Fótbolti Bolton hafði betur í botnslagnum Steve Kean er kominn með lið sitt aftur í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 tap fyrir Bolton á heimavelli í kvöld. Enski boltinn 20.12.2011 15:42 Mancini haggast ekkert: Tevez fer ekki á láni Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ítrekað það að það komi ekki til greina að lána Carlos Tevez í janúar. Tevez dvelur nú í Argentínu á meðan að City-menn leita af kaupanda en argentínski framherjinn hefur ekkert spilað eða æft með City síðan eftir heimsfræga neitun sína í München í lok september. Enski boltinn 20.12.2011 14:45 Szczesny: Arsenal má ekki lenda neðar en Tottenham Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, er sannfærður um að Arsenal sé með betra lið en nágrannarnir í Tottenham og að liðið muni enda ofar þegar upp verður staðið í vor. Enski boltinn 20.12.2011 14:15 Guardiola leyfði sjö mönnum að fara snemma í jólafrí Pep Guardiola hefur ekki mikla áhyggjur af bikarleik liðsins á móti Hospitalet á Camp Nou á fimmtudagskvöldið. Hann gaf sjö leikmönnum leyfi til að fara í jólafrí eftir sigurinn í Heimsmeistarakeppni félagsliða á sunnudaginn. Fótbolti 20.12.2011 13:30 Ryan Babel um Suarez: Hann er þegar orðinn goðsögn á Anfield Ryan Babel átti 25 ára afmæli í gær og notaði tækifærið og svaraði spurningum aðdáenda sinna inn á twitter-síðu sinni. Margir stuðningsmenn Liverpool notuðu tækifærið og fengu skoðun Babel á sínu gamla félagi. Enski boltinn 20.12.2011 13:00 Eyjamenn ætla að kaupa Gunnar Má frá FH Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni í ÍBV og mun væntanlega gera þriggja ára samning við Eyjaliðið gangi allt saman upp. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í morgun og Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við íþróttadeild. Íslenski boltinn 20.12.2011 12:15 Dalglish: Pepe Reina er besti markvörðurinn í deildinni Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er sannfærður um að góður varnarleikur liðsins muni spila aðalhlutverkið í að hjálpa liðinu að tryggja sér aftur sæti með fjögurra efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 20.12.2011 11:00 Manchester-liðin rífast um miða fyrir bikarleik liðanna Manchester United hefur kvartað til enska knattspyrnusambandsins undan nágrönnum sínum í Manchester City vegna lítils framboðs á miðum fyrir stuðningsmenn United á bikarleik liðanna í byrjun nýja ársins. Enski boltinn 20.12.2011 10:30 Lagerbäck: Get ekki valið alla leikmenn í fyrsta leikinn Lars Lagerbäck var í stuttu viðtali við heimasíðu KSÍ í dag þar sem var farið yfir tvo fyrstu landsleikina undir hans stjórn. KSÍ tilkynnti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila við Japan 24. febrúar næstkomandi en áður hafði verið gefið út að liðið mætir Svartfjallalandi fimm dögum síðar. Íslenski boltinn 20.12.2011 10:00 Darren Bent fór að versla á meðan Aston Villa tapaði fyrir Liverpool Darren Bent þurfti að gefa út opinberlega afsökunarbeiðni í gær eftir að upp komst um verslunarleiðangur hans á sama tíma og liðsfélagar hans í Aston Villa voru yfirspilaðir af Liverpool. Enski boltinn 20.12.2011 09:00 Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Lagerbäck verður í Japan Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður Kóreu árið 2002. