Erlent

Loftárásir dynja á uppreisnarliði

Stjórnarherinn í Sýrlandi gerði harðar loftárásir á uppreisnarmenn í gær, meðal annars í úthverfi höfuðborgarinnar Damaskus þar sem rúmlega 20 manns létu lífið.

Erlent

Heilu hverfin á floti

„Ég var bara mjög heppin. Við erum enn með rafmagn og vatn en gamla íbúðin mín er komin þrjá metra undir vatn og gömlu vinnustaðirnir mínir eru á floti,“ segir Kristín Agnarsdóttir, grafískur hönnuður, sem búsett er í Williamsburg í New York.

Erlent

Eyðileggingin sögð ólýsanleg

„Þetta voru skelfilegar hamfarir, hugsanlega þær verstu sem íbúar í New York hafa nokkru sinni upplifað,“ sagði Michael Bloomberg, borgarstjóri í New York, á Twitter-síðu sinni. Hann sagði líklegt að afleiðingarnar kæmu ekki almennilega í ljós fyrr en að nokkrum tíma liðnum.

Erlent

Ríkisstjórnin sett í kynjanám

Ákveðið hefur verið að allir ráðherrar í ríkisstjórn Frakklands fái sérstaka fræðslu um kynjamisrétti, sem á að hjálpa þeim að forðast staðlaðar kynjaímyndir.

Erlent

Skipulagi kosningabaráttunnar rústað

Allt skipulag kosningabaráttu þeirra Baracks Obama og Mitts Romney fór úr skorðum þegar stormurinn Sandy skall á austurströnd Bandaríkjanna, aðeins viku fyrir forsetakosningar.

Erlent

Nær enginn munur á Obama og Romney

Ný skoðanakönnun í Bandaríkjunum sýnir að enn munar svo litlu á þeim Barack Obama Bandaríkjaforseta og Mitt Romney að ómögulegt er að segja til um úrslitin á kjördag í næstu viku.

Erlent

Flugsamgöngur til New York hefjast í dag

Flugsamgöngur til og frá New York munu hefjast að nýju í dag á tveimur af þeim þremur alþjóðaflugvöllum sem eru við borgina. LaGuardia, sá minnsti þeirra. verður hinsvegar áfram lokaður.

Erlent

Ný Star Wars mynd árið 2015

Walt Disney hefur eignast Lucasfilm og hyggst gefa út nýjar Star Wars myndir á næstu árum. George Lucas mun sjálfur starfa sem skapandi ráðgjafi við gerð sjöundu Star Wars myndarinnar sem verður frumsýnd árið 2015.

Erlent

Sprengingin sem olli rafmagnsleysi á Manhattan

Rafmagnsleysið á Manhattan er rakið til sprengingar í Con Edison rafmagnsfyrirtækinu í nótt. Ofurstormurinn Sandy hefur valdið víðtækum rafmagnstruflunum á austurströnd Bandaríkjanna en alls eru um 6.5 milljónir manna án rafmagns.

Erlent

Um 50 heimili hafa brunnið

Að minnsta kosti 50 heimili í Queens hafa orðið eldin að bráð á flóðasvæðunum í New York. Um 190 slökkviliðsmenn unnu að því að ráða niðurlögum eldanna og hafa tveir þeirra slasast lítillega, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðnu. Slökkviliðið þurfti aðstoð Þjóðvarðarliðsins til þess að komast á staðinn. Tilkynnt var um eldinn um klukkan ellefu í gær að staðartíma, eða um klukkan fjögur að íslenskum tíma. Bandarískir fjölmiðlar hafa það eftir slökkviliðsmönnum að vatnsyfirborðið sé sumstaðar svo hátt að það nái mönnum alveg upp að brjósti.

Erlent

Öflugustu loftárásir stríðsins

Lítið varð úr fjögurra daga vopnahléi sem reynt var að fá stjórnarherinn og uppreisnarmenn í Sýrlandi til að fallast á fyrir helgi í tilefni af fórnarhátíð múslíma.

Erlent

Raskar lífi fimmtíu milljóna

Hundruðum þúsunda íbúa í New York, Atlantic City og fleiri stöðum á norðausturströnd Bandaríkjanna var skipað að yfirgefa heimili sín í gær meðan fellibylurinn Sandy hamaðist á þessu svæði.

Erlent

Mótmæltu berbrjósta í IKEA

Félagar í femínísku hreyfingunni Femen hafa síðustu daga staðið fyrir berbrjósta mótmælum í IKEA-verslunum í Hamborg í Þýskalandi, París í Frakklandi, Montreal í Kanada og víðar. Hópurinn vill með þessu bregðast við því að konur voru þurrkaðar út úr bæklingi IKEA í Sádi-Arabíu.

Erlent

Forfeður okkar klifruðu í trjám

Rannsóknir á beinagrindum forfeðra okkar af tegundinni Australophithecus afarensis sýna að þeir hafa klifrað í trjám, rétt eins og apar. Þar með virðist komin niðurstaða í mál, sem lengi hafa verið skiptar skoðanir um meðal mannfræðinga.

Erlent

Úkraínustjórn sögð misnota valdastöðu

Kosningaeftirlit ÖSE segir lýðræði hafa farið aftur í Úkraínu. Stjórnarandstöðu var haldið frá fjölmiðlum og fjármagni. Viktor Janúkovitsj forseti hrósar sigri. Júlía Timosjenkó mótmælir með mótmælasvelti.

Erlent

Flugvöllur í Japan lokaður vegna sprengju

Búið er að loka Sendai flugvellinum, einum stærsta flugvellinum í norðurhluta Japans. Lokunin kemur í kjölfar þess að stór sprengja frá seinni heimsstyrjöldinni fannst við enda einnar flugbrautarinnar þegar verið var að lengja hana.

Erlent

Sandy hefur kostað 14 manns lífið, eignartjón er gífurlegt

Ofurstormurinn Sandy hefur þegar kostað 14 manns lífið í sex ríkjum á austurströnd Bandaríkjanna og valið gífurlegu eignatjóni. New York borg er meir og minna myrkvuð vegna rafmagnsleysis og Manhattan er á floti en þar hefur aldrei mælst jafnmikil ölduhæð í sögunni.

Erlent