Fótbolti

Gourcuff frá í þrjá mánuði

Franska félagið Lyon varð fyrir miklu áfalli um helgina þegar landsliðsmaðurinn Yoann Gourcuff meiddist illa á hné. Hann verður væntanlega frá í þrjá mánuði vegna meiðslanna.

Fótbolti

Adebayor til Tottenham

Tottenham hefur gengið frá kaupum á framherjanum Emmanuel Adeabyor frá Manchester City. Frá þessu er greint á heimasíðu Tottenham. Kaupverðið er talið vera fimm milljónir punda eða sem nemur tæpum milljarði íslenskra króna.

Enski boltinn

Conte sannfærður um sýknudóm

Antonio Conte, þjálfari Juventus, heldur enn fram sakleysi sínu "Scommessopoli-hneykslinu" en því er haldið fram að hann hafi vitað um um tvö tilvik þar sem leikmenn ætluðu að hafa áhrif á úrslit leikja. Hann er sakaður um að þegja yfir upplýsingum.

Fótbolti

Stoke fær Huddlestone lánaðan

Tottenham sér ekki fram á að hafa nein not fyrir Tom Huddlestone í vetur og því hefur félagið ákveðið að lána hann til annars félags. Stoke er líklegasti áfangastaðurinn.

Enski boltinn

Pepsi-mörkin í heild sinni á Vísi

Hörður Magnússon og félagar hans í Pepsimörkunum á Stöð 2 sport fóru yfir gang mála í leikjunum úr 16. umferð Pepsideildar karla.Allur þátturinn er aðgengilegur á Vísi.. Reynir Leósson og Tómas Ingi Tómasson voru sérfræðingar þáttarins. Umferðinni lýkur á fimmtudaginn með tveimur stórleikjum, þar sem Íslandmeistaralið KR sækir topplið FH heim, og á Akranesi tekur ÍA á móti Stjörnunni.

Íslenski boltinn

Rauða Ljónið var upphaflega kallað rauði tuddinn

Bjarni Felixson, fyrrum leikmaður KR og íslenska landsliðsins í fótbolta, á ótrúlega bikarsögu að baki sem leikmaður KR. Bjarni, sem er einn þekktasti íþróttafréttamaður Íslands, ræddi við Hjört Hjartarson í aðdraganda bikarúrslitaleiks KR og Stjörnunnar.

Íslenski boltinn

Framarar stoppuðu stutt í fallsætinu - myndir

Framarar voru bara tæpan klukkutíma í fallsæti í kvöld því þeir komust þaðan aftur eftir dramatískan 3-2 sigur á Breiðbliki á Laugardalsvelli í kvöld. Almarr Ormarsson skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu sextán mínútum fyrir leikslok.

Íslenski boltinn

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fylkir 1-2

Fylkir vann góðan sigur á Val 2-1 á útivelli í kvöld. Fylkir lék frábærlega í fyrri hálfleik og lagði það grunninn að sigrinum en staðan í hálfleik var 2-0. Valur minnkaði muninn snemma í seinni hálfleik en náði ekki að nýta þau fáu færi sem gáfust til að jafna og því fór sem fór.

Íslenski boltinn

Tíu ár síðan að Rooney spilaði fyrsta leikinn í ensku úrvalsdeildinni

Wayne Rooney, framherji Manchester United, er aðeins 26 ára gamall en það eru engu að síður tíu ár síðan að hann spilaði sinn fyrsta leik með Everton. Rooney heldur upp á áratug í bestu deild í heimi með því að heimsækja sitt gamla félag á Goodison Park í kvöld en Everton og Manchester United spila þá lokaleik fyrstu umferðarinnar.

Enski boltinn