Fótbolti

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - ÍBV 0-3

ÍBV vann öruggan þriggja marka sigur á Val í 20. umferð Pepsi deildarinnar í kvöld. Eyjamenn mættu með nýja þjálfara í leikinn en Magnús Gylfason gekk úr starfi sínu sem þjálfari daginn áður. Ian Jeffs leikmaður liðsins sér um að þjálfa liðið ásamt Dragan Kazic það sem eftir er af tímabilinu.

Íslenski boltinn

Pique frá í þrjá vikur

Það eru varnarvandræði hjá liði Barcelona enda er Carles Puyol frá vegna meiðsla og svo var Gerard Pique að meiðast í leiknum gegn Spartak Moskvu í Meistaradeildinni.

Fótbolti

Mourinho kærir ritstjóra Marca

Stríð Jose Mourinho, þjálfara Real Madrid, tók á síg nýja mynd í dag er hann ákvað að kæra ritstjóra blaðsins Marca fyrir ummæli í sinn garð.

Fótbolti

Helena tekur við Val af Gunnari

Helena Ólafsdóttir var í kvöld ráðin þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Val og tekur hún við starfinu af Gunnari Rafni Borgþórssyni. Gunnar Rafn tók við Val árið 2010 og gerði liðið að bikarmeisturum í fyrra.

Íslenski boltinn

Sigurður Ragnar: Vonandi verður þetta bara sama uppskrift og síðast

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var alltaf að bíða eftir jöfnunarmarkinu á Ullevaal leikvanginum í kvöld. Það kom hinsvegar aldrei og íslensku stelpurnar þurftu að sætta sig við 1-2 tap fyrir þeim norsku og að þurfa að ná í farseðilinn á EM í gegnum umspilið.

Fótbolti

Hólmfríður: Mér fannst við vera miklu betri en þær

Hólmfríður Magnúsdóttir, fékk ekki í kvöld þá afmælisgjöf sem hún vonaðist eftir þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði 1-2 á móti Noregi í hreinum úrslitaleik um sigur í riðlinum og sæti á EM í Svíþjóð á næsta ári. Hólmfríður fagnar 28 afmæli sínu á morgun en fær vonandi síðbundna afmælisgjöf í október.

Fótbolti

Hermann tekur við ÍBV

Hermann Hreiðarsson tekur við þjálfun ÍBV eftir tímabilið en það staðfesti Óskar Örn Ólafsson, formaður knattspyrnudeildar félagsins, í samtali við Vísi í kvöld.

Fótbolti

Sara Björk: Við vorum betri og áttum meira skilið

Sara Björk Gunnarsdóttir og félagar hennar í íslenska kvennalandsliðinu þurftu að sætta sig við sárgrætilegt tap á móti Noregi í undankeppni EM í kvöld. Íslenska liðið kemst því ekki beint á EM en þarf að treysta á umspilið til að tryggja farseðilinn á EM í Svíþjóð.

Fótbolti

Liam gerði allt vitlaust í stúkunni á Bernabeau

Rokksöngvarinn Liam Gallagher er harður aðdáandi Man. City og hann lét sig ekki vanta á leik liðsins gegn Real Madrid á Spáni í gær. Þar sat Liam með félögum sínum innan um stuðningsmenn Real Madrid. Eins og við mátti búast gerði hann allt brjálað í stúkunni.

Fótbolti

Norska kvennalandsliðið hefur ekki tapað heima í 24 ár

Íslenska kvennalandsliðinu nægir jafntefli á móti Noregi á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag til þess að tryggja sér farseðillinn á Evrópumótið í Svíþjóð næsta sumar. Það er alvöru verkefni enda hefur norska liðið verið nánast ósigrandi á norskri grundu undanfarin ár.

Fótbolti

Man. Utd slapp með skrekkinn

Michael Carrick skoraði eina mark leiksins er Man. Utd tók á móti Galatasaray í Meistaradeildinni. Man. Utd fór illa með færin sín í leiknum og var þess utan stálheppið að fá ekki á sig mark.

Fótbolti

Besti kvendómari heims dæmir leik Íslands og Noregs í dag

Það verður hart barist á Ullevaal-leikvanginum í Osló í dag þegar íslenska kvennalandsliðið mætir því norska í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótinu í Svíþjóð næsta sumar. Íslenska liðinu nægir jafntefli til þess að vinna riðilinn og komast beint inn á EM.

Fótbolti