Fótbolti David de Gea: Aðeins titill getur bætt upp vonbrigðin í Evrópukeppnunum David de Gea, markvörður Englandsmeistaraliðs Manchester United, er bjartsýnn á að liðið nái að bæta fyrir slakan árangur í Evrópukeppnum tímabilsins. Spánverjinn sagði í gær að titilvörnin á Englandi væri það eina sem gæti bætt það upp að Man Utd náði ekki árangri í Meistaradeild Evrópu né Evrópudeild UEFA. Enski boltinn 16.3.2012 11:15 Stórliðin Barcelona og AC Milan mætast - Chelsea fékk Benfica Það er búið að draga í Meistaradeildinni og nú er orðið ljóst hvaða leið liðin fara í gegnum bæði átta liða úrslitin og undanúrslitin. Fótbolti 16.3.2012 09:30 Er þetta versti markvörður í heimi? Frammistaða ísrealska markvarðarins Idan Baruch, sem spilar með rúmenska liðinu Concordia Chijana, í leik á dögunum hefur vakið heimsathygli enda gaf Baruch þrjú mörk í einum hálfleik á ótrúlegan hátt. Fótbolti 15.3.2012 23:45 Messi: Rooney, Van Persie og Aguero eru þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að Sergio Aguero, Wayne Rooney og Robin van Persie séu þrír bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Messi hefur verið gjörsamlega óstöðvandi með Barcelona-liðinu í vetur en BBC fékk hann til að tala um þá leikmenn sem hann hefur hrifist af. Enski boltinn 15.3.2012 23:15 Gerrard: Liverpool getur enn náð fjórða sætinu Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, heldur enn í vonina um að Liverpool geti náð fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að Liverpool sé tíu stigum á eftir Arsenal. Enski boltinn 15.3.2012 22:45 Joe Hart: Ég trúi þessu ekki Joe Hart, markvörður Manchester City, var nálægt því að tryggja Manchester City sæti í átta liða úrslitunum Evrópudeildarinnar í kvöld en skalli hans í lok uppbótartíma fór rétt framhjá og Sporting Lissabon komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fótbolti 15.3.2012 22:19 Sir Alex Ferguson: Við getum ekki kvartað Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, þurfti að horfa upp á sína menn tapa þriðja Evrópuleiknum í röð í kvöld og falla út með sannfærandi hætti á móti spænska liðinu Athletic Bilbao sem yfirspilaði Manchester United lengstum í leikjunum tveimur. Fótbolti 15.3.2012 20:23 Manchester City skoraði þrjú mörk í seinni en féll samt úr leik Manchester City getur farið að einbeita sér að baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eins og nágrannar þeirra í Manchester United þrátt fyrir 3-2 sigur á heimavelli á móti portúgalska liðinu Sporting Lissabon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Sporting Lissabon vann fyrri leikinn 1-0 og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fótbolti 15.3.2012 19:15 Þrenna Huntelaar kom Schalke áfram | Öll úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld Sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta lauk í kvöld og þar með er ljóst hvaða átta lið verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitunum á morgun. Manchester-liðin féllu bæði úr leik en Spánn á enn þrjú lið eftir í keppninni. Fótbolti 15.3.2012 17:45 AZ Alkmaar einum færri í 87 mínútur en komst samt áfram Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar komust áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld þrátt fyrir 2-1 tap á móti Udinese á Ítalíu. AZ-liðið lék manni færri nær allan leikinn og lenti 2-0 undir en gafst ekki upp og náði að skora markið sem kom þeim áfram. Fótbolti 15.3.2012 17:30 Manchester United úr leik í