Fótbolti

Lennon: Þetta var bara vinaleg stríðni

Eftir leikinn á mánudag fóru Steven Lennon og Gary Martin, leikmaður ÍA, mikinn á samskiptasíðunni Twitter þar sem þeir gerðu stólpagrín að Skúla Jóni Friðgeirssyni, leikmanni KR en Fram vann 5-0 sigur á KR þar sem Lennon skoraði öll fimm mörk Framliðsins.

Íslenski boltinn

Henry gerir eitthvað stórkostlegt í kvöld

Arsenal er annað af tveimur Lundúnarliðunum sem heldur uppi heiðri ensku úrvalsdeildarinnar í Meistaradeild Evrópu í fótbolta. Arsenal fékk án efa einn erfiðasta mótherjann sem hugsast getur í 16-liða úrslitum. Ítalska meistaraliðið AC Milan er mótherji Arsenal og fyrri leikurinn fer fram á hinum eina sanna leikvangi San Síró í Mílanó.

Fótbolti

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport

Þorsteinn J. og gestir ræddu sigur Barcelona á Bayern Leverkusen í Meistaradeildinni í knattspyrnu. Sérfræðingar þáttarins, Reynir Leósson og Pétur Marteinsson, fóru yfir gang mála. Ennfremur veltu þeir vöngum yfir stórleiknum AC Milan og Arsenal á miðvikudag en upphitun fyrir þann leik hefst kl 19.00 á Stöð2 sport.

Fótbolti

Massimo Taibi: Ég sé sjálfan mig í David de Gea

Massimo Taibi, fyrrum markvörður Manchester United, þekkir það manna best hvernig að er falla ekki í kramið á Old Trafford en hann yfirgaf félagið með skottið á milli lappanna árið 2000 eftir að hafa gert nokkur stór mistök í mark Manchester United.

Enski boltinn

Guardiola: Af hverju ætti ég að hvíla Messi

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, var að sjálfsögðu kátur eftir 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Lionel Messi skoraði eitt og lagði upp annað í leiknum en eftir leikinn var Guardiola spurður út í það hvort að hann ætti að hvíla Messi meira.

Fótbolti

Messi og félagar sýndu styrk sinn í Leverkusen - myndir

Tvö mörk frá Sílemanninum Alexis Sanchez og mark frá snillingnum Lionel Messi í blálokin tryggðu Barcelona 3-1 útisigur á Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Börsungar eru svo gott sem komnir áfram í átta liða úrslitin eftir þennan flotta sigur.

Fótbolti

Lyon náði bara að skora eitt framhjá varnarmúr APOEL

Alexandre Lacazette tryggði franska liðinu Lyon 1-0 sigur á APOEL Nicosia frá Kýpur í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en þessi úrslit þýða að Kýpurmennirnir eiga enn ágæta möguleika á því að komast í átta liða úrslitin.

Fótbolti

Barcelona í flottum málum eftir 3-1 útisigur á Leverkusen

Evrópumeistarar Barcelona eru í frábærum málum eftir 3-1 útisigur á þýska liðinu Bayer Leverkusen í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Sílemaðurinn Alexis Sánchez var hetja kvöldsins hjá Börsungum því hann skoraði tvö fyrstu mörk liðsins sitthvorum megin við hálfleikinn og Lionel Messi innsiglaði síðan sigurinn í lokin.

Fótbolti

Sonur Atla Eðvaldssonar farin frá FH yfir í KR

Emil Atlason hefur ákveðið að skipta úr FH yfir í KR í fótboltanum en þetta kemur fram á heimasíðu KR. Emil Atlason er 19 ára gamall og spilar framarlega á miðjunni eða sem framherji. Hann er sonur Atla Eðvaldsson, fyrrum atvinnumanns og landsliðsfyrirliða og er yngri bróðir landsliðskonunnar Sifjar Atladóttur og Egils Atlasonar sem hefur spilað lengst með Víkingum.

Íslenski boltinn

Giggs: Erfitt að meta hvenær best sé að hætta

Goðsögnin Ryan Giggs hjá Man. Utd viðurkennir að hann sé hræddur um að velja rangan tímapunkt þegar kemur að því að leggja skóna á hilluna. Það stendur reyndar ekki til hjá Giggs að hætta á næstunni þar sem hann er búinn að semja við Man. Utd út næstu leiktíð.

Enski boltinn

Sverrir hættur hjá FH

Varnarmaðurinn Sverrir Garðarsson hefur náð samkomulagi við knattspyrnudeild FH um starfslok sín hjá félaginu. Frá þessu er greint á stuðningsmannasíðu FH í dag.

Íslenski boltinn

Sunnudagsmessan: Tekur Redknapp við enska landsliðinu?

Harry Redknapp er enn í baráttunni um enska meistaratitilinn með lið sitt Tottenham í ensku úrvalsdeildinni eftir 5-0 sigur liðsins um helgina gegn Newcastle. Redknapp er ofarlega á lista yfir þá sem eru líklegir til þess að taka við enska landsliðinu eftir að Fabio Capello hætti þar störfum á dögunum.

Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Sagan endalausa af Suárez og Evra

Sagan endalausa um samskipti þeirra Luis Suárez framherja Liverpool og Patrice Evra varnarmanns Manchester United var til umræðu í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2. Guðmundur Benediktsson og Hjörvar Hafliðason fóru yfir stöðu mála með Þorvaldi Örlygssyni þjálfara Fram sem var gestur "Messunnar“ að þessu sinni.

Enski boltinn

Aron Einar, Þorvaldur og Þorsteinn J í boltaþættinum á X-inu 977

Íþróttafréttamaðurinn Valtýr Björn Valtýsson stjórnar boltaþættinum á X-inu 977 í dag á milli 11-12. Gestur þáttarins verða þeir Þorvaldur Örlygsson og Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Valtýr mun einnig slá á þráðinn og ræða við Aron Einar Gunnarsson leikmann enska fótboltaliðsins Coventry.

Fótbolti

Sunnudagsmessan: Síðasta Elokobi-hornið

George Nganyuo Elokobi mun ekki leika fleiri leiki með enska úrvalsdeildarliðinu Wolves á þessari leiktíð. Hann hefur nú verið lánaður til Nottingham Forest í næst efstu deild. Í Sunnudagsmessunni var Elokobi kvaddur með þessu myndbandi.

Enski boltinn

Liverpool segist ekki hafa látið undan þrýstingi

Liverpool hefur séð ástæðu til þess að koma á framfæri að félagið tók sjálft ákvörðun um að biðjast afsökunar út af farsanum á Old Trafford um síðustu helgi. Félagið baðst ekki afsökunar út af pressu frá styrktaraðilanum Standard Chartered.

Enski boltinn

Er Barca enn besta liðið?

Sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar byrja í kvöld og augu flestra verða á leik Evrópumeistara Barcelona sem hafa ekki verið alltof sannfærandi en munu heimsækja þýska liðið Bayer Leverkusen. Reynir Leósson þekkir vel til liðanna.

Fótbolti