Erlent Öryggisráðið þrýstir á yfirvöld í Súdan og Suður-Súdan Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti í dag ályktun þar sem Súdan og Suður-Súdan er gert að hætta stríðsátökum á næstu tveimur sólarhringum, ellegar verður refsiaðgerðum beitt gegn löndunum. Erlent 2.5.2012 16:44 Njósnaskip úr Tomorrow Never Dies á uppboði Bandaríski sjóherinn stendur nú fyrir uppboði á sögufræga njósnaskipinu Sea Shadow. Ásamt því að hafa sinnt upplýsingaöflun fyrir hernaðaryfirvöld síðustu ár var skipið einnig innblástur Bond kvikmyndarinnar Tomorror Never Dies. Erlent 2.5.2012 15:20 Mótmælendur myrtir í Kaíró Að minnsta kosti 11 létust þegar óþekktir vígamenn réðust gegn mótmælendum í Kaíró í dag. Mótmælendurnir voru samankomnir fyrir utan varnarmálaráðuneyti Egyptalands þegar atvikið átti sér stað. Erlent 2.5.2012 12:42 Chen yfirgefur sendiráðið í Peking Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur yfirgefið bandaríska sendiráðið í Peking. Hann hefur haldið þar til síðan hann slapp úr fangelsi í síðustu viku. Erlent 2.5.2012 11:35 Ferðamenn stálu mörgæs úr dýragarði Tveir ferðalangar frá Wales í Bretlandi hafa verið sektaðir um 650 pund eftir að þeir stálu mörgæs úr ástrálskum dýragarði. Erlent 2.5.2012 10:28 Lögreglan stöðvaði tónleika í Fælledparken, 12 á sjúkrahús Lögreglan í Kaupmannahöfn neyddist til þess að stöðva tónleika í Fælledparken í gærkvöldi eftir að 12 gestir á þeim voru lagðir inn á Rigshospitalet vegna þess að þeir höfðu tekið of stóra skammta af eiturlyfjum. Erlent 2.5.2012 07:41 Reynt að draga úr drykkju breskra þingmanna Reyna á að draga úr mikilli áfengisneyslu breskra þingmanna á börum þinghússins í Westminster. Erlent 2.5.2012 06:51 Ákvörðun Le Pen mikið áfall fyrir Sarkozy Sú ákvörðun Marine Le Pen leiðtoga Þjóðarfylkingarinnar í Frakklandi að lýsa því yfir að hún myndi skila auðu í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi er talin mikið áfall fyrir Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Erlent 2.5.2012 06:43 Obama í óvæntri heimsókn í Afganistan Barack Obama Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn til Kabul í Afganistan í gærkvöldi. Erlent 2.5.2012 06:40 Gingrich hættir formlega við framboð sitt í dag Newt Gingrich mun lýsa því yfir formlega í dag að hann sé hættur að sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni hans. Erlent 2.5.2012 06:36 Yfirtökum Wall Street mótmælti víða í Bandaríkjunum Mómælahreyfingin Yfirtökum Wall Street efndi til útifunda í mörgum stórborgum Bandaríkjanna í gærdag þar á meðal New York og Washington. Erlent 2.5.2012 06:35 Ekki hæfur til að leiða alþjóðlegt fyrirtæki Rupert Murdoch er ekki hæfur til að leiða alþjóðlegt stórfyrirtæki. Þetta er niðurstaða menningarmálanefndar breska þingsins sem rannsakað hefur umdeilt hlerunarmál News of the World. Erlent 2.5.2012 02:00 Setja eiðstafinn ekki fyrir sig Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, segir að hún og stuðningsmenn hennar ætli að mæta til þings á miðvikudag og sverja embættiseið, þrátt fyrir að þau séu ósátt við orðalag eiðstafsins. Erlent 2.5.2012 01:00 Mótorhjóli frá Japan skolaði upp á strönd í Kanada Mótorhjóli af tegundinni Harley-Davidsson sem flóðbylgjan í Japan á síðasta ári hreif með sér, skolaði nýverið upp á strönd í Kanada. Mótorhjólið er með japanskar númeraplötur og skráð í Miyagi, þar sem þúsundir létust í flóðbylgju