Evrópudeildinni - tapaði 1-2 á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni efrir 1-2 tap á móti spænska liðinu Athletic Bilbao í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar en Athletic Bilbao vann fyrri leikinn 3-2 á Old Trafford og því 5-3 samanlagt. Fótbolti 15.3.2012 17:30 Birkir og félagar úr leik - steinlágu 0-4 fyrir Hannover Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar lið hans Standard Liege steinlá 4-0 á útivelli á móti þýska liðinu Hannover 96 og féll úr leik í Evrópudeildinni. Hannover 96 vann samanlagt 6-2. Fótbolti 15.3.2012 17:30 Þóra hélt hreinu og Sara skoraði sigurmarkið þegar Malmö vann Frankfurt Þóra Björg Helgadóttir átti mjög góðan leik í markinu og Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði sigurmarkið þegar LdB Malmö vann þýska liðið 1. FFC Frankfurt 1-0 í fyrri leik liðanna í í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Seinni leikur liðanna fer fram í Þýskalandi í næstu viku. Fótbolti 15.3.2012 16:54 Jonas Gutiérrez: Van Persie er ekki góð manneskja Jonas Gutiérrez, leikmaður Newcastle, var allt annað en sáttur við framkomu Robin van Persie í leik Arsenal og Newcastle á mánudagskvöldið en allt fór þá upp í háaloft á milli Van Persie og landa hans Tim Krul eftir að Thomas Vermaelen skoraði sigurmark Arsenal í uppbótartíma. Enski boltinn 15.3.2012 16:30 Van der Vaart kann ekkert að halda tennisbolta á lofti Hollendingurinn Rafael van der Vaart, leikmaður Spurs, er magnaður leikmaður en hann veit ekkert hvað á að gera þegar hann er með tennisbolta á fótunum. Enski boltinn 15.3.2012 15:48 Drogba vill vera áfram hjá Chelsea Didier Drogba fór á kostum í liði Chelsea í gær þegar liðið tryggði sér 4-1 sigur gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Drogba, sem er 34 ára gamall, er samningslaus í lok leiktíðar en hefur mikinn áhuga á því að semja á ný við Chelsea. Enski boltinn 15.3.2012 14:45 Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Manchester er áberandi á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Evrópudeild UEFA er í aðalhlutverki. Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er einnig í eldlínunni en lið hans AZ Alkmaar frá Hollandi sækir Udinese heim á Ítalíu í sömu keppni. Fótbolti 15.3.2012 13:30 Abidal fer í viðamikla aðgerð | þarf að fá nýja lifur Eric Abidal, varnamaður Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona, mun á allra næstu dögum fara í viðamikla aðgerð þar sem ný lifur verður grædd í hann. Franski landsliðsmaðurinn greindist með krabbamein í lifur í mars á síðasta ári og var æxli fjarlægt með skurðaðgerð. Fótbolti 15.3.2012 13:00 Spænsk fótboltalið skulda 135 milljarða í skatt Spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid eru til alls líkleg í Meistaradeild Evrópu en liðin eru talin á meðal þeirra sigurstranglegustu. Það bíða margir spenntir eftir morgundeginum þegar dregið verður í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar og þar gætu "spænsku risarnir“ mæst. Fótbolti 15.3.2012 12:30 Markverðir í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 | boltaútvarp 11-12 Markverðir eru í aðalhlutverki í dag í Boltaþættinum á X-inu 977. