Erlent

Suðurskautið líktist Íslandi

Strendur Suðurskautslandsins voru grónar fyrir fimmtán milljónum ára en þá hlýnaði vegna aukins koltvísýrings í andrúmsloftinu. Vísindamenn telja þessar niðurstöður rannsókna á plöntuleifum á hafsbotni geta gefið vísbendingu um þróun mála þegar loftslag hlýnar á ný.

Erlent

Óttast að verða framseldur til Bandaríkjanna

Julian Assange, forsprakki Wikileaks, verður handtekinn ef hann yfirgefur sendiráð Ekvadors í Lundúnum, þar sem hann dvelur. Meðan hann heldur sig þar inni getur breska lögreglan hins vegar ekkert aðhafst.

Erlent

Fundu sprengiefni við kjarnorkuver í Svíþjóð

Sænska lögreglan hefur gripið til víðtækra öryggisráðstafana við kjarnorkuver landsins. Þetta kemur í framhaldi af því að nokkurt magn af sprengjuefni fannst í flutningabíl sem staddur var inni á starfssvæði Ringhals kjarnorkuversins.

Erlent

Samaras orðinn forsætisráðherra

Antonis Samaras sór í gær embættiseið sem forsætisráðherra Grikklands. Flokkur hans, Nýi lýðræðisflokkurinn, myndaði stjórn með sósíalistaflokknum Pakos og Lýðræðislega vinstriflokknum. „Ég bið nýja ríkisstjórn, sem verður mynduð á morgun [í dag], að leggja hart að sér svo við getum veitt fólkinu okkar áþreifanlega von," sagði Samaras í gær. Hann er fjórði forsætisráðherra Grikkja á 8 mánuðum.

Erlent

Innri friður á Times Square

Það er vart hægt að segja að innri friður og Times Square í New York fari vel saman. Sú var þó raunin í dag þegar hundruð jógaiðkenda komu saman á gatnamótunum og leituðu hugarróar í sameiningu.

Erlent

Ný ríkisstjórn í Grikklandi

Ríkisstjórn hefur verið mynduð í Grikklandi. Að stjórninni koma flokkarnir Nýtt Lýðræði, sósíalistaflokkurinn Pasok og Lýðræðislegi vinstri flokkurinn.

Erlent

Ný stjórn þarf að fæðast í dag

Umboð Antonis Samaras til stjórnarmyndurnar í Grikklandi rennur út í dag. Gert er ráð fyrir því að samsteypustjórn verði mynduð milli flokks Samaras, Nýs lýðræðis, og tveggja vinstri flokka, Pasok og Vinstra Lýðræði. Saman myndu flokkarnir hafa 29 manna meirihluta á 300 manna þingi Grikklands.

Erlent

Yfirþyrmandi verkefni að stöðva brask með Ólympíumiða

Lögreglan í London stendur í ströngu við að fyrirbyggja svartamarkaðsbrask með miða á Ólympíuleikana. Þrjátíu vefsíður og næstum eitt þúsund einstaklingar eru skotmörk í aðgerðum lögreglu til að koma í veg fyrir ólöglega miðasölu og svindl.

Erlent

Óvíst hvort Mubarak sé lífs eða liðinn

Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands liggur nú fyrir dauðanum á hersjúkrahúsi í Kaíró. Raunar hafa borist fréttir af því að Mubarak sé þegar látinn en þær hafa ekki fengist staðfestar.

Erlent

Assange vill hæli í Ekvador

Julian Assange, stofnandi Wikileaks, hefur sótt um pólitískt hæli í Ekvador og var í sendiráði landsins í London í gærkvöldi. Þetta sagði utanríkisráðherra Ekvadors, Ricardo Patino, við breska ríkisútvarpið.

Erlent

Mubarak í dauðadái

Talið er að Hosni Mubarak, fyrrverandi forseti Egyptalands, liggi nú í dauðadái. Samkvæmt egypskum fjölmiðlum fékk Mubarak heilablóðfall fyrr í dag - nú er talið að hann sé heiladauður.

Erlent

Verulega dregur úr bankaránum í Danmörku

Verulega hefur dregið úr bankaránum í Danmörku á síðustu árum. Alls var framið 21 bankarán í landinu á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta er 36% fækkun frá sama tímabili í fyrra og 61% fækkun frá árinu 2010.

Erlent

Ný grísk ríkisstjórn í burðarliðnum

Allar líkur eru á því að ný ríkisstjórn verði mynduð í Grikklandi í dag. Þetta kemur fram á Reuters en heimildin er ónafngreindur háttsettur ráðamaður innan flokksins Nýtt lýðræði.

Erlent

Obama og Putin funduðu um málefni Sýrlands

Barack Obama Bandaríkjaforseti og Valdimir Putin Rússlandsforseti funduðu á hliðarlínunni á leiðtogafundi G20 ríkjanna í Mexíkó. Þar ræddu þeir málefni Sýrlands en þetta er fyrsti einkafundur þeirra tveggja síðan að Putin tók við forsetaembættinu að nýju fyrr í ár.

Erlent

Fundu dularfullan hlut á botni Eystrasalts

Sænskir kafarar sem stunda fjársjóðsleit í Eystrasaltinu hafa rekist á dularfullan hlut á hafsbotninum þar. Einn kafaranna segir að hann hafi aldrei séð neitt þessu líkt á 20 ára köfunarferli sínum.

Erlent