Fótbolti

PSG með risatilboð í Zlatan

Aftonbladet í Svíþjóð greinir frá því að franska knattspyrnufélagið Paris Saint-Germain hafi gert 40 milljóna evru boð eða sem nemur sex og hálfum milljarði íslenskra króna í sænska framherjann Zlatan Ibrahimovic hjá AC Milan.

Fótbolti

Þórunn Helga: Fríða dritaði á mig tölvupóstum

Landsliðskonan Þórunn Helga Jónsdóttir hefur samið við norska b-deildarliðið Avaldsnes. Þórunn Helga hefur spilað í Brasilíu undanfarin fjögur ár, síðast með Vitoria, en segist hafa viljað prófa að spila í sterkri deild í Evrópu.

Fótbolti

Manchester United landar Kagawa

Fátt getur komið í veg fyrir að Shinji Kagawa gangi til liðs við Manchester United frá Borussia Dortmund. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverðið auk þess sem kaup og kjör Kagawa hjá enska félaginu eru frágengin.

Enski boltinn

Eden Hazard: Hvers vegna ekki Chelsea?

Knattspyrnumaðurinn Eden Hazard, nýjasti liðsmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Chelsea, segir að eftir sigur Chelsea í Meistaradeild Evrópu hafi hann hugsað með sér: "Hvers vegna ekki Chelsea?“

Enski boltinn

Besti grasvöllur í Noregi eyðilagður

Matthías Vilhjálmsson hefur farið á kostum það sem af er tímabili með Start í Noregi. Matthías, sem er í láni hjá norska liðinu frá FH, hefur skorað sjö mörk í tíu leikjum Start sem situr í öðru sæti deildarinnar þegar fjögurra vikna frí er farið í hönd.

Fótbolti

Koscielny vill fá M'Vila til Arsenal

Franski landsliðsmaðurinn hjá Arsenal, Laurent Koscielny, vill ólmur fá félaga sinn í landsliðinu, Yann M'Vila, til Arsenal í sumar. M'Vila spilar með Rennes í Frakklandi og hefur verið orðaður við Arsenal upp á síðkastið.

Fótbolti

Laudrup orðaður við Swansea

Swansea er enn í stjóraleit en eins og kunnugt er hætti Brendan Rodgers hjá félaginu til þess að taka við Liverpool. Nú er Daninn Michael Laudrup orðaður við félagið.

Enski boltinn

Barton fékk einn á lúðurinn

Ráðist var á knattspyrnumanninn Joey Barton fyrir utan skemmtistað í Liverpool snemma í morgun. Lögreglan hefur tvo menn á þrítugsaldri í haldi vegna árásarinnar.

Enski boltinn

Celta Vigo í efstu deild á ný

Celta Vigo tryggði sér í gær sæti í efstu deild spænsku knattspyrnunnar eftir fimm ára fjarveru. Celta dugði eitt stig í heimaleik gegn Cordoba sem dugði einnig stig til að tryggja sig í umspil. Úr varð tíðindalítill leikur þar sem hvorugt liðið sótti að ráði.

Fótbolti

Talsmaður Ferdinand lætur Hodgson heyra það

Talsmaður Rio Ferdinand segir enska knattspyrnusambandið og Roy Hodgson þjálfara enska landsliðsins hafa komið fram við varnarmanninn af "fullkomnu virðingaleysi" eftir að Rio Ferdiand var enn einu sinni sniðgenginn í vali á varnarmönnum í enska landsliðið fyrir Evrópumeistaramótið í Póllandi og Úkraínu.

Fótbolti

Robert Green yfirgefur West Ham

Robert Green mun ekki skrifa undir nýjan samning við West Ham sem tryggði sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í maí. Samningur Green við Lundúnarliðið er runninn út og er honum því frjálst að semja við hvaða lið sem er.

Fótbolti

Gerrard sáttur eftir sigurinn á Belgum

Steven Gerrard fyrirliði enska landsliðsins í fótbolta var ánægður með frammistöðu Englands í 1-0 sigrinum á Belgíu í gær. Hann sagði erfiðan leik vera einmitt það sem England hefði þurft á að halda rétt fyrir Evrópumeistaramótið í Póllandi og Úkraínu.

Fótbolti

Schweinsteiger heill og fer á EM

Þýski miðjumaðurinn Bastian Schweinsteiger mun fljúga með þýska landsliðinu til Póllands á morgun og leika með liðinu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi og Úkraínu sem hefst á föstudaginn. Schweinsteiger missti af síðasta æfingaleik þýska liðsins fyrir EM en læknir liðsins segir hann leikhæfan.

Fótbolti

O´Shea klár í slaginn

John O´Shea verður með írska landsliðinu á Evrópumeistaramótinu í Póllandi og Úkraínu sem hefst eftir fimm daga. O´Shea hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en segist klár í slaginn.

Fótbolti