sendi samskiptavefnum tilmæli í fyrra. Breytingarnar munu ganga í gegn 15. október í Evrópu. Erlent 22.9.2012 10:07
Vilja ekki láta vígasveitir ráða Um þrjátíu þúsund manns gengu fylktu liði um götur borgarinnar Bengasí í austanverðri Líbíu til að mótmæla hópum herskárra ofríkismanna, sem grunaðir eru um morð á sendiherra Bandaríkjanna í landinu í síðustu viku. Erlent 22.9.2012 03:00
Fengu allt að átján ára dóm Dómstóll í Tyrklandi hefur sakfellt 330 fyrrverandi yfirmenn í hernum fyrir að hafa reynt að steypa ríkisstjórn landsins árið 2003. Erlent 22.9.2012 03:00
Kostuðu nærri tuttugu lífið Að minnsta kosti sautján létu lífið og tugir særðust þegar til átaka kom í Pakistan milli mótmælenda og lögreglu. Erlent 22.9.2012 02:00
Földu barnið í bílskúrnum Fjögurra ára drengur fannst illa haldinn í bílskúr foreldra sinna. Alla ævi hafði hann varla komist út undir bert loft og kunni ekki einu sinni að leika sér. Erlent 22.9.2012 00:15
Vildi láta tígrísdýr drepa sig Bandarískur karlmaður á þrítugsaldri liggur nú þungt haldinn á sjúkrahúsi í New York. Maðurinn reyndi að svipta sig lífi með því að klifra yfir girðingu í dýragarðinum í Bronx og ganga í átt að hópi tígrisdýra sem þar var á vappi. Erlent 21.9.2012 22:39
Gíslataka í Bandaríkjunum Jakkafataklæddur karlmaður hefur tekið eina manneskju í gíslingu í skrifstofuhúsnæði í Pittsburg í Bandaríkjunum. Samkvæmt fréttastofunni Sky News er maðurinn staddur á sextándu hæð, vopnaður byssu. Engum skotum hefur verið hleypt af. Erlent 21.9.2012 14:54