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins í dag sem hefst kl. 11 og lýkur kl. 12. Rætt verður við handboltamarkvörðinn Aron Rafn Eðvarsson landsliðsmarkvörður í handbolta og leikmaður Hauka verður í spjali hjá Mána. Hann ræðir einnig við landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson sem leikur með FH og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Fótbolti 15.3.2012 10:55 Villas-Boas er sterklega orðaður við Inter Það er þekkt stærð í fótboltaheiminum að þjálfara og knattspyrnustjórara eru reknir og ráðnir á ný með stuttu millibili. Portúgalinn Andre Villas-Boas þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálum sínum næstu misserin þrátt fyrir að hann hafi verið rekinn frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea í síðustu viku. Villas-Boas er nú sterklega orðaður við ítalska liðið Inter sem er í frjálsu falli undir stjórn Claudio Ranieri. Enski boltinn 15.3.2012 10:45 Ferguson hrósar Bilbao| tekst Man Utd að vinna upp 3-2 tap á útivelli? Það er mikið í húfi í kvöld hjá Englandsmeistaraliði Manchester United þegar liðið leikur síðari leikinn gegn spænska liðinu Atletico Bilbao í 16 – liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Spánverjarnir komu gríðarlega á óvart með sannfærandi 3-2 sigri á Old Trafford, þar sem Bilbao setti met hvað varðar hlaupagetu og úthald. Enski boltinn 15.3.2012 10:15 Ferguson staðfestir að Berbatov fari frá félaginu Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sé á förum frá félaginu í sumar. Enski boltinn 15.3.2012 09:45 Dómarinn fékk einn á lúðurinn Strákarnir í boltanum í Tansaníu eru afar skapheitir og það sannaði Stephano Mwasika, leikmaður Young Africans, rækilega er hann gaf dómara í leik síns liðs og Azam FC einn á lúðurinn. Fótbolti 14.3.2012 23:30 Terry og Lampard: Sönnuðum að við erum lið í kvöld John Terry, fyrirliði Chelsea, er nýkominn aftur eftir meiðsli og hann steig heldur betur upp í kvöld er Chelsea sló Napoli úr Meistaradeildinni í framlengdum leik. Fótbolti 14.3.2012 22:33 Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Fótbolti 14.3.2012 19:15 Real Madrid áfram án mikilla vandræða - Ronaldo með tvö í 4-1 sigri á CSKA Real Madrid tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 4-1 sigri á CSKA Moskvu á Santiago Bernabéu í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Moskvu og Real vann því samanlagt 5-2. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum en hin mörkin gerðu þeir Gonzalo Higuaín og Karim Benzema. Fótbolti 14.3.2012 19:15 Flottustu leikir Steven Gerrard með Liverpool Sam Sheringham blaðamaður á BBC Sport tók sig til og valdi sex bestu leiki Steven Gerrard með Liverpool eftir að fyrirliði Liverpool skoraði þrennu í 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Enski boltinn 14.3.2012 18:15 Maradona: Ef Pelé er Beethoven þá er ég Bono Hið endalausa rifrildi Diego Maradona og Pelé heldur áfram í dag. Pelé er nýbúinn að upphefja sjálfan er hann líkti sér við Beethoven og Michelangelo. "Ég fæddist til þess að spila fótbolta. Rétt eins og Beethoven var fæddur til þess að semja tónlist og Michelangelo til þess að mála," sagði hinn hógværi Pelé í viðtali við fifa.com. Fótbolti 14.3.2012 17:44 Verður fyrsti leikur Tevez á móti Chelsea? Roberto Mancini, stjóri Manchester City, útilokaði það ekki á blaðamannafundi í dag að Carlos Tevez myndi spila sinn fyrsta leik í síðan í september, þegar Manchester City mætir Chelsea í næstu viku. Enski boltinn 14.3.2012 17:00 « ‹ ›
David de Gea: Aðeins titill getur bætt upp vonbrigðin í Evrópukeppnunum David de Gea, markvörður Englandsmeistaraliðs Manchester United, er bjartsýnn á að liðið nái að bæta fyrir slakan árangur í Evrópukeppnum tímabilsins. Spánverjinn sagði í gær að titilvörnin á Englandi væri það eina sem gæti bætt það upp að Man Utd náði ekki árangri í Meistaradeild Evrópu né Evrópudeild UEFA. Enski boltinn 16.3.2012 11:15
