Fótbolti

Lagerbäck: Númer eitt að vinna leiki

Lars Lagerbäck hélt í gær sinn fyrsta blaðamannafund síðan hann var kynntur til sögunnar sem nýr landsliðsþjálfari seint á síðasta ári. Þar tilkynnti hann þá leikmenn sem munu spila í vináttuleikjunum gegn Japan og Svartfjallalandi ytra í lok mánaðarins.

Íslenski boltinn

Suarez og Evra hittast á ný

Þeir gerast ekki stærri leikirnir í enska boltanum en leikir Manchester United og Liverpool, tveggja sigursælustu félaganna í sögu enskrar knattspyrnu. Fyrri tvær viðureignir liðanna í vetur hafa aðeins ýtt undir spennuna og eftirvæntinguna fyrir leikinn á Old Trafford í dag, ekki síst vegna málsins sem kom upp í deildarleik liðanna á Anfield í októbermánuði.

Enski boltinn

U-21 spilar 4-4-2 eins og A-liðið

Samvinna þjálfara A-landsliðs karla og U-21 landsliðsins verður meiri en hingað til. Lars Lagerbäck sagði á blaðamannafundi KSÍ í gær að hann vonaðist eftir góðu samstarfi við bæði Eyjólf Sverrisson, þjálfara U-21 liðsins, sem og Sigurð Ragnar Eyjólfsson þjálfara kvennalandsliðsins.

Íslenski boltinn

Blanc gæti hætt með franska liðið fyrir EM

Þjálfaratíð Laurent Blanc með franska landsliðið gæti verið liðin eftir aðeins átján mánuði í starfi. Blanc tók við franska landsliðinu í mjög erfiðri stöðu þar sem leikmenn höfðu verið í stríði við þáverandi þjálfara liðsins.

Fótbolti

Van Nistelrooy: England getur unnið EM

Þó svo allt sé í kaldakoli hjá enska landsliðinu hefur hollenski framherjinn, Ruud van Nistelrooy, enn tröllatrú á enska landsliðinu. Hann segir enska liðið vel geta unnið EM í sumar.

Fótbolti

Wenger: Henry fer frá Arsenal 16. febrúar

Franski sóknarmaðurinn Thierry Henry mun fara frá Arsenal eftir fyrri leikinn á móti AC Milan í Meistaradeildinni og á því aðeins eftir að spila tvo leiki með liðinu. Arsene Wenger, stjóri Arsenal og landi Henry, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Enski boltinn

Lagerbäck valdi 36 leikmenn fyrir tvo leiki í febrúar

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, hefur valið fyrstu landsliðshópa sína en hann tilkynnti á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag hvaða leikmenn munu taka þátt í vináttulandsleikjum við Japan og Svartfjallaland sem fara fram 24. og 29. febrúar næstkomandi.

Íslenski boltinn

Babbel tekinn við Hoffenheim

Markus Babbel er nýr þjálfari þýska úrvalsdeildarfélagsins Hoffenheim og hefur skrifað undir samning við félagið sem gildir til loka leiktíðarinnar 2014.

Fótbolti

Ginola slasaðist alvarlega á skíðum

Frakkinn David Ginola er nú að jafna sig eftir að hafa slasast nokkuð alvarlega á skíðum í vikunni. Hann lék á sínum tíma með Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Fótbolti

Capello orðaður við Anzhi og Inter

Ítalskir fjölmiðlar voru ekki lengi að bregðast við fregnum af uppsögn Fabio Capello hjá enska knattspyrnusambandinu og segja að hann verði ekki í vandræðum með að finna sér nýtt starf.

Enski boltinn

Gamli liðsfélagi Gylfa: Allt Þýskaland er að hlæja að Hoffenheim-liðinu

Holger Stanislawski var rekinn sem þjálfari Hoffenheim í dag og það er óhætt að segja að gamla félagið hans Gylfa Þórs Sigurðssonar sé ekki í góðum málum. Gylfi er að slá í gegn í láni hjá Swansea en á meðan er ástandið slæmt innan herbúða Hoffenheim sem er auk þess að nálgast fallbaráttuna með hverju tapinu á fætur öðru.

Fótbolti