Fótbolti

Leikmenn Barcelona fluttir með þyrlu í leikinn á móti Ceuta

Barcelona mætir 3. deildarliðinu Ceuta í spænska Konungsbikarnum á morgun en þetta er fyrri leikur liðanna í 32 liða úrslitum. Xavi er meiddur og menn eins Valdés, Alves, Piqué, Busquets, Iniesta, Messi og Villa frá frí í leiknum en restin á liðinu fær "forstjóra-flutning" á staðinn.

Fótbolti

Annar sigur AIK í röð

AIK er á góðri leið með að bjarga sæti sínu í sænsku úrvalsdeildinni en liðið vann 2-1 sigur á Halmstad í kvöld.

Fótbolti

Platini vill ekki að fótboltinn breytist í Playstation-leik

Michel Platini, forseti UEFA, er ekki hlyntur því taka upp marklínutækni í fótboltanum því hann telur að þá væru menn búnir að stíga fyrsta skrefið í átt að breyta fótboltanum í Playstation-leik eins og hann orðar það sjálfur. Platini er á því að stærsta verkefnið í að bæta dómgæslu sé að dómararnir öðlist meiri virðingu hjá þeim sem koma að leiknum.

Fótbolti

Jamie Carragher með þrjú mörk í mínus hjá Liverpool

Jamie Carragher skoraði enn á ný í vitlaust mark í 2-1 sigri Liverpool á Blackburn í ensku úrvalsdeildinni í gær en það kom ekki að sök því Fernando Torres náði að tryggja Liverpool sigurinn með langþráðu marki. Það má sjá sjálfsmarkið hans Carragher með því að smella hér.

Enski boltinn

Redknapp búinn að senda Gareth Bale í frí

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, ætlar að passa upp á álagið á skærustu stjórnu liðsins en hann hefur ákveðið að gefa hinum frábæra Gareth Bale nokkra daga frí á ströndinni til þess að safna kröftum fyrir komandi leiki á móti Manchester United og Inter Milan.

Enski boltinn

Öll mörkin úr enska boltanum inn á Vísi

Þetta var mjög viðburðarrík helgi í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þar sem Chelsea hélt sigurgöngu sinni áfram, Arsenal vann 3-0 sigur á Manchester City, Manchester United vann langþráðan útisigur og Liverpool komst loksins á sigurbraut eftir sjö leiki í röð án sigurs.

Enski boltinn

Gary Neville um Rooney-málið: Tíminn mun lækna öll sár

Gary Neville, varnarmaður Manchester United, trúir því að stuðningsmenn Manchester United verði fljótir að gleyma vikunni þar sem Wayne Rooney ætlaði að yfirgefa félagið. Rooney skrifaði loks undir fimm ára samning nokkrum dögum eftir að hann lýsti því yfir að hann væri á förum.

Enski boltinn