í mars í fyrra. Erlent 1.5.2012 22:00 Eitt ár frá því Bin Laden var drepinn Eitt ár er síðan Osama Bin Laden var drepinn af bandarískum sérsveitarmönnum í Pakistan. Mörgum kom á óvart að Bin Laden hefði alls ekki verið í felum í helli, heldur búið í veglegu stórhýsi ásamt fjölskyldu sinni. Bandaríkjamenn óskuðu því eftir svörum um hvort yfirvöld í Pakistan hefðu haldið hlífiskildi yfir Bin Laden. CBS fréttastofan greinir frá því í dag að enn hafi engin svör borist, og að þessi skortur á svörum hafi í raun eitrað samskipti milli yfirvalda landanna tveggja. Erlent 1.5.2012 14:22 Grunsamleg taska í ruslafötu Helle Thorning Schmidts, forsætisráðherra Danmerkur, átti að flytja ræðu í Flakhaven í Óðinsvéum í morgun í tilefni af verkalýðsdeginum 1. maí. Stuttu áður en forsætisráðherran kom á staðinn fékk lögregla tilkynningu um að maður hefði sést setja grunsamlega tösku í ruslatunnu skammt frá höfninni og flýja af vettvangi á skellinöðru. Af öryggisástæðum var ákveðið að flytja ræðuhöldin á annan stað, nánar tiltekið á Eventyrhaven, á meðan lögreglan rannsakar töskuna. Erlent 1.5.2012 11:14 1. maí haldinn hátíðlegur um allan heim Fyrsti maí er haldinn hátíðlegur um allan heim og hafa mótmælafundir og kröfugöngu nú þegar farið fram í Asíu en í Hong Kong kröfðust um 5 þúsund verkamenn hærri lágmarkslauna. Erlent 1.5.2012 10:51 Fylgi nýnasista vex hratt Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing. Erlent 1.5.2012 04:00 Stefnt að hæli í Bandaríkjunum Bandarískir og kínverskir embættismenn vinna nú að samkomulagi um að kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng fái hæli í Bandaríkjunum. Búist er við niðurstöðu innan skamms, að minnsta kosti áður en Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Kína síðar í vikunni. Erlent 1.5.2012 03:15 Tveggja mánaða prinsessa stal senunni á afmæli afa síns Lítil sænsk tveggja mánaða gömul prinsessa stal senunni í dag þegar Karl Gústaf Svíakóngur hélt upp á 66 ára afmælið sitt. Prinsessan litla er dóttir Viktoríu krónprinsessu. Þetta var í fyrsta skipti sem Viktoría sýnir hana opinberlega og krónprinsessan hélt sjálf á henni við það tækifæri á svölum konungshallarinnar. Erlent 30.4.2012 20:19 Dagbók Bin Ladens á Netið Gögn sem fundust á aðsetri Osama Bin Laden munu fara á Netið síðar í þessari viku, að því er sérfræðingur Hvíta hússins fullyrðir. Bandarískir hermenn lögðu hald á gögnin þegar ráðist var inn í virki Bin Ladens í Abbottabad í maí í fyrra og hann tekinn af lífi. Á gögnunum eru meðal annars útprent af samskiptum Bin Ladens við aðstoðarmenn hans og handskrifuð dagbók. Í gögnunum kemur meðal annars fram að Bin Laden hugðist breyta nafni al-Qaeda vegna þess að svo margir hátt settir menn innan samtakanna höfðu verið teknir af lífi. Erlent 30.4.2012 20:00 Guangcheng sagður vera í Peking Blindi andófsmaðurinn Chen Guangcheng, sem slapp úr stofufangelsi í síðustu viku, er sagður vera í bandaríska sendiráðinu í Peking. Erlent 30.4.2012 15:07 Ný aðferð við meðhöndlun krabbameins í brisi Breskir vísindamenn hafa þróað nýja aðferð við meðhöndlun krabbameins í brisi. Þessi tiltekna tegund krabbameins er afar mannskæð og er talið að færri en einn af hverjum fimm sem greinast með það séu á lífi ári eftir greiningu. Erlent 30.4.2012 14:46 Drukknaði þegar bíllinn fór á kaf Yfirvöld í Bretlandi óttast að mikil flóðatíð sé nú að hefjast í