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 20.12.2011 09:00 Gylfi : Ég er meiri Englendingur í mér en Þjóðverji Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn. Fótbolti 20.12.2011 06:00 Villa fór í aðgerð í dag - læknar vongóðir um EM David Villa, sóknarmaður Barcelona og spænska landsliðsins, gekkst í dag undir aðgerð vegna fótbrotsins sem hann hlaut í leik liðsins gegn Al-Sadd í heimsmeistaramóti félagsliða í Japan í síðustu viku. Fótbolti 19.12.2011 23:00 Varaforseti AC Milan í viðræður við City Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, heldur á fimmtudaginn til Manchester-borgar í Englandi til að ræða við forráðamenn Manchester City um möguleg vistaskipti Carlos Tevez til Ítalíu. Enski boltinn 19.12.2011 22:54 Fagnaði með því að setja á sig jólasveinahúfu Argentínski miðjumaðurinn Jonatan Germano, leikmaður Melbourne Heart, er kominn í jólaskap og hann fagnaði marki um helgina með því að setja á sig jólasveinahúfu. Fótbolti 19.12.2011 21:30 Dann spilar ekki á næstunni þar sem hann er með skaddað eista Meiðsli knattspyrnumanna eru misalvarleg en meiðslin sem Scott Dann, leikmaður Blackburn, glímir við þessa dagana eru meiðsli sem enginn knattspyrnumaður vill lenda í. Enski boltinn 19.12.2011 19:45 Man. Utd hefur augastað á Eriksen Man. Utd hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á Dananum Christian Eriksen sem spilar með Ajax. United er í meiðslavandræðum og gæti gert tilboð í leikmanninn í janúar. Enski boltinn 19.12.2011 18:15 Terry ekki alvarlega meiddur Forsvarsmenn Chelsea hafa staðfest að meiðsli John Terry séu ekki alvarleg en hann haltraði af æfingu liðsins í morgun. Terry ætti að geta spilað gegn Tottenham á fimmtudag. Enski boltinn 19.12.2011 17:30 Xavi búinn að vinna 19 titla með Barcelona Xavi Hernández og félagar í Barcelona tryggðu sér Heimsmeistaratitil félagsliða í gær með því að vinna sannfærandi 4-0 sigur á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik. Xavi átti flottan leik, lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan annað markið sjálfur. Fótbolti 19.12.2011 16:00 Leonardo: Paris St Germain ætlar ekki að stela Tevez Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu Paris St Germain, segir að félagið ætli ekki að stela Carlos Tevez af hans gamla félagi AC Milan. Leonardo segist samt hafa áhuga á argentínska framherjanum ef að ítalska félagið hættir við að reyna að fá Tevez frá Manchester City. Fótbolti 19.12.2011 15:30 Sturridge: Það væri heimska að afskrifa Chelsea í titilbaráttunni Daniel Sturridge skoraði fyrir Chelsea á laugardaginn en það dugði ekki til því liðið gerði 1-1 jafntefli á móti botnliði Wigan. Sturridge tjáði sig um leikinn og möguleika Chelsea-liðsins á heimasíðu Chelsea. Enski boltinn 19.12.2011 13:30 Redknapp ætlar ekki að selja Pavlyuchenko Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur látið Rússann Roman Pavlyuchenko vita af því að hann fá ekki að fara frá félaginu í janúar. Pavlyuchenko kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Tottenham á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 19.12.2011 13:00 Dalglish grínaðist bara með öll stangarskot liðsins í vetur Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sló bara á létta strengi þegar hann var spurður út í 17 stangar og sláarskot liðsins í fyrstu sextán leikjum tímabilsins en ekkert lið í deildinni hefur skotið jafnoft í marksúlurnar. Luis Suarez skaut bæði í slá og stöng í 2-0 sigri á Aston Villa í gær. Enski boltinn 19.12.2011 10:45 Varstu að kaupa jólagjafir og misstir af enska? - allt inn á Vísi Eins og vanalega er hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi og það er að nóg að taka eftir sextándu umferðina sem fram fór um helgina. Enski boltinn 19.12.2011 10:15 Klæddi Balotelli sig í