Stórliðin Barcelona og AC Milan mætast - Chelsea fékk Benfica Það er búið að draga í Meistaradeildinni og nú er orðið ljóst hvaða leið liðin fara í gegnum bæði átta liða úrslitin og undanúrslitin. Fótbolti 16.3.2012 09:30
Er þetta versti markvörður í heimi? Frammistaða ísrealska markvarðarins Idan Baruch, sem spilar með rúmenska liðinu Concordia Chijana, í leik á dögunum hefur vakið heimsathygli enda gaf Baruch þrjú mörk í einum hálfleik á ótrúlegan hátt. Fótbolti 15.3.2012 23:45
Messi: Rooney, Van Persie og Aguero eru þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni Lionel Messi, leikmaður Barcelona, segir að Sergio Aguero, Wayne Rooney og Robin van Persie séu þrír bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Messi hefur verið gjörsamlega óstöðvandi með Barcelona-liðinu í vetur en BBC fékk hann til að tala um þá leikmenn sem hann hefur hrifist af. Enski boltinn 15.3.2012 23:15
Gerrard: Liverpool getur enn náð fjórða sætinu Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, heldur enn í vonina um að Liverpool geti náð fjórða sætinu í ensku úrvalsdeildinni og þar með sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili þrátt fyrir að Liverpool sé tíu stigum á eftir Arsenal. Enski boltinn 15.3.2012 22:45
Joe Hart: Ég trúi þessu ekki Joe Hart, markvörður Manchester City, var nálægt því að tryggja Manchester City sæti í átta liða úrslitunum Evrópudeildarinnar í kvöld en skalli hans í lok uppbótartíma fór rétt framhjá og Sporting Lissabon komst áfram á fleiri mörkum á útivelli. Fótbolti 15.3.2012 22:19
Sir Alex Ferguson: Við getum ekki kvartað Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, þurfti að horfa upp á sína menn tapa þriðja Evrópuleiknum í röð í kvöld og falla út með sannfærandi hætti á móti spænska liðinu Athletic Bilbao sem yfirspilaði Manchester United lengstum í leikjunum tveimur. Fótbolti 15.3.2012 20:23
Manchester City skoraði þrjú mörk í seinni en féll samt úr leik Manchester City getur farið að einbeita sér að baráttunni um Englandsmeistaratitilinn eins og nágrannar þeirra í Manchester United þrátt fyrir 3-2 sigur á heimavelli á móti portúgalska liðinu Sporting Lissabon í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar en Sporting Lissabon vann fyrri leikinn 1-0 og fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Fótbolti 15.3.2012 19:15
Þrenna Huntelaar kom Schalke áfram | Öll úrslitin í Evrópudeildinni í kvöld Sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta lauk í kvöld og þar með er ljóst hvaða átta lið verða í pottinum þegar dregið verður í átta liða úrslitunum á morgun. Manchester-liðin féllu bæði úr leik en Spánn á enn þrjú lið eftir í keppninni. Fótbolti 15.3.2012 17:45
AZ Alkmaar einum færri í 87 mínútur en komst samt áfram Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í hollenska liðinu AZ Alkmaar komust áfram í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar í kvöld þrátt fyrir 2-1 tap á móti Udinese á Ítalíu. AZ-liðið lék manni færri nær allan leikinn og lenti 2-0 undir en gafst ekki upp og náði að skora markið sem kom þeim áfram. Fótbolti 15.3.2012 17:30
Manchester United úr leik í Evrópudeildinni - tapaði 1-2 á Spáni Manchester United er úr leik í Evrópudeildinni efrir 1-2 tap á móti spænska liðinu Athletic Bilbao í seinni leik liðanna í 16 liða úrslitum keppninnar en Athletic Bilbao vann fyrri leikinn 3-2 á Old Trafford og því 5-3 samanlagt. Fótbolti 15.3.2012 17:30
