Fótbolti

Vaxmynd af Gerrard á Anfield

Vaxmynd af Steven Gerrard kemur í hið fræga vaxmyndasafn Madame Tussaud í London á næstu dögum. Vaxmyndin var afhjúpuð á Anfield en þetta er í eitt af örfáum skiptum sem vaxmyndir af safninu eru frumsýndar utan London.

Enski boltinn

David Moyes efast um að Everton geti haldið Landon Donovan

David Moyes, stjóri Everton, er allt annað en bjartsýnn um að félagið getið framlengt lánsamning Bandaríkjamannsins Landon Donovan en tíu vikna samningur við Galaxy rennur út um miðjan mars. Donovan hefur staðið sig frábærlega með Everton liðinu síðan hann kom frá Los Angeles Galaxy í janúar.

Enski boltinn

Fletcher: Pressan okkar skilar öllum þessum sjálfsmörkum

Darren Fletcher, miðjumaður Manchester United, segir ástæðuna fyrir öllum sjálfsmörkum mótherja Manchester United á tímabilinu vera pressuna sem United-liðið setur á andstæðinga sína. 10 af 62 mörkum United í ensku úrvalsdeildinni í vetur hafa verið sjálfsmörk mótherja.

Enski boltinn

Inter og Roma á höttunum eftir Simplicio

Umboðsmaður miðjumannsins Fabio Simplicio segir ekkert hæft í þeim sögusögnum um að skjólstæðingur sinn sé búinn að ná munnlegu samkomulagi við Roma um að ganga í raðir félagsins næsta sumar þegar samningur hans rennur út við Palermo.

Fótbolti

Forseti Juventus grunaður um skattasvik

Skattamál Jean-Claude Blanc, forseti Juventus, eru í rannsókn þessa dagana hjá ítölskum yfirvöldum. Á því ekki að ganga af Blanc sem mun væntanlega missa forsetatign sína næsta sumar.

Fótbolti

Tíu sjálfsmörk mótherja Manchester United í vetur

Andstæðingar ensku meistarana í Manchester United hafa gert sér lífið erfiðara með því að aðstoða United-menn í markaskoruninni í ensku úrvalsdeildinni. United náði jafntefli á móti Aston Villa í kvöld þökk sé enn einu sjálfsmarkinu nú frá Aston Villa manninum James Collins.

Enski boltinn

Stolni bíllinn hans Gattuso fannst í Albaníu

Gennaro Gattuso hefur endurheimt Range Rover jeppann sinn sem var stolinn af honum fyrir fjórum árum. Bílinn fannst ásamt sex öðrum í Albaníu en þar enda margir af stolnum bílum í Evrópu undir fölskum skráningarvottorðum.

Fótbolti