landinu. Síðustu daga hefur veður verið afar vindasamt og blautt á Bretlandseyjum og er óttast að ár fari brátt að flæða yfir bakka sína. Erlent 30.4.2012 14:09 Ghanem drukknaði í Dóná Ekkert er sagt benda til þess að andlát Shukri Ghanem fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu hafi borið að með saknæmum hætti en lík hans fannst í Dóná í Vínarborg í gær. Að sögn lögreglu drukknaði Ghanem og enn sem komið er bendir ekkert til að hann hafi verið myrtur. Erlent 30.4.2012 13:49 Níu látnir eftir að eldingu laust niður í hof Níu létust og 15 særðust þegar eldingu laust niður í musteri í vestur Bengal á Indlandi í gær. Erlent 30.4.2012 13:39 IKEA gefur viðskiptavinum myndavél Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hefur opinberað vistvæna myndavél sem fyrirtækið mun gefa viðskiptavinum sínum. Myndavélin er nær eingöngu gerð úr pappa. Erlent 30.4.2012 13:19 Kínverjar skjóta gervitunglum á sporbraut um jörðu Geimferðastofnun Kína skaut tveimur gervitunglum á sporbraut um jörðu í nótt. Þannig eru yfirvöld í landinu komin skrefinu nær því að fullklára hnattrænt staðsetningarkerfi sitt. Erlent 30.4.2012 12:46 Mál al-Khawaja tekið fyrir á ný Mál stjórnarandstæðingsins Abdulhadi al-Khawaja verður tekið fyrir á ný af dómstólum í Barein. Abdulhadi, sem er danskur ríkisborgari, var dæmdur í lífstíðarfangelsi af herdómstól í Barein í júní á síðasta ári. Erlent 30.4.2012 12:27 Árásir halda áfram í Nígeríu Að minnsta kosti þrír létust í sprengjuárásum í norðaustur Nígeríu í dag. Árásin átti sér stað í bænum Jalingo og beindist hún að bílalest lögreglunnar. Erlent 30.4.2012 11:37 « ‹ ›
Öryggisráðið þrýstir á yfirvöld í Súdan og Suður-Súdan Öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna samþykkti í dag ályktun þar sem Súdan og Suður-Súdan er gert að hætta stríðsátökum á næstu tveimur sólarhringum, ellegar verður refsiaðgerðum beitt gegn löndunum. Erlent 2.5.2012 16:44
Njósnaskip úr Tomorrow Never Dies á uppboði Bandaríski sjóherinn stendur nú fyrir uppboði á sögufræga njósnaskipinu Sea Shadow. Ásamt því að hafa sinnt upplýsingaöflun fyrir hernaðaryfirvöld síðustu ár var skipið einnig innblástur Bond kvikmyndarinnar Tomorror Never Dies. Erlent 2.5.2012 15:20
Mótmælendur myrtir í Kaíró Að minnsta kosti 11 létust þegar óþekktir vígamenn réðust gegn mótmælendum í Kaíró í dag. Mótmælendurnir voru samankomnir fyrir utan varnarmálaráðuneyti Egyptalands þegar atvikið átti sér stað. Erlent 2.5.2012 12:42
Chen yfirgefur sendiráðið í Peking Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur yfirgefið bandaríska sendiráðið í Peking. Hann hefur haldið þar til síðan hann slapp úr fangelsi í síðustu viku. Erlent 2.5.2012 11:35
Ferðamenn stálu mörgæs úr dýragarði Tveir ferðalangar frá Wales í Bretlandi hafa verið sektaðir um 650 pund eftir að þeir stálu mörgæs úr ástrálskum dýragarði. Erlent 2.5.2012 10:28
Lögreglan stöðvaði tónleika í Fælledparken, 12 á sjúkrahús Lögreglan í Kaupmannahöfn neyddist til þess að stöðva tónleika í Fælledparken í gærkvöldi eftir að 12 gestir á þeim voru lagðir inn á Rigshospitalet vegna þess að þeir höfðu tekið of stóra skammta af eiturlyfjum. Erlent 2.5.2012 07:41
Reynt að draga úr drykkju breskra þingmanna Reyna á að draga úr mikilli áfengisneyslu breskra þingmanna á börum þinghússins í Westminster. Erlent 2.5.2012 06:51
