Fótbolti

Sundboltastrákurinn ældi eftir leikinn

Unglingsstrákurinn sem er ábyrgur fyrir líklega furðulegasta marki i sögu ensku úrvalsdeildarinnar er kominn úr felum og hefur beðist afsökunar. Strákurinn heitir Callum Campbell og er aðeins 16 ára.

Enski boltinn

Stuðningsmenn United verða með Cantona-grímur

Það má búast við miklu fjöri í stúkunni á Anfield í dag rétt eins og á vellinum. Fjöldi stuðningsmanna Man. Utd ætlar að mæta með Cantona-grímur og svo mun einhver fjöldi ætla sér að reyna að smygla sundboltum á völlinn.

Enski boltinn

Markalaust hjá Real Madrid

Leikmenn Real Madrid virtust ekki vera búnir að jafna sig á tapinu gegn AC Milan í Meistaradeildinni er þeir mættu Sporting Gijon í spænska boltanum í kvöld.

Fótbolti

Lampard hrósar Joe Cole

Frank Lampard, sem skoraði tvö mörk fyrir Chelsea í dag, var geysilega ánægður með endurkomu Joe Cole í lið Chelsea. Þetta var fyrsti leikur Cole síðan í janúar.

Enski boltinn

Lennon tók sjálfan sig af velli

Sérstök uppákoma átti sér stað í leik Spurs og Stoke í dag. Enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hjá Totenham tók sjálfan sig af velli þó svo hann hefði verið beðinn um að halda áfram að spila.

Enski boltinn

Sanngjarn sigur Frakka

Frakkland lagði Ísland, 2-0, í undankeppni HM í dag en leikið var í Frakklandi. Þetta var annar af úrslitaleikjum riðilsins, enda Ísland og Frakkland langsterkust, og ljóst að íslenska liðið þarf að klára þá leiki sem eftir eru og leggja Frakka heima ætli það sér að vinna riðilinn.

Fótbolti

Yfirsjúkraþjálfari Portsmouth: Hermann getur verið harðhentur

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson hefur ekkert getað leikið með Portsmouth á yfirstandandi tímabili í ensku úrvalsdeildinni vegna meiðsla en Gary Sadler, yfirsjúkraþjálfari Portsmouth, segir í viðtali við pfcTV að Hermann eigi ekki langt í land með að verða leikfær á nýjan leik.

Enski boltinn

Aron Einar: Ég tel mig vera mjög heppinn

Landsliðsmaðurinn Aron Einar Gunnarsson hjá Coventry fór meiddur af velli í leik gegn Sheffield Wednesday á dögunum eftir ljóta tæklingu og í fyrstu var talið að um fótbrot væri að ræða. Nú hefur skoðun hins vegar leitt í ljós að meiðslin áttu ekki að halda Akureyringnum lengi utan vallar.

Enski boltinn

Mario Balotelli sagður vera undir smásjá Arsenal

Samkvæmt heimildum breska götublaðsins The Sun er knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal sagður vera mikill aðdáandi framherjans efnilega Mario Balotelli hjá Inter og njósnarar frá Arsenal eru sagðir hafa verið tíðir gestir á leikjum Ítalíumeistaranna undanfarið.

Fótbolti

Þýskaland mætir Argentínu

Knattspyrnusambönd Þýskalands og Argentínu hafa komist að samkomulagi um að landslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í München þann 3. mars næstkomandi.

Fótbolti