Fótbolti

PSG vill kaupa Suarez og Higuain

Eins og flestir ættu að vita ætlar hinir moldríku eigendur PSG í Frakklandi sér stóra hluti. Þeir hafa nú sett sér það markmið að kaupa Luis Suarez frá Liverpool og Gonzalo Higuain frá Real Madrid.

Fótbolti

Stolt af litlu systur

Margrét Lára Viðarsdóttir spilar ekki með íslenska kvennalandsliðinu í dag á móti Dönum í leiknum um 5. sætið í Algarve-bikarnum en gat byrjað inn á með litlu systur í sigrinum á Kína. Margrét Lára hefur áhyggjur af meiðslunum.

Íslenski boltinn

Leitin að heilaga kaleiknum

Rússinn Roman Abramovich hefur eytt mörgum milljörðum í Chelsea í þeirri von að vinna hinn heilaga kaleik evrópsku knattspyrnunnar – Meistaradeildina. Hann hefur ekki haft erindi sem erfiði hingað til. Eftir að hafa komist nálægt því hefur gengi Chelsea l

Fótbolti

Meistaradeildin: Þorsteinn J fór yfir gang mála með sérfræðingunum

Það var gríðarleg spenna í Meistaradeildarleikjum kvöldsins. Arsenal og AC Milan áttust við í London þar sem Arsenal þurfti að vinna upp fjögurra marka forskot ítalska liðsins frá því í fyrri leiknum. Benfica og Zenit frá Rússlandi áttust við í Portúgal en fyrri leikurinn endaði 3-2 fyrir Zenit. Farið var yfir gang mála í leikjum kvöldsins í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 sport þar sem Þorsteinn J fór yfir gang mála með sérfræðingunum, Reyni Leóssyni og Pétri Marteinssyni. Í myndbandinu má sjá brot úr þættinum.

Fótbolti

Jóhannes Karl lagði upp sigurmark Huddersfield

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Huddersfield gefa ekkert eftir í baráttunni um sæti í ensku b-deildinni en þeir unnu 1-0 sigur á Hartlepool í ensku C-deildinni í kvöld. Huddersfield er nú aðeins tveimur stigum frá öðru sætinu.

Enski boltinn

Di Matteo: Þessi sigur var fyrir Andre Villas-Boas

Roberto Di Matteo stýrði Chelsea inn í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar í sínum fyrsta leik sem stjóri liðsins en liðið vann 2-0 útisigur á Birmingham í kvöld. Di Matteo tók við af Andre Villas-Boas sem var rekinn á sunnudaginn.

Enski boltinn

Koscielny: Við gáfum allt okkar í þetta

Laurent Koscielny skoraði fyrsta mark Arsenal í 3-0 sigri á AC Milan í Meistaradeildinni í kvöld en þessi frábæri sigur dugði ekki enska liðinu þar sem fyrri leikurinn tapaðist 0-4 á Ítalíu.

Fótbolti

Chelsea sló út Birmingham í fyrsta leik Di Matteo

Roberto Di Matteo byrjar vel sem stjóri Chelsea því hann stýrði liðinu til 2-0 útisigurs á b-deildarliði Birmingham í endurteknum leik liðanna í sextán liða úrslitum enska bikarsins. Chelsea tryggði sér þar með heimaleik á móti Leicester City í átta liða úrslitum keppninnar.

Enski boltinn

Benfica komst áfram en naumlega þó

Benfica tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 heimasigur á rússneska liðinu Zenit St Petersburg. Zenit vann fyrri leikinn 3-2 og portúgalska liðið fór því áfram 4-3 samanlagt.

Fótbolti

Benfica er í ágætri stöðu fyrir leikinn gegn Zenit

Benfica tekur á móti rússneska liðinu Zenit frá St. Pétursborg í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Portúgalska liðið er með ágæta stöðu þrátt fyrir 3-2 ósigur á útivelli í fyrri leiknum og mörkin tvö sem liðið skoraði á útivelli gætu reynst gulls í gildi.

Fótbolti

Sjáið sigurmark Fanndísar á móti Kína

Fanndís Friðriksdóttir opnaði markareikning sinn með íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta í gær þegar hún tryggði íslensku stelpunum 1-0 sigur á Kína og þar með leik á móti Dönum um fimmta sætið í Algarvebikarnum.

Íslenski boltinn

Wenger telur 5% líkur á því að Arsenal komist áfram

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal hefur enn trú á því að lið hans geti komist áfram 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar þrátt fyrir 4-0 tap gegn AC Milan á Ítalíu fyrir þremur vikum. Frakkinn hefur á undanförnum þremur vikum reynt að sannfæra leikmenn Arsenal um að allt sé mögulegt í íþróttum og þar kemur spænska liðið Deportivo La Coruna við sögu.

Fótbolti

Villas-Boas í leynilegum viðræðum við Roma

Það er ansi margt sem bendir til þess að portúgalski þjálfarinn Andre Villas-Boas, sem var rekinn frá Chelsea, fari næst til Ítalíu. Hann hefur lengi verið orðaður við Inter og nú greina fjölmiðlar frá því að hann sé í leynilegum viðræðum við Roma. Hermt er að Villas-Boas hafi hitt Franco Baldini, framkvæmdastjóra Roma, í London.

Fótbolti

Gylfi betri en Lampard

Gylfi Þór Sigurðsson er með bestu tölfræðina af öllum miðjumönnum ensku úrvalsdeildarinnar sem hafa skorað þrjú deildarmörk eða fleiri á þessu tímabili.

Enski boltinn

Er enginn dauðadómur

Markahrókurinn Tryggvi Guðmundsson má ekkert æfa næstu mánuði eftir að hann fékk blóðtappa í fótinn. Tryggvi verður frá í þrjá til sex mánuði.

Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar ánægður með Elísu

Elísa Viðarsdóttir, fékk sitt fyrsta tækifæri í byrjunarliði kvennalandsliðsins í 1-0 sigri á Kína í gær. Elísa og systir hennar Margrét Lára Viðarsdóttir voru því saman í byrjunarliði í fyrsta sinn en Elísa lék við hlið fyrirliðans Katrínar Jónsdóttur í miðri vörninni.

Íslenski boltinn

Þær náðu mér allavega ekki í þetta skiptið

Íslenska kvennalandsliðið spilar um fimmta sætið í Algarve-bikarnum í ár eftir 1-0 sigur á Kína í lokaleik riðilsins í gær. Fanndís Friðriksdóttir kom inn á sem varamaður og tryggði íslenska liðinu leik um fimmta sætið sem verður á móti Dönum á miðvikudaginn.

Íslenski boltinn