Ákvörðun Le Pen mikið áfall fyrir Sarkozy Sú ákvörðun Marine Le Pen leiðtoga Þjóðarfylkingarinnar í Frakklandi að lýsa því yfir að hún myndi skila auðu í seinni umferð forsetakosninganna um næstu helgi er talin mikið áfall fyrir Nicolas Sarkozy Frakklandsforseta. Erlent 2.5.2012 06:43
Obama í óvæntri heimsókn í Afganistan Barack Obama Bandaríkjaforseti kom í óvænta heimsókn til Kabul í Afganistan í gærkvöldi. Erlent 2.5.2012 06:40
Gingrich hættir formlega við framboð sitt í dag Newt Gingrich mun lýsa því yfir formlega í dag að hann sé hættur að sækjast eftir útnefningu Repúblikanaflokksins sem forsetaefni hans. Erlent 2.5.2012 06:36
Yfirtökum Wall Street mótmælti víða í Bandaríkjunum Mómælahreyfingin Yfirtökum Wall Street efndi til útifunda í mörgum stórborgum Bandaríkjanna í gærdag þar á meðal New York og Washington. Erlent 2.5.2012 06:35
Ekki hæfur til að leiða alþjóðlegt fyrirtæki Rupert Murdoch er ekki hæfur til að leiða alþjóðlegt stórfyrirtæki. Þetta er niðurstaða menningarmálanefndar breska þingsins sem rannsakað hefur umdeilt hlerunarmál News of the World. Erlent 2.5.2012 02:00
Setja eiðstafinn ekki fyrir sig Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Búrma, segir að hún og stuðningsmenn hennar ætli að mæta til þings á miðvikudag og sverja embættiseið, þrátt fyrir að þau séu ósátt við orðalag eiðstafsins. Erlent 2.5.2012 01:00
Mótorhjóli frá Japan skolaði upp á strönd í Kanada Mótorhjóli af tegundinni Harley-Davidsson sem flóðbylgjan í Japan á síðasta ári hreif með sér, skolaði nýverið upp á strönd í Kanada. Mótorhjólið er með japanskar númeraplötur og skráð í Miyagi, þar sem þúsundir létust í flóðbylgju í mars í fyrra. Erlent 1.5.2012 22:00
Eitt ár frá því Bin Laden var drepinn Eitt ár er síðan Osama Bin Laden var drepinn af bandarískum sérsveitarmönnum í Pakistan. Mörgum kom á óvart að Bin Laden hefði alls ekki verið í felum í helli, heldur búið í veglegu stórhýsi ásamt fjölskyldu sinni. Bandaríkjamenn óskuðu því eftir svörum um hvort yfirvöld í Pakistan hefðu haldið hlífiskildi yfir Bin Laden. CBS fréttastofan greinir frá því í dag að enn hafi engin svör borist, og að þessi skortur á svörum hafi í raun eitrað samskipti milli yfirvalda landanna tveggja. Erlent 1.5.2012 14:22
Grunsamleg taska í ruslafötu Helle Thorning Schmidts, forsætisráðherra Danmerkur, átti að flytja ræðu í Flakhaven í Óðinsvéum í morgun í tilefni af verkalýðsdeginum 1. maí. Stuttu áður en forsætisráðherran kom á staðinn fékk lögregla tilkynningu um að maður hefði sést setja grunsamlega tösku í ruslatunnu skammt frá höfninni og flýja af vettvangi á skellinöðru. Af öryggisástæðum var ákveðið að flytja ræðuhöldin á annan stað, nánar tiltekið á Eventyrhaven, á meðan lögreglan rannsakar töskuna. Erlent 1.5.2012 11:14
1. maí haldinn hátíðlegur um allan heim Fyrsti maí er haldinn hátíðlegur um allan heim og hafa mótmælafundir og kröfugöngu nú þegar farið fram í Asíu en í Hong Kong kröfðust um 5 þúsund verkamenn hærri lágmarkslauna. Erlent 1.5.2012 10:51
Fylgi nýnasista vex hratt Samkvæmt skoðanakönnunum gætu þingkosningarnar í Grikklandi, sem haldnar verða um næstu helgi, skilað Gylltri dögun, litlum flokki þjóðernisöfgamanna, um það bil fimm prósentum atkvæða. Það er vel yfir þriggja prósenta markinu, sem þarf til að komast á þing. Erlent 1.5.2012 04:00
