Fótbolti

Mancini haggast ekkert: Tevez fer ekki á láni

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ítrekað það að það komi ekki til greina að lána Carlos Tevez í janúar. Tevez dvelur nú í Argentínu á meðan að City-menn leita af kaupanda en argentínski framherjinn hefur ekkert spilað eða æft með City síðan eftir heimsfræga neitun sína í München í lok september.

Enski boltinn

Eyjamenn ætla að kaupa Gunnar Má frá FH

Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni í ÍBV og mun væntanlega gera þriggja ára samning við Eyjaliðið gangi allt saman upp. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í morgun og Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við íþróttadeild.

Íslenski boltinn

Lagerbäck: Get ekki valið alla leikmenn í fyrsta leikinn

Lars Lagerbäck var í stuttu viðtali við heimasíðu KSÍ í dag þar sem var farið yfir tvo fyrstu landsleikina undir hans stjórn. KSÍ tilkynnti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila við Japan 24. febrúar næstkomandi en áður hafði verið gefið út að liðið mætir Svartfjallalandi fimm dögum síðar.

Íslenski boltinn

Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Lagerbäck verður í Japan

Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður Kóreu árið 2002. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Íslenski boltinn

Gylfi : Ég er meiri Englendingur í mér en Þjóðverji

Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn.

Fótbolti

Terry ekki alvarlega meiddur

Forsvarsmenn Chelsea hafa staðfest að meiðsli John Terry séu ekki alvarleg en hann haltraði af æfingu liðsins í morgun. Terry ætti að geta spilað gegn Tottenham á fimmtudag.

Enski boltinn

Xavi búinn að vinna 19 titla með Barcelona

Xavi Hernández og félagar í Barcelona tryggðu sér Heimsmeistaratitil félagsliða í gær með því að vinna sannfærandi 4-0 sigur á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik. Xavi átti flottan leik, lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan annað markið sjálfur.

Fótbolti

Leonardo: Paris St Germain ætlar ekki að stela Tevez

Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu Paris St Germain, segir að félagið ætli ekki að stela Carlos Tevez af hans gamla félagi AC Milan. Leonardo segist samt hafa áhuga á argentínska framherjanum ef að ítalska félagið hættir við að reyna að fá Tevez frá Manchester City.

Fótbolti

Redknapp ætlar ekki að selja Pavlyuchenko

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur látið Rússann Roman Pavlyuchenko vita af því að hann fá ekki að fara frá félaginu í janúar. Pavlyuchenko kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Tottenham á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Enski boltinn

Dalglish grínaðist bara með öll stangarskot liðsins í vetur

Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sló bara á létta strengi þegar hann var spurður út í 17 stangar og sláarskot liðsins í fyrstu sextán leikjum tímabilsins en ekkert lið í deildinni hefur skotið jafnoft í marksúlurnar. Luis Suarez skaut bæði í slá og stöng í 2-0 sigri á Aston Villa í gær.

Enski boltinn

Mancini: Skiptir máli að vera á toppnum í lokin

"Þetta var mikilvægur sigur vegna þess að Manchester United gengur vel eins og Manchester City. Þeir eru sterkir en það eru við líka og tímabilið er langt. Það er mikilvægt að vera á toppnum í lokin," sagði Mancini þjálfari Manchester City eftir sigurinn á Arsenal í dag.

Enski boltinn