Birkir og félagar úr leik - steinlágu 0-4 fyrir Hannover Birkir Bjarnason sat allan tímann á varamannabekknum þegar lið hans Standard Liege steinlá 4-0 á útivelli á móti þýska liðinu Hannover 96 og féll úr leik í Evrópudeildinni. Hannover 96 vann samanlagt 6-2. Fótbolti 15.3.2012 17:30
Þóra hélt hreinu og Sara skoraði sigurmarkið þegar Malmö vann Frankfurt Þóra Björg Helgadóttir átti mjög góðan leik í markinu og Sara Björk Gunnarsdóttir skoraði sigurmarkið þegar LdB Malmö vann þýska liðið 1. FFC Frankfurt 1-0 í fyrri leik liðanna í í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Seinni leikur liðanna fer fram í Þýskalandi í næstu viku. Fótbolti 15.3.2012 16:54
Jonas Gutiérrez: Van Persie er ekki góð manneskja Jonas Gutiérrez, leikmaður Newcastle, var allt annað en sáttur við framkomu Robin van Persie í leik Arsenal og Newcastle á mánudagskvöldið en allt fór þá upp í háaloft á milli Van Persie og landa hans Tim Krul eftir að Thomas Vermaelen skoraði sigurmark Arsenal í uppbótartíma. Enski boltinn 15.3.2012 16:30
Van der Vaart kann ekkert að halda tennisbolta á lofti Hollendingurinn Rafael van der Vaart, leikmaður Spurs, er magnaður leikmaður en hann veit ekkert hvað á að gera þegar hann er með tennisbolta á fótunum. Enski boltinn 15.3.2012 15:48
Drogba vill vera áfram hjá Chelsea Didier Drogba fór á kostum í liði Chelsea í gær þegar liðið tryggði sér 4-1 sigur gegn Napólí í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Drogba, sem er 34 ára gamall, er samningslaus í lok leiktíðar en hefur mikinn áhuga á því að semja á ný við Chelsea. Enski boltinn 15.3.2012 14:45
Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Manchester er áberandi á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem Evrópudeild UEFA er í aðalhlutverki. Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson er einnig í eldlínunni en lið hans AZ Alkmaar frá Hollandi sækir Udinese heim á Ítalíu í sömu keppni. Fótbolti 15.3.2012 13:30
Abidal fer í viðamikla aðgerð | þarf að fá nýja lifur Eric Abidal, varnamaður Evrópu og Spánarmeistaraliðs Barcelona, mun á allra næstu dögum fara í viðamikla aðgerð þar sem ný lifur verður grædd í hann. Franski landsliðsmaðurinn greindist með krabbamein í lifur í mars á síðasta ári og var æxli fjarlægt með skurðaðgerð. Fótbolti 15.3.2012 13:00
Spænsk fótboltalið skulda 135 milljarða í skatt Spænsku stórveldin Barcelona og Real Madrid eru til alls líkleg í Meistaradeild Evrópu en liðin eru talin á meðal þeirra sigurstranglegustu. Það bíða margir spenntir eftir morgundeginum þegar dregið verður í 8 liða úrslit Meistaradeildarinnar og þar gætu "spænsku risarnir“ mæst. Fótbolti 15.3.2012 12:30
Markverðir í aðalhlutverki í Boltanum á X-inu 977 | boltaútvarp 11-12 Markverðir eru í aðalhlutverki í dag í Boltaþættinum á X-inu 977. Þorkell Máni Pétursson er umsjónarmaður þáttarins í dag sem hefst kl. 11 og lýkur kl. 12. Rætt verður við handboltamarkvörðinn Aron Rafn Eðvarsson landsliðsmarkvörður í handbolta og leikmaður Hauka verður í spjali hjá Mána. Hann ræðir einnig við landsliðsmarkvörðinn Gunnleif Gunnleifsson sem leikur með FH og íslenska karlalandsliðinu í fótbolta. Fótbolti 15.3.2012 10:55
