Fótbolti

Allardyce hefur trú á McCarthy

Sam Allardyce, stjóri Blackburn, telur að Benni McCarthy gæti haft stóru hlutverki að gegna í leik liðsins gegn Aston Villa í undanúrslitum ensku deildabikarkeppninnar í kvöld.

Enski boltinn

Notts County í kaupbann

Notts County hefur verið sett í kaupbann þar sem skattayfirvöld í Bretlandi hafa nú krafist þess í annað skipti á skömmum tíma að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.

Enski boltinn

Newcastle neitar fréttum um Geremi

Enska B-deildarfélagið Newcastle hefur neitað þeim fregnum að Geremi sé farinn frá félaginu þó svo að tyrkneska félagið Ankaragücü hafi tilkynnt að hann væri orðinn leikmaður félagsins.

Enski boltinn

Enn óvissa um framtíð Coyle

Forráðamenn Burnley sendu í gærkvöldi frá sér yfirlýsingu þar sem greint er frá því að engin ákvörðun verði tekin um framtíð knattspyrnustjórans Owen Coyle næsta sólarhringinn, eða þar til í kvöld.

Enski boltinn

Margrét Lára, Guðný og Erla áfram hjá Kristianstad

Sænska félagið Kristianstad greindi frá því á heimasíðu sinni í gær að Íslendingarnir Margrét Lára Viðarsdóttir, Erla Steina Arnardóttir og Guðný Björk Óðinsdóttir hefðu framlengt samninga sína við félagið til loka tímabilsins 2011.

Fótbolti

Ashley Cole dæmdur fyrir of hraðan akstur

Ashley Cole, varnarmaður Chelsea og enska landsliðsins, var í dag dæmdur fyrir að aka á meira en tvöföldum hámarkshraða í nóvember síðastliðnum. Cole var tekinn á 167 kílómetrahraða á hinum svarta Lamborghini Gallardo sportbíl sínum í nágrenni London.

Enski boltinn

Pandev samdi við Inter

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Inter hefur staðfest að Makedóníumaðurinn Goran Pandev hafi skrifað undir fjögurra ára samning við félagið.

Fótbolti