Fótbolti

Fjarvera Beckham mun ekki hafa áhrif á sölu miða í London

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Beckham fyrir leik með Los Angeles Galaxy.
Beckham fyrir leik með Los Angeles Galaxy. Nordicphotos/Getty
Fjarvera David Beckham í landsliðshópi Breta á Ólympíuleikunum í London sem hefst eftir fjórar vikur mun ekki hafa áhrif á miðasölu á knattspyrnuleiki leikanna.

Beckham var sem kunnugt er ekki valinn í landsliðshóp Stuart Pearce sem tilkynntur verður formlega í næstu viku. Paul Deighton, framkvæmdarstjóri skipulagshópsins London 2012, segir fjarveru hans ekki koma að sök hvað miðasölu varðar. Þó eru yfir milljón miðar enn til sölu á knattspyrnuleiki leikanna.

„David hefur mikið aðdráttarafl en staðreyndin er sú að því sem næst uppselt er á leiki landsliðs Breta í keppninni," sagði Deighton við Reuters fréttastofuna í Ólympíuþorpinu í London.

„Væru óseldir miðar á leiki Breta hefði þátttaka David Beckham hjálpað okkur. Sem betur fer erum við svo heppin að vera í þeirri stöðu að miðarnir eru langflestir seldir," sagði Deighton.

Uppselt er á nánast alla viðburði Ólympíuleikanna og í raun enn aðeins hægt að nálgast miða á knattspyrnuleikina á opnum markaði.


Tengdar fréttir

Gary Lineker gagnrýnir "meðferðina" á Beckham

Gary Lineker, knattspyrnuspekingur og fyrrum landsliðsmaður Englendinga, gegnrýndi það á twitter-síðu sinni í dag hvernig farið var með David Beckham í kringum valið á breska Ólympíuliðinu. Beckham var valinn í úrtakshópinn en í morgun kom svo í ljós að hann verður ekki valinn í breska landsliðið.

Beckham ekki valinn í Ólympíulið Breta

David Beckham verður ekki með breska fótboltalandsliðinu á Ólympíuleikunum í London en hann staðfesti þetta í yfirlýsingu sem hann sendi Associated Press. Þetta kemur nokkuð á óvart en flestir bjuggust örugglega að Beckham yrði með breska liðinu á leikunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×