Fótbolti

Ronaldo: Ummæli Rooney voru pottþétt sögð í gríni

Portúgalinn Cristiano Ronaldo stendur nú í ströngu með landsliði sínu í 1. undanriðli HM 2010 en liðið er í þriðja sæti og dugir ekkert nema sigur í síðustu tveimur leikjum sínum gegn Ungverjalandi og Möltu til þess að eygja von um að komast á lokakeppnina.

Fótbolti

Ferguson biður Wiley afsökunar á ummælum sínum

Knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson hjá Englandsmeisturum Manchester United lét dómarann Alan Wiley fá það óþvegið eftir 2-2 jafntefli gegn Sunderland og ásakaði hann um að vera ekki í nægilega góðu líkamlegu ásigkomulagi til þess að dæma leikinn.

Enski boltinn

Pique: Ronaldo er tilkomumikill en Messi er betri

Varnarmaðurinn Gerard Pique hjá Barcelona telur að Cristiano Ronaldo, góðvinur sinn og fyrrum liðsfélagi hjá Manchester United, eigi eftir að verða enn betri hjá Real Madrdid þegar hann hefur aðlagast liðinu og spænska boltanum betur.

Fótbolti

Zenden vongóður um að ganga í raðir Sunderland

Hinn 33 ára gamli Boudewijn Zenden hefur æft með Sunderland undanfarna viku og vonast til þess að verða boðinn samningur hjá félaginu en þessi fyrrum landsliðsmaður Hollands er fáanlegur á frjálsri sölu eftir að samningur hans við Marseille rann út í sumar.

Enski boltinn

Lombardo: Margt líkt með Sampdoria nú og árið 1991

Attilio Lombardo, fyrrum leikmaður Sampdoria og ítalska landsliðsins, hrósar knattspyrnustjóranum Luigi Del Neri og lærisveinum hans í Sampdoria í nýlegu viðtali við Primocanale en Sampdoria er sem stendur á toppi ítölsku serie A-deildarinnar ásamt Inter.

Fótbolti

Styttist í endurkomu Arteta með Everton

Miðjumaðurinn Mikel Arteta hjá Everton er óðum að ná sér eftir að hafa orðið fyrir hnémeiðslum í leik gegn Newcastle 22. febrúar. Spánverjinn er búinn að vera í strangri endurhæfingu síðan þá en varð fyrir áfalli í síðasta mánuði þegar hann þurfti að fara í aðra aðgerð á hnénu.

Enski boltinn

Benitez: Danir fara vonandi varlega með Agger

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur viðurkennt að hann sé á nálum yfir því að varnarmaðurinn Daniel Agger hafi verið kallaður inn í danska landsliðið eftir að vera nýbúinn að ná sér af erfiðum bakmeiðslum.

Enski boltinn

Grant í viðræðum við Red Bulls en valdi Portsmouth

Umboðsmaður Avram Grant, fyrrverandi stjóra Chelsea og nýráðins yfirmanns knattspyrnumála hjá Portsmouth, hefur viðurkennt að Ísraelinn hafi átt í viðræðum við bandaríska MLS-deildarfélagið New York Red Bulls áður en hann ákvað að snúa aftur til Englands.

Enski boltinn

Dýrast að kaupa upp samning Hulk

Í nýjustu útgáfu Futebolfinance birtist listi yfir þá leikmenn efstu deildar í Portúgal sem eru með hæstu klásúluna í samningi sínum sem segir til um hvað lið þurfi að borga til þess að borga upp samning þeirra.

Fótbolti