Fótbolti

Armand Traore samdi við QPR

Armand Traore er genginn til liðs við QPR frá Arsenal en þetta kemur fram á vefsíðu Arsenal í dag. Traore mun hafa skrifað undir þriggja ára samning við QPR og verður því samherji Heiðars Helgusonar á þessari leiktíð.

Enski boltinn

Sandra laus frá Jitex: Maður léttist um nokkur kíló í hjartanu

Sandra Sigurðardóttir, fyrrum markvörður sænska liðsins Jitex virðist loksins vera að losna undan samningi við félagið. Sandra rifti samningi sínum við Jitex fyrr í sumar vegna vanefnda en Svíarnir litu svo á að hún væri enn samningsbundinn sínu félagi og mætti því ekki fara heim til Stjörnunnar. FIFA hefur nú úrskurðað í málinu og það Söndru í vil.

Íslenski boltinn

Liverpool neitaði tilboði Chelsea í Meireles

Fram kemur í enskum miðlum í dag að Liverpool hafi neitað tilboði Chelsea í miðjumanninn Raul Meireles, en Chelsea mun hafa boðið 8 milljónir í þennan snjalla Portúgala auk þess var liðið tilbúið að láta Yossi Benayoun fylgja með.

Enski boltinn

Mancini: Adam Johnson er ekki til sölu

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur gefið það út í enskum fjölmiðlum að Englendingurinn Adam Johnson sé alls ekki til sölu og leikmaðurinn eigi sér framtíð hjá félaginu.

Enski boltinn

Guðmundur og Matthías koma inn í landsliðshópinn

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, hefur kallað tvo leikmenn til viðbótar inn í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Kýpur og Noregi, en þeir Matthías Vilhjálmsson, leikmaður FH, og Guðmundur Kristjánsson, leikmaður Breiðabliks, koma nýir inn í hópinn.

Íslenski boltinn

Hannes tekur sæti Gunnleifs í landsliðshópnum

Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, átti frábæran leik í kvöld í 2-1 sigri á Fram og eftir leikinn fékk hann þær fréttir að hann væri kominn inn í íslenska landsliðshópinn. Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður FH, meiddist á móti Stjörnunni í kvöld og varð að segja sig út úr hópnum. Þetta kom fram í markaþættinum "Íslenski boltinn" á RÚV í kvöld.

Íslenski boltinn

Heimir: Gerðum barnaleg mistök

Heimir Guðjónsson þjálfari FH segir lið sitt hafa gert barnarleg mistök í leik sem hann leit á sem úrslitaleik um hvort FH gæti gert alvöru atlögu að Íslandsmeistaratitlinum þegar FH steinlá 4-0 gegn Stjörnunni.

Íslenski boltinn

Tryggvi: Þetta var „soft“ víti

Tryggvi Guðmundsson átti skrautlegan leik í kvöld. Hann skoraði mark úr víti sem hann viðurkennir að hafi ekki verið víti, skoraði mark með hnénu og fékk svo fjölda tækifæra til að innsigla þrennuna og jafna frægt markamet Inga Björns Albertssonar.

Íslenski boltinn

Barcelona skoraði fimm mörk á móti Villarreal

Barcelona-liðið fór á kostum í kvöld þegar liðið vann 5-0 sigur á Villarreal á Nývangi í leik liðanna í spænsku úrvalsdeildinni. Barcelona og Villarreal spila bæði í Meistaradeildinni í vetur en það virðist vera himinn og haf á milli þessara liða ef marka má leikinn í kvöld.

Fótbolti