Fótbolti

Messi skoraði 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á tímabilinu

Lionel Messi skoraði þrennu í 4-3 sigri á Brasilíu í vináttulandsleik í New Jersey í gærkvöldi og hefur þar með skorað 82 mörk fyrir Barcelona og Argentínu á þessu tímabili. Þetta var lokaleikur kappans á tímabilinu 2011-12 og það verður ansi erfitt fyrir einhvern leikmann, þar á meðal hann sjálfan, að bæta þessa tölfræði í framtíðini.

Fótbolti

Harry Redknapp: Ég hefði sagt já

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, viðurkenndi það í samtali við BBC Sport að hann hefði samþykkt að taka við enska landsliðinu ef enska sambandið hefði boðið honum starfið. Enska knattspyrnusambandið ákvað frekar að leita til Roy Hodgson þegar það leitaði að eftirmanni Fabio Capello.

Enski boltinn

Króatar skoruðu þrjú mörk hjá Írum

Mario Mandzukic, framherji þýska liðsins VfL Wolfsburg, skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Króata á Írlandi í kvöld í fyrsta leik liðanna í C-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Mandzukic byrjaði báða hálfleiki á því að skora skallamark en Króatar komust í 2-1 rétt fyrir hálfleik á rangstöðumarki. Króatarnir byrja því Evrópumótið vel en róðurinn verður þungur fyrir írska liðið í næstu tveimur leikjum sínum á móti Ítalíu og Spáni.

Fótbolti

Spánverjar náðu bara jafntefli á móti Ítölum

Heims- og Evrópumeistarar Spánverja byrjuðu titilvörn sína á 1-1 jafntefli á móti Ítalíu í fyrsta leiknum í C-riðli á Evrópumótinu í fótbolta. Ítalir komust yfir í leiknum með marki varamannsins Antonio Di Natale en Cesc Fabregas jafnaði metin fjórum mínútum síðar.

Fótbolti

Þjóðverjar hafa aldrei tapað fyrsta leik á EM

Þýska landsliðið vann í kvöld 1-0 sigur á Portúgal í fyrsta leik sínum á EM í fótbolta og þótt að sigurinn hafi ekki verið sannfærandi þá gerðu Þjóðverjar nóg til að ná í öll þrjú stigin sem voru í boði.

Fótbolti

Lionel Messi afgreiddi Brassana - skoraði þrjú í 4-3 sigri

Lionel Messi skoraði þrennu og þar á meðal sigurmarkið þegar Argentína vann 4-3 í mögnuðum leik á móti Brasilíu í kvöld en leikurinn íor fram í New Jersey í Bandaríkjunum í kvöld. Sjö mörk og tvö rauð spjöld litu dagsins ljós í þessum "vináttulandsleik" nágrannanna.

Fótbolti

Bert van Marwijk: Þetta var augljós vítaspyrna

Bert van Marwijk, þjálfari Hollands og Mark van Bommel, fyrirliði hollenska liðsins, voru allt annað en sáttir eftir tapið á móti Dönum í dag í fyrsta leik liðsins á EM í fótbolta. Hollendingar voru í stórsókn stærsta hluta leiksins en Danir skoruðu eina markið og tóku þar með öll þrjú stigin.

Fótbolti

Fjölnismenn á toppinn í 1.deildinni - úrslit dagsins

Fimm leikir fóru fram í fimmtu umferð 1. deildar karla í fótbolta í dag og bæði Fjölnir og Haukar komust upp fyrir topplið Þórs sem spilar ekki fyrr en á mánudaginn. Haukarnir unnu 2-0 sigur á Leiknismönnum sem eru enn án sigurs í sumar. Fjölnismenn fengu góða hjálp frá mótherjanum í 6-2 útisigri á Víkingum en Víkingar, sem komust í 1-0 og 2-1, skoruðu tvö sjálfsmörk í leiknum.

Íslenski boltinn

Morten Olsen öfundar hollenska þjálfarann

Morten Olsen, þjálfari danska landsliðsins í fótbolta, segist vera örlítið öfundsjúkur út í leikmannahóp Hollands en Danmörk mætir í dag silfurliði síðustu Heimsmeistarakeppni í fyrsta leik sínum á EM 2012.

