Fótbolti

Engin eftirsjá hjá Maradona

Diego Armando Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, sér ekki eftir því að hafa skilið Inter-mennina Esteban Cambiasso og Javier Zanetti eftir heima fyrir HM og ætlar svo sannarlega ekki að biðjast afsökunar á vali sínu eins og einhverjir hafa farið fram á.

Fótbolti

Berbatov leggur landsliðsskóna á hilluna

Dimitar Berbatov, leikmaður Man. Utd, er hættur að leika með búlgarska landsliðinu þó svo hann sé aðeins 29 ára gamall. Berbatov er markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins með 48 mörk í rúmlega 70 leikjum.

Fótbolti

Boateng má spila með Gana

Þýski miðvallarleikmaðurinn Kevin Prince Boateng má spila með Gana á HM í Suður-Afríku í sumar. Þetta fullyrðir knattspyrnusamband Gana.

Fótbolti

Hogdson: Við spiluðum vel

Roy Hodgson, stjóri Fulham, hrósaði sínum mönnum þrátt fyrir að liðið tapaði í kvöld fyrir Atletico Madrid í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA í kvöld.

Fótbolti

Wenger segir að hann þurfi að styrkja vörnina hjá Arsenal

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur gefið það út að hann ætli sér að styrkja vörn liðsins fyrir næsta tímabil þar sem frammistaða varnarmanna liðsins á nýloknu tímabili hafi aðeins verið í meðallagi. Arsenal hefur nú ekki unnið titil í fimm ár en hefur á þessum tíma sjaldan verið nærri meistaratitlinum en í vetur.

Enski boltinn

Meiðsli Terry ekki alvarleg

Meiðsli John Terry sem hann hlaut á æfingu með Chelsea í dag eru ekki alvarleg og er talið að hann geti spilað með liðinu í bikarúrslitaleiknum gegn Portsmouth á laugardaginn.

Enski boltinn