Fótbolti

Thierry Henry telur Arsenal geta unnið deildina

Thierry Henry, fyrrum framherji Arsenal, segir að sitt gamla félag geti vel unnið ensku úrvaldsdeildina án lykilmannsins Robin Van Persie. Arsenal hefur færst nær toppsætinu og er nú aðeins tveimur stigum á eftir Manchester United sem situr á toppi deildarinnar.

Enski boltinn

Robinho gagnrýnir Mancini

Brasilíski framherjinn, Robinho, gagnrýnir Roberto Mancini, stjóra Manchester City, en hann segir að Mancini hafi tekið allt sjálfstraust úr sér er hann skipti honum af velli hvað eftir annað í leikjum City í vetur.

Enski boltinn

Hjálmar heitur gegn KA

Framarar byrjuðu vel í Lengjubikarnum í fótbolta en þeir mættu KA í fyrsta leik sínum í keppninni. Fram vann leikinn 4-1 en leikið var í Boganum á Akureyri.

Íslenski boltinn

Valur samdi við danskan bakvörð

Valur fékk í dag danska bakvörðinn Martin Pedersen að láni út næsta sumar. Valsmenn telja sig vera að fá geysisterkan leikmann enda hefur hann verið að leika í dönsku úrvalsdeildinni sem og með yngri landsliðum Danmerkur.

Íslenski boltinn

Real Madrid á toppinn eftir lygilegan sigur

Real Madrid er komið upp fyrir Barcelona á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar eftir dramatískan sigur, 3-2, á Sevilla í kvöld. Liðin hafa jafn mörg stig en Real er á toppnum með betra markahlutfall.

Fótbolti

Langþráður sigur hjá Juventus

Það hefur nákvæmlega ekkert gengið upp hjá Juventus síðustu vikur en stuðningsmenn félagsins gátu leyft sér að brosa í kvöld þegar liðið vann góðan útisigur á Fiorentina, 1-2.

Fótbolti

Skipt um gras á Wembley

Nýtt gras verður lagt á Wembley-leikvanginn en það verður í tíunda sinn sem það er gert frá því að nýr og endurbættur Wembley völlurinn var tekinn í notkun 2007.

Enski boltinn

Wright-Phillips: Ég er ekki gráðugur

Shaun Wright-Phillips viðurkennir að vera mjög svekktur með hversu illa gengur að semja við Man. City en segir að sama skapi ekkert vera hæft í þeim fréttum að hann sé svo gráðugur að ekki sé hægt að semja.

Enski boltinn

Leitað að eftirmanni Scholes

Glazer fjölskyldan er tilbúin að gefa Sir Alex Ferguson fjármagn til að finna miðjumann sem á að fylla skarð Paul Scholes þegar hann hættir. Frá þessu greini The Manchester Evening News.

Enski boltinn

Mörk eru eins og tómatsósa

Gonzalo Higuain segist hafa fengið góð ráð frá markahróknum Ruud van Nistelrooy þegar hann mætti á Bernabeu. Nistelrooy sagði honum að mörk væru eins og tómatsósa.

Fótbolti