Fótbolti

Þjálfari Indriða er hættur

Åge Hareide er hættur hjá norska úrvalsdeildarliðinu Viking en hann og félagið gáfu í dag frá sér sameiginlega fréttatilkynningu þar sem kemur fram að Hareide verði ekki áfram með liðið. Norska deildin er í fríi á meðan EM stendur en næsti leikur Viking er á móti Rosenborg í lok júní.

Fótbolti

Lewandowski vill ekkert tala um Manchester United

Robert Lewandowski, framherji pólska landsliðsins, neitaði að svara spurningum blaðamanna um Manchester United eftir leik Pólverja og Grikkja á EM í fótbolta í gær. Lewandowski skoraði fyrsta mark EM í ár en hann hefur verið margoft orðaður við enska stórliðið.

Enski boltinn

Papadopoulos sleit krossband í fyrsta leik EM

Avraam Papadopoulos mun ekki spila meira með Grikkjum á EM eða meiri fótbolta á þessu ári eftir að ljós kom að hnémeiðsli hans eru alvarleg. Papadopoulos sleit krossband á vinstra hné í fyrsta leik EM og þurfti að yfirgefa völlinn eftir 37 mínútur í 1-1 jafntefli Grikkja og Pólverja.

Fótbolti

Rio búinn að afskrifa 100. landsleikinn

Rio Ferdinand, miðvörður Manchester United, fékk ekki að fara með enska landsliðinu á EM og þessi 33 ára gamli leikmaður viðurkenndi það í viðtali við The Sun að landsliðsferillinn væri líklega á enda. Ferdinand hefur spilað 81 landsleik frá árinu 1997 og lét sig dreyma um að spila hundrað landsleiki.

Enski boltinn

Dauðariðillinn á EM af stað í dag

Tveir stórleikir eru á dagskrá Evrópumeistaramótsins í dag þegar keppni í B-riðli, sem hefur verið kallaður dauðariðill keppninnar, hefst í Úkraínu. Holland og Danmörk eigast við í fyrri viðureign dagsins en í kvöldleiknum mætast lið Þýskalands og Portúgals.

Fótbolti

Danir unnu mjög óvæntan sigur á Hollendingum

Michael Krohn-Dehli tryggði Dönum óvæntan 1-0 sigur á Hollendingum í dag í fyrsta leik liðanna í B-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Danir lifðu af stórskotahríð Hollendinga sem margir voru búnir að spá góðu gengi á þessu móti.

Fótbolti

Gomez með sigurmark Þjóðverja á móti Portúgal

Mario Gomez tryggði Þjóðverjum 1-0 sigur á Portúgal á EM í kvöld með frábærum skalla 18 mínútum fyrir leikslok en þetta var fyrsta leikur liðanna í B-riðli Evrópumótsins í fótbolta. Þjóðverjar eru á toppi riðilsins ásamt Dönum sem unnu Hollendinga óvænt fyrr í dag.

Fótbolti

Fyrsti dagurinn á EM í myndum

Rússar eru á toppi A-riðils Evrópumótsins í fótbolta eftir frábæran 4-1 sigur á Tékkum í kvöld en Evrópukeppnin hófst með tveimur leikjum í dag og fóru þeir báðir fram í Póllandi. Pólverjar og Grikkir höfðu áður gert 1-1 jafntefli í dramatískum opnunarleik.

Fótbolti

Nýsjálendingar töpuðu óvænt fyrir Nýju-Kaldóníu

Nýja-Kaledónía er kominn í úrslitaleikinn í Eyjaálfukeppninni eftir óvæntan 2-0 sigur á Nýja-Sjálandi í undanúrslitum keppninnar í dag. Nýja-Kaldónía er í 155. sæti á heimslista FIFA, 55 sætum neðar en Nýsjálendingar sem komust meðal annars inn á síðustu HM.

Fótbolti

Bikarinn á loft hjá Arnóri og félögum

Arnór Smárason og félagar í Esbjerg lögðu Fredericia 1-0 á útivelli í lokaumferð b-deildar danska fótboltans í kvöld. Leikmenn Esbjerg gátu fagnað frábæru tímabili í leikslok og bikarinn fór á loft.

Fótbolti

Blikarnir unnu BÍ/Bolungarvík 5-0

Breiðablik er komið í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 5-0 stórsigur á b-deildarliði BÍ/Bolungarvíkur á Kópavogsvellinum í kvöld. Fimm leikmenn skoruðu fyrir Blika í kvöld.

Íslenski boltinn