Fótbolti

Með kókaín í Kóraninum

Íranski landsliðsmaðurinn Amou Lashgarian Hassan var handtekinn í Mílanó í morgun en hann reyndi að smygla kókaíni inn til landsins.

Fótbolti

Emil skoraði í öðrum leiknum í röð

Emil Hallfreðsson skoraði mark Hellas Verona sem gerði 1-1 jafntefli við Nocerina í ítölsku B-deildinni í kvöld. Markið skoraði hann á 76. mínútu og tryggði sínum mönnum þar með stig á útivelli.

Fótbolti

Chelsea nálgast Hazard

Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að Belginn Eden Hazard gangi í raðir Chelsea frá franska liðinu Lille. Forráðamaður hjá Lille staðfestir að félögin séu nálægt því að ná samkomulagi.

Enski boltinn

Ronaldo: Real er með besta leikmannahóp heims

Cristiano Ronaldo segist ekki vera í nokkrum vafa um að Real Madrid sé með besta leikmannahóp heims þessa dagana. Portúgalinn segir að gæðin í leikmannahópnum séu þess valdandi að hann vilji bæta sig enn frekar sem leikmaður.

Fótbolti

Fabregas verður aftur með Barcelona á morgun

Cesc Fabregas er búinn að ná sér af meiðslunum og verður með Barcelona á móti Seville í spænsku deildinni á morgun. Fabregas hefur verið frá í þrjár vikur eftir að hafa tognað aftan í læri á æfingum með Barcelona 1. október síðastliðinn.

Fótbolti

Richards hjá City: Leikmenn United eru svolítið hræddir við okkur

Micah Richards, varnarmaður Manchester City, segir að nágrannar þeirra Manchester United séu hræddir við City-liðið en Manchester-slagurinn fer fram á Old Trafford á sunnudaginn og í boði er efsta sætið í ensku úrvalsdeildinni. City hefur tveggja stiga forskot á topp ensku úrvalsdeildarinnar og hefur unnið 7 af 8 deildarleikjum tímabilsins til þessa.

Enski boltinn

Tevez bara kærður fyrir að neita að hita upp

Þetta var víst bara einhver missklingur eins og hjá Georgi Bjarnfreðarsyni um árið. Manchester City getur ekki sannað fullyrðingu stjórans Roberto Mancini að Carlos Tevez hafi neitað að fara inn á í Meistaradeildarleik City-liðsins í München fyrir þremur vikum.

Enski boltinn

AEK Aþena lá í Moskvu án Eiðs Smára - AZ náði jafntefli en OB tapaði

AEK Aþena tapaði 3-1 á móti Lokomotiv Moskvu í L-riðli Evrópudeildarinnar í dag en gríska liðið lék þarna sinn fyrsta leik síðan að Eiður Smári Guðjohnsen fótbrotnaði. Þetta var ekki alltof gott kvöld fyrir Íslendingaliðin því OB frá Óðinsvéum tapaði líka sínum leik en AZ Alkmaar náði hinsvegar jafntefli með því að skora tvö í lokin.

Fótbolti