Fótbolti

Ævintýraleg eyðsla hjá Real Madrid

Það er ekkert félag í heiminum eins duglegt að eyða peningum og Real Madrid. Samkvæmt spænska blaðinu Marca hefur Real eytt yfir 1.000 milljónum evra í leikmenn síðasta áratuginn.

Fótbolti

Edda og Ólína í bikarúrslit

Það verður Íslendingaslagur í úrslitum sænsku bikarkeppninnar í ár en Örebro, lið Eddu Garðarsdóttur og Ólínu Guðbjargar Viðarsdóttur, tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum með 2-1 sigri á Linköping eftir framlengingu.

Fótbolti

Sepp Blatter er gamaldags

Louis Van Gaal, þjálfari FC Bayern, er ekki í aðdáendaklúbbi alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og gagnrýnir sambandið harkalega fyrir silaleg vinnubrögð í tæknimálum og að bæta við dómurum.

Fótbolti

Moratti, forseti Inter: Maicon verður áfram hjá okkur

Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Internaztionale, segir að Real Madrid sé ekki tilbúið að gera nóg til þess að fá brasiliska bakvörðinn Maicon. Maicon hefur verið á óskalista Jose Mourinho síðan hann fór yfir á Santiago Bernabeu.

Fótbolti

Mancini: Fyrsti leikurinn mun ekki ráða úrslitum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, reyndi að tala niður mikilvægi leik liðsins á móti Tottenham um næstu helgi í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Liðin háðu harða keppni um sæti í Meistaradeildinni á síðasta tímabili þar sem að Tottenham hafði betur.

Enski boltinn