jólasveinabúning og gaf peninga út á götu? Menn eru farnir að trúa öllu upp á Mario Balotelli, framherja Manchester City, og það gekk skemmtileg saga um kappann um helgina. Balotelli átti þá að hafa klætt sig í jólasveinabúning, drifið sig niður í miðbæ Manchester og gefið hinum og þessum pening út á götu. Enski boltinn 19.12.2011 09:00 Keane: Ferguson væri ekkert án manna eins og mín Roy Keane tók því ekkert sérstaklega vel að Sir Alex Ferguson skyldi skjóta á sig eftir blaðamannafundinn í Basel um daginn. Keane svaraði fyrir sig fullum hálsi eins og búast mátti við. Enski boltinn 18.12.2011 23:45 Gísli Páll og Sindri Snær sömdu við Breiðablik Breiðablik samdi í dag við þá Gísli Pál Helgason og Sindra Snæ Magnússon. Þeir skrifuðu undir þriggja ára samning við Blikana. Íslenski boltinn 18.12.2011 19:00 Alfreð lék í tapi gegn Anderlecht Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Lokeren í dag og lék í 65 mínútur er liðið tapaði, 3-2, í hörkuleik gegn Anderlecht. Fótbolti 18.12.2011 19:00 Mancini: Skiptir máli að vera á toppnum í lokin "Þetta var mikilvægur sigur vegna þess að Manchester United gengur vel eins og Manchester City. Þeir eru sterkir en það eru við líka og tímabilið er langt. Það er mikilvægt að vera á toppnum í lokin," sagði Mancini þjálfari Manchester City eftir sigurinn á Arsenal í dag. Enski boltinn 18.12.2011 18:27 Jóhann Berg lék fimm mínútur í tapleik Jóhann Berg Guðmundsson lék fimm síðustu mínúturnar þegar AZ Alkmaar tapaði 2-1 fyrir NAC Breda á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 18.12.2011 15:23 « ‹ ›
Bolton hafði betur í botnslagnum Steve Kean er kominn með lið sitt aftur í neðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-1 tap fyrir Bolton á heimavelli í kvöld. Enski boltinn 20.12.2011 15:42
Mancini haggast ekkert: Tevez fer ekki á láni Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ítrekað það að það komi ekki til greina að lána Carlos Tevez í janúar. Tevez dvelur nú í Argentínu á meðan að City-menn leita af kaupanda en argentínski framherjinn hefur ekkert spilað eða æft með City síðan eftir heimsfræga neitun sína í München í lok september. Enski boltinn 20.12.2011 14:45
Szczesny: Arsenal má ekki lenda neðar en Tottenham Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, er sannfærður um að Arsenal sé með betra lið en nágrannarnir í Tottenham og að liðið muni enda ofar þegar upp verður staðið í vor. Enski boltinn 20.12.2011 14:15
Guardiola leyfði sjö mönnum að fara snemma í jólafrí Pep Guardiola hefur ekki mikla áhyggjur af bikarleik liðsins á móti Hospitalet á Camp Nou á fimmtudagskvöldið. Hann gaf sjö leikmönnum leyfi til að fara í jólafrí eftir sigurinn í Heimsmeistarakeppni félagsliða á sunnudaginn. Fótbolti 20.12.2011 13:30
Ryan Babel um Suarez: Hann er þegar orðinn goðsögn á Anfield Ryan Babel átti 25 ára afmæli í gær og notaði tækifærið og svaraði spurningum aðdáenda sinna inn á twitter-síðu sinni. Margir stuðningsmenn Liverpool notuðu tækifærið og fengu skoðun Babel á sínu gamla félagi. Enski boltinn 20.12.2011 13:00
Eyjamenn ætla að kaupa Gunnar Má frá FH Gunnar Már Guðmundsson er á leiðinni í ÍBV og mun væntanlega gera þriggja ára samning við Eyjaliðið gangi allt saman upp. Morgunblaðið greindi fyrst frá þessu í morgun og Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við íþróttadeild. Íslenski boltinn 20.12.2011 12:15
