Fótbolti

Engin pressa á Adebayor að koma strax til baka

Emmanuel Adebayor, fyrirliði Tógó, fær eins mikinn tíma og hann þarf til að jafna sig á skotárásinni sem rúta landsliðs hans varð fyrir á föstudaginn. Þátttöku Tógó í Afríkukeppninni er lokið en Manchester City er ekki að pressa á að Adebayor komi strax til baka.

Enski boltinn

Edwin Van der Sar farinn að æfa á nýjan leik

Edwin van der Sar er farinn af stað á ný eftir að eiginkona hans fékk heilablóðfall í síðasta mánuði. Hollenski markvörðurinn mætti á sína fyrstu æfingu í gær en hann hefur ekki spilað fyrr en hann meiddist á hné í leik á móti Everton 21. nóvember.

Enski boltinn

Mancini: Óþarfi að gefa þeim mark

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Man. City, var ánægður með sigur sinna manna í kvöld en ósáttur við markið sem liðið fékk á sig. Þetta var fyrsta markið sem City fær á sig síðan Mancini tók við liðinu.

Enski boltinn

Hólmar Örn: Það verður gott að hafa Bjarna þarna

Hólmar Örn Eyjólfsson er í viðtali á heimasíðu West Ham í framhaldi af því að hann er að fara á lánssamningi til belgíska liðsins KSV Roeselare út þetta tímabil. Þetta er annar lánssamingur Hólmars á tímabilinu en hann spilaði fjóra leiki með Cheltenham Town í október.

Enski boltinn

Vippa Pienaar á móti Arsenal: Fallegasta markið hans á ferlinum

Suður-Afríkumaðurinn Steven Pienaar var ánægður með markið sitt fyrir Everton á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Steven Pienaar slapp þá einn í gegn og vippaði boltanum af mikilli yfirvegun yfir Manuel Almunia í marki Arsenal. Pienaar kom Everton í 2-1 en Arsenal náði að tryggja sér stig í lokin.

Enski boltinn

Malaví skellti HM-liði Alsíringa með stæl

Afríkukeppnin í fótbolta er komin í gang og mjög óvænt úrslit urðu í fyrsta leik dagsins þegar Malaví vann 3-0 sigur á Alsír. Alsírngar eru á leiðinni á HM í Suður-Afríku í sumar þar sem þeir eru í riðli með Englandi, Bandaríkjunum og Slóveníu.

Fótbolti

Misstu fjögurra marka forystu í janftefli

Átta mörk voru skoruð í opnunarleik Afríkukeppninnar í knattspyrnu í kvöld er gestgjafarnir í Angóla máttu sætta sig við 4-4 jafntefli eftir að hafa verið 4-0 yfir þegar ellefu mínútur voru til leiksloka.

Fótbolti