Fótbolti

Manchester City kom til baka og vann Porto í Portúgal

Manchester City er í flottum málum eftir 2-1 útisigur á móti Porto í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar sem fram fór í Portúgal í kvöld. Sjálfsmark heimamanna gæti reynst Porto-liðinu dýrkeypt en það breytti leiknum í kvöld. Það var varamaðurinn Sergio Agüero sem skoraði sigurmark City.

Fótbolti

Guardiola þurfti að útskýra "Inter-trefilinn"

Menn nenna að velta sér upp úr ótrúlegustu hlutum í knattspyrnuheiminum og nú hefur Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, þurft að útskýra af hverju hann var með "Inter-trefil" í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á þriðjudag.

Fótbolti

Samantekt úr Meistaradeildarmörkunum, 4-0 sigur AC Milan

AC Milan frá Ítalíu og ekki síst sænski landsliðsmaðurinn Zlatan Ibrahimovich sýndu snilli sina í 4-0 sigri liðsins gegn enska liðinu Arsenal í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þorsteinn J. fór yfir gang mála í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport í kvöld þar sem hann ræddi við sérfræðinga þáttarins; Heimi Guðjónsson, Reyni Leósson og Pétur Marteinsson.

Fótbolti

Draumadvöl Henry hjá Arsenal endaði með martröð

Thierry Henry lék sinn síðasta leik með Arsenal í kvöld þegar liðið tapaði 0-4 á móti AC Milan í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar en enska liðið er svo gott sem úr leik í keppninni eftir þessi úrslit.

Fótbolti

Sigurður Ragnar sá Belgana tapa stigum

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, var meðal áhorfenda þegar Belgía og Norður-Írland gerðu 2-2 jafntefli í Dessel í Belgíu í undankeppni EM í kvöld. Þessi lið eru með Íslandi í riðli og eru Belgar næstu mótherjar íslensku stelpnanna.

Fótbolti

Juventus náði ekki að komast á toppinn

Juventus mistókst að komast í toppsætið í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld þegar liðið náði aðeins markalausu jafntefli á móti Parma sem var ellefu sætum neðar í töflunni fyrir leikinn.

Fótbolti

Arsenal steinlá á móti AC Milan og er nánast úr leik

AC Milan er komið með annan fótinn í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta eftir 4-0 stórsigur á Arsenal í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitunum sem fram fór á San Siro í Mílanóborg í kvöld. Arsenal-liðið var nokkrum númerum of lítið í þessum leik og getur nú farið að einbeita sér að keppni í ensku úrvalsdeildinni og enska bikarnum.

Fótbolti

Frank de Boer: Ég vona að Luis Suarez verði áfram hjá Liverpool

Frank de Boer, þjálfari Ajax, vonast til þess að Luis Suarez haldi áfram að spila með Liverpool á næsta tímabili þrátt fyrir allt fjaðrafokið á síðustu mánuðum í kringum Suarez og Patrice Evra hjá Manchester United. De Boer segir að Suarez sé góð og hlý manneskja þrátt fyrir að hafa verið dæmdur fyrir kynþáttaníð.

Enski boltinn

Hernandez: Viljum vinna alla bikara

Það er óhætt að segja að Evrópudeildin hafi aldrei áður verið eins áhugaverð og í vetur með tilkomu Man. Utd og Man. City. Man. Utd mun spila gegn Ajax á morgun.

Fótbolti

PSV vill fá Hiddink

Það er aldrei neinn skortur á eftirspurn þegar hollenski þjálfarinn Guus Hiddink er annars vegar. Nú vill PSV Eindhoven fá hann við stjórnvölinn í þriðja skiptið á hans ferli.

Fótbolti

Scholes líklega með Man. Utd á næstu leiktíð

Paul Scholes hefur staðið sig frábærlega með Man. Utd síðan hann ákvað mjög óvænt að taka skóna niður úr hillunni í byrjun ársins. Nú er talið ansi líklegt að hann spili með liðinu út næstu leiktíð rétt eins og Ryan Giggs.

Enski boltinn

Wolves með þrjá stjóra í sigtinu

Félag Eggerts Gunnþórs Jónssonar, Wolves, er enn í stjóraleit eftir að félagið rak Mick McCarthy í upphafi vikunnar. Samkvæmt heimildum Sky þá koma þrír stjórar til greina í starfið.

Enski boltinn

Guðmundur samdi við Hauka

Bakvörðurinn Guðmundur Sævarsson skrifaði í gær undir eins árs samning við 1. deildarlið Hauka en hann kemur til liðsins frá erkifjendunum í FH. Það er Morgunblaðið sem greinir frá þessu í dag.

Íslenski boltinn