Dalglish: Pepe Reina er besti markvörðurinn í deildinni Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, er sannfærður um að góður varnarleikur liðsins muni spila aðalhlutverkið í að hjálpa liðinu að tryggja sér aftur sæti með fjögurra efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni. Enski boltinn 20.12.2011 11:00
Manchester-liðin rífast um miða fyrir bikarleik liðanna Manchester United hefur kvartað til enska knattspyrnusambandsins undan nágrönnum sínum í Manchester City vegna lítils framboðs á miðum fyrir stuðningsmenn United á bikarleik liðanna í byrjun nýja ársins. Enski boltinn 20.12.2011 10:30
Lagerbäck: Get ekki valið alla leikmenn í fyrsta leikinn Lars Lagerbäck var í stuttu viðtali við heimasíðu KSÍ í dag þar sem var farið yfir tvo fyrstu landsleikina undir hans stjórn. KSÍ tilkynnti í dag að íslenska karlalandsliðið mun spila við Japan 24. febrúar næstkomandi en áður hafði verið gefið út að liðið mætir Svartfjallalandi fimm dögum síðar. Íslenski boltinn 20.12.2011 10:00
Darren Bent fór að versla á meðan Aston Villa tapaði fyrir Liverpool Darren Bent þurfti að gefa út opinberlega afsökunarbeiðni í gær eftir að upp komst um verslunarleiðangur hans á sama tíma og liðsfélagar hans í Aston Villa voru yfirspilaðir af Liverpool. Enski boltinn 20.12.2011 09:00
Fyrsti landsleikurinn undir stjórn Lagerbäck verður í Japan Knattspyrnusambönd Íslands og Japans hafa komist að samkomulagi um karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik í Japan, 24. febrúar næstkomandi. Leikið verður á Nagai vellinum í Osaka en á þessum velli var m.a. leikið á HM í Japan/Suður Kóreu árið 2002. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ. Íslenski boltinn 20.12.2011 09:00
Gylfi : Ég er meiri Englendingur í mér en Þjóðverji Það hefur minna farið fyrir Hafnfirðingnum Gylfa Þór Sigurðssyni síðustu vikur og mánuði en á síðasta keppnistímabili, er hann sló í gegn með Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni. Hann hefur ekki enn skorað á tímabilinu en meiddist reyndar í sumar sem setti stórt strik í reikninginn. Fótbolti 20.12.2011 06:00
Villa fór í aðgerð í dag - læknar vongóðir um EM David Villa, sóknarmaður Barcelona og spænska landsliðsins, gekkst í dag undir aðgerð vegna fótbrotsins sem hann hlaut í leik liðsins gegn Al-Sadd í heimsmeistaramóti félagsliða í Japan í síðustu viku. Fótbolti 19.12.2011 23:00
Varaforseti AC Milan í viðræður við City Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, heldur á fimmtudaginn til Manchester-borgar í Englandi til að ræða við forráðamenn Manchester City um möguleg vistaskipti Carlos Tevez til Ítalíu. Enski boltinn 19.12.2011 22:54
Fagnaði með því að setja á sig jólasveinahúfu Argentínski miðjumaðurinn Jonatan Germano, leikmaður Melbourne Heart, er kominn í jólaskap og hann fagnaði marki um helgina með því að setja á sig jólasveinahúfu. Fótbolti 19.12.2011 21:30
Dann spilar ekki á næstunni þar sem hann er með skaddað eista Meiðsli knattspyrnumanna eru misalvarleg en meiðslin sem Scott Dann, leikmaður Blackburn, glímir við þessa dagana eru meiðsli sem enginn knattspyrnumaður vill lenda í. Enski boltinn 19.12.2011 19:45
Man. Utd hefur augastað á Eriksen Man. Utd hefur viðurkennt að félagið hafi áhuga á Dananum Christian Eriksen sem spilar með Ajax. United er í meiðslavandræðum og gæti gert tilboð í leikmanninn í janúar. Enski boltinn 19.12.2011 18:15
Terry ekki alvarlega meiddur Forsvarsmenn Chelsea hafa staðfest að meiðsli John Terry séu ekki alvarleg en hann haltraði af æfingu liðsins í morgun. Terry ætti að geta spilað gegn Tottenham á fimmtudag. Enski boltinn 19.12.2011 17:30