Stefnt að hæli í Bandaríkjunum Bandarískir og kínverskir embættismenn vinna nú að samkomulagi um að kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng fái hæli í Bandaríkjunum. Búist er við niðurstöðu innan skamms, að minnsta kosti áður en Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Kína síðar í vikunni. Erlent 1.5.2012 03:15
Tveggja mánaða prinsessa stal senunni á afmæli afa síns Lítil sænsk tveggja mánaða gömul prinsessa stal senunni í dag þegar Karl Gústaf Svíakóngur hélt upp á 66 ára afmælið sitt. Prinsessan litla er dóttir Viktoríu krónprinsessu. Þetta var í fyrsta skipti sem Viktoría sýnir hana opinberlega og krónprinsessan hélt sjálf á henni við það tækifæri á svölum konungshallarinnar. Erlent 30.4.2012 20:19
Dagbók Bin Ladens á Netið Gögn sem fundust á aðsetri Osama Bin Laden munu fara á Netið síðar í þessari viku, að því er sérfræðingur Hvíta hússins fullyrðir. Bandarískir hermenn lögðu hald á gögnin þegar ráðist var inn í virki Bin Ladens í Abbottabad í maí í fyrra og hann tekinn af lífi. Á gögnunum eru meðal annars útprent af samskiptum Bin Ladens við aðstoðarmenn hans og handskrifuð dagbók. Í gögnunum kemur meðal annars fram að Bin Laden hugðist breyta nafni al-Qaeda vegna þess að svo margir hátt settir menn innan samtakanna höfðu verið teknir af lífi. Erlent 30.4.2012 20:00
Guangcheng sagður vera í Peking Blindi andófsmaðurinn Chen Guangcheng, sem slapp úr stofufangelsi í síðustu viku, er sagður vera í bandaríska sendiráðinu í Peking. Erlent 30.4.2012 15:07
Ný aðferð við meðhöndlun krabbameins í brisi Breskir vísindamenn hafa þróað nýja aðferð við meðhöndlun krabbameins í brisi. Þessi tiltekna tegund krabbameins er afar mannskæð og er talið að færri en einn af hverjum fimm sem greinast með það séu á lífi ári eftir greiningu. Erlent 30.4.2012 14:46
Drukknaði þegar bíllinn fór á kaf Yfirvöld í Bretlandi óttast að mikil flóðatíð sé nú að hefjast í landinu. Síðustu daga hefur veður verið afar vindasamt og blautt á Bretlandseyjum og er óttast að ár fari brátt að flæða yfir bakka sína. Erlent 30.4.2012 14:09
Ghanem drukknaði í Dóná Ekkert er sagt benda til þess að andlát Shukri Ghanem fyrrverandi olíumálaráðherra Líbíu hafi borið að með saknæmum hætti en lík hans fannst í Dóná í Vínarborg í gær. Að sögn lögreglu drukknaði Ghanem og enn sem komið er bendir ekkert til að hann hafi verið myrtur. Erlent 30.4.2012 13:49
Níu látnir eftir að eldingu laust niður í hof Níu létust og 15 særðust þegar eldingu laust niður í musteri í vestur Bengal á Indlandi í gær. Erlent 30.4.2012 13:39
IKEA gefur viðskiptavinum myndavél Sænski húsgagnaframleiðandinn IKEA hefur opinberað vistvæna myndavél sem fyrirtækið mun gefa viðskiptavinum sínum. Myndavélin er nær eingöngu gerð úr pappa. Erlent 30.4.2012 13:19
Kínverjar skjóta gervitunglum á sporbraut um jörðu Geimferðastofnun Kína skaut tveimur gervitunglum á sporbraut um jörðu í nótt. Þannig eru yfirvöld í landinu komin skrefinu nær því að fullklára hnattrænt staðsetningarkerfi sitt. Erlent 30.4.2012 12:46
Mál al-Khawaja tekið fyrir á ný Mál stjórnarandstæðingsins Abdulhadi al-Khawaja verður tekið fyrir á ný af dómstólum í Barein. Abdulhadi, sem er danskur ríkisborgari, var dæmdur í lífstíðarfangelsi af herdómstól í Barein í júní á síðasta ári. Erlent 30.4.2012 12:27
Árásir halda áfram í Nígeríu Að minnsta kosti þrír létust í sprengjuárásum í norðaustur Nígeríu í dag. Árásin átti sér stað í bænum Jalingo og beindist hún að bílalest lögreglunnar. Erlent 30.4.2012 11:37