Villas-Boas er sterklega orðaður við Inter Það er þekkt stærð í fótboltaheiminum að þjálfara og knattspyrnustjórara eru reknir og ráðnir á ný með stuttu millibili. Portúgalinn Andre Villas-Boas þarf ekki að hafa áhyggjur af fjármálum sínum næstu misserin þrátt fyrir að hann hafi verið rekinn frá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea í síðustu viku. Villas-Boas er nú sterklega orðaður við ítalska liðið Inter sem er í frjálsu falli undir stjórn Claudio Ranieri. Enski boltinn 15.3.2012 10:45
Ferguson hrósar Bilbao| tekst Man Utd að vinna upp 3-2 tap á útivelli? Það er mikið í húfi í kvöld hjá Englandsmeistaraliði Manchester United þegar liðið leikur síðari leikinn gegn spænska liðinu Atletico Bilbao í 16 – liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. Spánverjarnir komu gríðarlega á óvart með sannfærandi 3-2 sigri á Old Trafford, þar sem Bilbao setti met hvað varðar hlaupagetu og úthald. Enski boltinn 15.3.2012 10:15
Ferguson staðfestir að Berbatov fari frá félaginu Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur staðfest að búlgarski framherjinn Dimitar Berbatov sé á förum frá félaginu í sumar. Enski boltinn 15.3.2012 09:45
Dómarinn fékk einn á lúðurinn Strákarnir í boltanum í Tansaníu eru afar skapheitir og það sannaði Stephano Mwasika, leikmaður Young Africans, rækilega er hann gaf dómara í leik síns liðs og Azam FC einn á lúðurinn. Fótbolti 14.3.2012 23:30
Terry og Lampard: Sönnuðum að við erum lið í kvöld John Terry, fyrirliði Chelsea, er nýkominn aftur eftir meiðsli og hann steig heldur betur upp í kvöld er Chelsea sló Napoli úr Meistaradeildinni í framlengdum leik. Fótbolti 14.3.2012 22:33
Chelsea komst áfram í Meistaradeildinni - vann Napoli 4-1 í framlengingu Chelsea hélt upp merki enska fótboltans með því að vinna frábæran 4-1 sigur á ítalska liðinu Napoli á Stamford Bridge í kvöld og tryggja sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Napoli vann fyrri leikinn 3-1 en Chelsea sýndi styrk sinn og vann í framlengingu eftir að staðan hafði verið 3-1 eftir venjulegan leiktíma. Það var Serbinn Branislav Ivanovic sem skoraði markið sem tryggði Chelsea áfram. Fótbolti 14.3.2012 19:15
Real Madrid áfram án mikilla vandræða - Ronaldo með tvö í 4-1 sigri á CSKA Real Madrid tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar með 4-1 sigri á CSKA Moskvu á Santiago Bernabéu í kvöld. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum í Moskvu og Real vann því samanlagt 5-2. Cristiano Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum en hin mörkin gerðu þeir Gonzalo Higuaín og Karim Benzema. Fótbolti 14.3.2012 19:15
Flottustu leikir Steven Gerrard með Liverpool Sam Sheringham blaðamaður á BBC Sport tók sig til og valdi sex bestu leiki Steven Gerrard með Liverpool eftir að fyrirliði Liverpool skoraði þrennu í 3-0 sigri á nágrönnunum í Everton í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Enski boltinn 14.3.2012 18:15
Maradona: Ef Pelé er Beethoven þá er ég Bono Hið endalausa rifrildi Diego Maradona og Pelé heldur áfram í dag. Pelé er nýbúinn að upphefja sjálfan er hann líkti sér við Beethoven og Michelangelo. "Ég fæddist til þess að spila fótbolta. Rétt eins og Beethoven var fæddur til þess að semja tónlist og Michelangelo til þess að mála," sagði hinn hógværi Pelé í viðtali við fifa.com. Fótbolti 14.3.2012 17:44
Verður fyrsti leikur Tevez á móti Chelsea? Roberto Mancini, stjóri Manchester City, útilokaði það ekki á blaðamannafundi í dag að Carlos Tevez myndi spila sinn fyrsta leik í síðan í september, þegar Manchester City mætir Chelsea í næstu viku. Enski boltinn 14.3.2012 17:00