Fótbolti

Given ósáttur við FIFA

Írski landsliðsmarkvörðurinn Shay Given er afar ósáttur við það kerfi sem FIFA notaði þegar dregið var í umspilinu um laust sæti á HM í dag.

Fótbolti

Sundboltarnir að seljast upp á Anfield

Það er um fátt annað talað þessa dagana en „sundboltamarkið" sem Liverpool fékk á sig um helgina gegn Sunderland. Stuðningsmenn annarra liða eru heldur betur til í að nudda salti í sár Liverpool og þeir flykkjast þessa dagana á Anfield til þess að kaupa sér eins bolta og réð úrslitum gegn Sunderland.

Enski boltinn

Cruyff ver Lionel Messi

Það hefur vakið athygli hversu dapur Argentínumaðurinn Lionel Messi hefur verið með landsliði sínu en hann hefur verið langt frá því að spila eins vel með Argentínu og Barcelona.

Fótbolti

Eto´o til í að stefna Barcelona

Samuel Eto´o er ekki búinn að jafna sig á því að hafa verið seldur frá Barcelona síðasta sumar og ætlar að keyra áfram skaðabótakröfu upp á 2 milljónir evra að því er umboðsmaður hans segir.

Fótbolti

Ronaldinho átti loksins góðan leik

Brasilíumaðurinn Ronaldinho hristi loksins af sér slenið um helgina og átti virkilega góðan leik er AC Milan lagði Roma, 2-1. Hann skoraði meira að segja annað marka Milan.

Fótbolti

Frakkar mæta Írum

Í hádeginu var dregið í umspilinu fyrir HM 2010. Mikil spenna var í loftinu í Zurich er dregið var. Athyglisverðasta rimman er á milli Frakka og Íra.

Fótbolti

Svíar ætla að ræða við Eriksson

Sá möguleiki að Sven-Göran Eriksson taki við sænska landsliðinu hefur ekki verið útilokaður og mun formaður sænska knattspyrnusambandsins ræða við Eriksson um starfið í vikunni.

Enski boltinn

Ashley lækkar verðið á Newcastle

Mike Ashley, eigandi Newcastle, hefur ekkert gengið að selja félagið og breskir fjölmiðlar greina fá því í dag að hann sé því búinn að lækka verðmiðann á félaginu um 20 milljónir punda.

Enski boltinn

Kompany framlengir við City

Miðjumaður Man. City, Vincent Kompany, hefur bundið enda á þær sögusagnir að hann sé á leið frá félaginu með því að skrifa undir nýjan fimm ára samning við félagið.

Enski boltinn

Stóru liðin eru ekki ósigrandi

Mark Hughes, stjóri Man. City, segir að sá tími sé liðinn að stóru fjögur liðin í ensku boltanum séu sama og ósigrandi. Síðustu ár hafa Man. Utd, Chelsea, Arsenal og Liverpool verið langsterkustu lið deildarinnar en Hughes segir að landslagið sé að breytast.

Enski boltinn

Loksins sigur hjá Milan

AC Milan vann í kvöld sinn fyrsta sigur í tæpan mánuð í ítölsku úrvalsdeildinni er liðið lagði Roma á heimavelli, 2-1.

Fótbolti

Sex leikmenn Barca tilnefndir

Í dag birti France Football lista þeirra 30 knattspyrnumanna sem eru tilnefndir til Gullboltans í ár. Flestir koma úr röðum Evrópumeistara Barcelona eða sex talsins.

Fótbolti