Fótbolti

Ekkert stoppar Chelsea - fullt hús og markatalan 17-1

Chelsea heldur sigurgöngu sinni áfram í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann 3-1 sigur á West Ham í dag. Chelsea hefur náð í tólf stig af tólf mögulegum í fyrstu fjórum umferðunum og markatalan er 17-1 en West Ham maðurinn Scott Parker varð fyrstur til að koma boltanum í mark Chelsea á þessu tímabili þegar hann minnkaði muninn undir lok leiksins í dag.

Enski boltinn

Zola: Ég gerði mistök

Gianfranco Zola ætlar að reyna að læra af mistökunum sem hann gerði í stuttri stjóratíð sinni hjá West Ham en Ítalinn góðlegi var rekinn frá Upton Park eftir tímabilið. Gianfranco Zola ætlar að mæta á leik West Ham og Chelsea á Upton Park í dag.

Enski boltinn

Tvö mörk Everton í uppbótartíma tryggðu 3-3 jafntefli við United

Everton náði jafntefli á móti Manchester United með ótrúlegum hætti en liðið skoraði tvö mörk í uppbótartíma þegar stefndi í ekkert annað en öruggan sigur Manchester United á Goodison Park í hádegisleiknum í enska boltanum. Mikel Arteta og Tim Cahill skoruðu mörkin tvö fyrir Everton á innan við mínútu.

Enski boltinn

Given fékk ekki að fara frá Man. City

Hinn afar frambærilegi markvörður Man. City, Shay Given, ætlar ekki að gefast upp hjá félaginu þó svo búið sé að henda honum á tréverkið svo Joe Hart geti spilað með liðinu. Reyndar hefur hann ekki um annað að velja.

Enski boltinn

Bobby Zamora búinn að gera samning við Fulham til 2014

Bobby Zamora, framherji Fulham, er búinn að gera nýjan fjögurra ára samning við félagið sem gildir til ársins 2014. Zamora fór á kostum með Fulham á síðasta tímabil þar sem hann skoraði 19 mörk og hjálpaði liðinu að komast í úrslitaleik Evrópudeildarinnar og ná tólfta sætinu í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Leikmenn í ítölsku deildinni á leiðinni í verkfall

Leikmenn í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta hafa tilkynnt að þeir ætli að fara í verkfall eftir tvær vikur til þess að mótmæla því hversu lítinn rétt þeir eiga að hafa í félagsskiptum sínum. Samkomulag á milli ítölsku A-deildarinnar og leikmannasamtakanna rann út í sumar.

Fótbolti

Defoe fór í ökklaaðgerð og verður frá í þrjá mánuði

Tottenham er nú búið að fá slæmar fréttir af framherja sínum Jermain Defoe þrjá daga í röð. Hann meiddist í leik með enska landsliðinu á þriðjudag, á miðvikudaginn var talið að hann yrði frá í sex vikur en í gær kom í ljós að hann þurfti að fara í aðgerð og verður frá í þrjá mánuði.

Enski boltinn

Strákarnir mæta Skotum í umspilinu

Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta dróst á móti Skotlandi í umspilinu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Leikirnir fara fram 8 og 12. október næstkomandi.

Fótbolti