Xavi búinn að vinna 19 titla með Barcelona Xavi Hernández og félagar í Barcelona tryggðu sér Heimsmeistaratitil félagsliða í gær með því að vinna sannfærandi 4-0 sigur á brasilíska liðinu Santos í úrslitaleik. Xavi átti flottan leik, lagði upp fyrsta markið og skoraði síðan annað markið sjálfur. Fótbolti 19.12.2011 16:00
Leonardo: Paris St Germain ætlar ekki að stela Tevez Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu Paris St Germain, segir að félagið ætli ekki að stela Carlos Tevez af hans gamla félagi AC Milan. Leonardo segist samt hafa áhuga á argentínska framherjanum ef að ítalska félagið hættir við að reyna að fá Tevez frá Manchester City. Fótbolti 19.12.2011 15:30
Sturridge: Það væri heimska að afskrifa Chelsea í titilbaráttunni Daniel Sturridge skoraði fyrir Chelsea á laugardaginn en það dugði ekki til því liðið gerði 1-1 jafntefli á móti botnliði Wigan. Sturridge tjáði sig um leikinn og möguleika Chelsea-liðsins á heimasíðu Chelsea. Enski boltinn 19.12.2011 13:30
Redknapp ætlar ekki að selja Pavlyuchenko Harry Redknapp, stjóri Tottenham, hefur látið Rússann Roman Pavlyuchenko vita af því að hann fá ekki að fara frá félaginu í janúar. Pavlyuchenko kom inn á sem varamaður og skoraði sigurmark Tottenham á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni í gær. Enski boltinn 19.12.2011 13:00
Dalglish grínaðist bara með öll stangarskot liðsins í vetur Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, sló bara á létta strengi þegar hann var spurður út í 17 stangar og sláarskot liðsins í fyrstu sextán leikjum tímabilsins en ekkert lið í deildinni hefur skotið jafnoft í marksúlurnar. Luis Suarez skaut bæði í slá og stöng í 2-0 sigri á Aston Villa í gær. Enski boltinn 19.12.2011 10:45
Varstu að kaupa jólagjafir og misstir af enska? - allt inn á Vísi Eins og vanalega er hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi og það er að nóg að taka eftir sextándu umferðina sem fram fór um helgina. Enski boltinn 19.12.2011 10:15
Klæddi Balotelli sig í jólasveinabúning og gaf peninga út á götu? Menn eru farnir að trúa öllu upp á Mario Balotelli, framherja Manchester City, og það gekk skemmtileg saga um kappann um helgina. Balotelli átti þá að hafa klætt sig í jólasveinabúning, drifið sig niður í miðbæ Manchester og gefið hinum og þessum pening út á götu. Enski boltinn 19.12.2011 09:00
Keane: Ferguson væri ekkert án manna eins og mín Roy Keane tók því ekkert sérstaklega vel að Sir Alex Ferguson skyldi skjóta á sig eftir blaðamannafundinn í Basel um daginn. Keane svaraði fyrir sig fullum hálsi eins og búast mátti við. Enski boltinn 18.12.2011 23:45
Gísli Páll og Sindri Snær sömdu við Breiðablik Breiðablik samdi í dag við þá Gísli Pál Helgason og Sindra Snæ Magnússon. Þeir skrifuðu undir þriggja ára samning við Blikana. Íslenski boltinn 18.12.2011 19:00
Alfreð lék í tapi gegn Anderlecht Alfreð Finnbogason var í byrjunarliði Lokeren í dag og lék í 65 mínútur er liðið tapaði, 3-2, í hörkuleik gegn Anderlecht. Fótbolti 18.12.2011 19:00
Mancini: Skiptir máli að vera á toppnum í lokin "Þetta var mikilvægur sigur vegna þess að Manchester United gengur vel eins og Manchester City. Þeir eru sterkir en það eru við líka og tímabilið er langt. Það er mikilvægt að vera á toppnum í lokin," sagði Mancini þjálfari Manchester City eftir sigurinn á Arsenal í dag. Enski boltinn 18.12.2011 18:27
Jóhann Berg lék fimm mínútur í tapleik Jóhann Berg Guðmundsson lék fimm síðustu mínúturnar þegar AZ Alkmaar tapaði 2-1 fyrir NAC Breda á útivelli í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Fótbolti 18.12.2011 15:23