Fótbolti

Totti íhugar að yfirgefa Roma

Francesco Totti hefur komið öllum í opna skjöldu á Ítalíu með því að viðurkenna að hann íhugi nú að yfirgefa félagið sem hann hefur leikið með allan sinn feril.

Fótbolti

Arsenal óttast ekki að missa Van Persie

Forráðamenn Arsenal segjast ekki hafa neinar áhyggjur af því að Hollendingurinn Robin van Persie yfirgefi herbúðir félagsins næsta sumar. Van Persie er samningsbundinn til 2013. Persie hefur verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar í vetur og skorað 23 mörk í öllum keppnum það sem af er vetri.

Enski boltinn

Carroll fær bónus í janúar

Andy Carroll fær tæpar 30 milljónir króna í svokallaðan tryggðarbónus eftir áramótin. Breytir engu þó svo hann hafi aðeins verið 13 sinnum í byrjunarliði Liverpool frá því hann var keyptur á 35 milljónir punda frá Newcastle.

Enski boltinn

Tevez vill semja við Boca Juniors

Sólstrandargæjinn Carlos Tevez segist vera búinn að fá nóg af endalausum ferðalögum á milli Argentínu og Evrópu og þess vegna vilji hann semja við uppeldisfélag sitt, Boca Juniors.

Enski boltinn

Valið stendur á milli heiðursins eða peninganna

AC Milan er ekki til í að spenna bogann of hátt vegna Carlosar Tevez og vilja forráðamenn félagsins að hann komi til félagsins á réttum forsendum. Vegna þess að hann sé metnaðarfullur knattspyrnumaður. Ekki vegna peninganna.

Fótbolti

Schumacher kemur til greina sem næsti forseti Kölnar

Michael Schumacher, margfaldur heimsmeistari í formúlu eitt, gæti orðið næsti forseti þýska úrvalsdeildarliðsins Kölnar en Schumacher er einn af tuttugu nöfnum, sem ráðgjafi félagsins hefur lagt til, samkvæmt heimildum þýskra fjölmiðla.

Fótbolti

Albanir réðu ítalskan þjálfara fyrir undankeppni HM 2014

Albanía verður með Íslandi í riðli í undankeppni HM 2014 og fyrri leikur þjóðanna fer fram í Albaníu næsta haust. Albanir ákváðu að fá 55 ára Ítala til að stýra landsliðinu í þessari undankeppninni en í riðlinum eru einnig Noregur, Slóvenía, Sviss og Kýpur.

Fótbolti

Neymar kláraði sitt en hvað gerir Messi?

Neymar skoraði eitt marka brasilíska liðsins Santos þegar liðið vann 3-1 sigur á japanska liðinu Kashiwa Reysol í undanúrslitum í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem stendur nú yfir í Japan. Santos mætir annaðhvort Barcelona eða Al-Sadd frá Katar í úrslitaleiknum sem fram fer á sunnudaginn.

Fótbolti

Rijkaard orðaður við PSG

Frank Rijkaard, fyrrum þjálfari Barcelona, er á meðal þeirra sem koma til greina sem þjálfari hins nýríka liðs PSG í Frakklandi. Félagið ætlar sér stóra hluti á næstu árum.

Fótbolti

Guardiola sakar Marca um lygar

Pep Guardiola, þjálfari Barcelona, segir að það sé ekkert hæft í þeim fregnum að félagið muni reyna að selja framherjann David Villa í janúar.

Fótbolti

Stoke skammað út af handklæðunum

Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar ætla loksins að taka í taumana vegna hegðunar Stoke City á heimavelli sínum sem þykir ekki alltaf vera sanngjörn í garð andstæðinga sinna.

Enski boltinn

Redknapp vill prófa tvo aðaldómara

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vill sjá fótboltann feta í fótspor handboltans og prófa að vera með tvo aðaldómara á vellinum. Redknapp trúir því að það muni fækka mistökum dómara.

Enski boltinn

Milan ekki að drífa sig vegna Tevez

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að ekkert liggi á að ganga frá samningi við sólstrandargæjann Carlos Tevez. Milan ku hafa náð samkomulagi við Tevez en nokkuð ber á milli félagsins og Man. City.

Fótbolti